Gefið með annarri hendinni – tekið með hinni Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 29. janúar 2014 06:00 Um áramótin tóku gildi nýjar reglur hjá Sjúkratryggingum um greiðslu á notkun fyrir hin ýmsu hjálpartæki. Nú er það yfirlýst stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra, að stuðla að því að eldri borgarar geti búið heima hjá sér sem lengst. Og vissulega er það líka það sem flestir aldraðir vilja á meðan heilsan leyfir. En þegar heilsan bilar eða fólk fer að finna til öryggisleysis, ekki síst þeir sem búa einir, þá er gott að geta fengið sér ýmislegt sem styrkir búsetuna og hjálpar fólki til sjálfshjálpar. Þar á meðal er að fá sér öryggishnapp sem hægt er að hafa um úlnliðinn, eða í bandi um hálsinn og er til þess ætlaður að geta kallað á hjálp í ýmsum aðstæðum. Nú hafa reglur verið hertar fyrir veitingu styrkja vegna öryggishnapps. Slíka hnappa er hægt að fá t.d. hjá Securitas eða Öryggismiðstöðinni. Frá 1. janúar hefur gjaldið sem Sjúkratryggingar greiða fyrir þessa þjónustu til fyrirtækjanna lækkað úr kr 6.700 í kr. 5.500 á mánuði. Hingað til hefur notandinn greitt hjá Securitas kr. 1.350 mánaðarlega fyrir öryggishnapp, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um breytingar þar á bæ, en hækki það sem nemur lækkun hjá Sjúkratryggingum, þá er það tæplega 100% hækkun hjá notandanum.Að búa á eigin heimili sem lengst Annað skiptir líka verulegu máli fyrir þá sem vilja búa heima sem lengst og nýta sér heimaþjónustu sveitarfélags eða ríkis. Í heimilishjálp felst t.d. að hjálpa fólki við böðun. Þá þarf oft að notast við sturtustóla, baðstóla eða baðbretti til þess að fólk þurfi ekki að klifra upp í baðkar, eða aðstoðarmaðurinn þurfi ekki að bogra við verkið. Nú getur aldrað fólk ekki lengur fengið slík tæki frítt, heldur verður einstaklingurinn að kaupa þessi tæki sem geta kostað á bilinu 25-50.000 kr. Fyrri reglugerð kvað á um að væri fólk með verulega skerta færni eða verulega skert jafnvægi, þá væru kaup á baðstólum og baðbrettum styrkt 100%.Samræmingar þörf Samkvæmt nýrri reglugerð er það aðeins fólk sem er með alvarlega tiltekna sjúkdóma s.s. MS, MND, Parkinson og fleiri, sem á rétt á niðurgreiðslu á slíkum tækjum, ekki er nóg að vera orðinn 67 ára eða eldri með skerta líkamlega færni. Sama regla gildir um hækjur og stafi. Þá eru líka gerðar breytingar á reglum um gervibrjóst, stuðningshandrið og stoðir á heimili, einnota bleiur, og breytingar á bifreiðum fyrir hreyfihamlaða, svo dæmi sé tekið. Það er með ólíkindum að stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra og svo framkvæmd í ýmsum málum sem snerta þann málaflokk skuli stangast svona verulega á. Á sama tíma er kostnaðurinn við rekstur hvers hjúkrunarrýmis á öldrunarstofnun á bilinu 500-650.000 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling. Það hlýtur því að vera miklu hagstæðara fyrir ríkissjóð að styrkja fólk til að búa heima hjá sér, heldur en að fjölga hjúkrunarrýmum í það óendanlega. Frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum, hefur hún verið að draga til baka skerðingar á kjörum eldri borgara sem gerðar voru árið 2009. Nú um áramótin höfðu þær lagfæringar í för með sér að hækkun til þeirra sem eru á lægsta lífeyri hjá TR nemur um 7-8.000 kr. á mánuði. En með breytingum á reglugerð um kostnað sem Sjúkratryggingar greiða vegna aldraðra er verið að taka þær hækkanir margfalt til baka. Það er sem sé verið að taka með annarri hendinni það sem gefið var með hinni. Það er engan veginn verið að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra að þeir búi heima hjá sér svo lengi sem heilsa og geta leyfir. Þvert á móti eru framtíðarsýnin og framkvæmdin að stefna hvor í sína áttina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku gildi nýjar reglur hjá Sjúkratryggingum um greiðslu á notkun fyrir hin ýmsu hjálpartæki. Nú er það yfirlýst stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra, að stuðla að því að eldri borgarar geti búið heima hjá sér sem lengst. Og vissulega er það líka það sem flestir aldraðir vilja á meðan heilsan leyfir. En þegar heilsan bilar eða fólk fer að finna til öryggisleysis, ekki síst þeir sem búa einir, þá er gott að geta fengið sér ýmislegt sem styrkir búsetuna og hjálpar fólki til sjálfshjálpar. Þar á meðal er að fá sér öryggishnapp sem hægt er að hafa um úlnliðinn, eða í bandi um hálsinn og er til þess ætlaður að geta kallað á hjálp í ýmsum aðstæðum. Nú hafa reglur verið hertar fyrir veitingu styrkja vegna öryggishnapps. Slíka hnappa er hægt að fá t.d. hjá Securitas eða Öryggismiðstöðinni. Frá 1. janúar hefur gjaldið sem Sjúkratryggingar greiða fyrir þessa þjónustu til fyrirtækjanna lækkað úr kr 6.700 í kr. 5.500 á mánuði. Hingað til hefur notandinn greitt hjá Securitas kr. 1.350 mánaðarlega fyrir öryggishnapp, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um breytingar þar á bæ, en hækki það sem nemur lækkun hjá Sjúkratryggingum, þá er það tæplega 100% hækkun hjá notandanum.Að búa á eigin heimili sem lengst Annað skiptir líka verulegu máli fyrir þá sem vilja búa heima sem lengst og nýta sér heimaþjónustu sveitarfélags eða ríkis. Í heimilishjálp felst t.d. að hjálpa fólki við böðun. Þá þarf oft að notast við sturtustóla, baðstóla eða baðbretti til þess að fólk þurfi ekki að klifra upp í baðkar, eða aðstoðarmaðurinn þurfi ekki að bogra við verkið. Nú getur aldrað fólk ekki lengur fengið slík tæki frítt, heldur verður einstaklingurinn að kaupa þessi tæki sem geta kostað á bilinu 25-50.000 kr. Fyrri reglugerð kvað á um að væri fólk með verulega skerta færni eða verulega skert jafnvægi, þá væru kaup á baðstólum og baðbrettum styrkt 100%.Samræmingar þörf Samkvæmt nýrri reglugerð er það aðeins fólk sem er með alvarlega tiltekna sjúkdóma s.s. MS, MND, Parkinson og fleiri, sem á rétt á niðurgreiðslu á slíkum tækjum, ekki er nóg að vera orðinn 67 ára eða eldri með skerta líkamlega færni. Sama regla gildir um hækjur og stafi. Þá eru líka gerðar breytingar á reglum um gervibrjóst, stuðningshandrið og stoðir á heimili, einnota bleiur, og breytingar á bifreiðum fyrir hreyfihamlaða, svo dæmi sé tekið. Það er með ólíkindum að stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra og svo framkvæmd í ýmsum málum sem snerta þann málaflokk skuli stangast svona verulega á. Á sama tíma er kostnaðurinn við rekstur hvers hjúkrunarrýmis á öldrunarstofnun á bilinu 500-650.000 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling. Það hlýtur því að vera miklu hagstæðara fyrir ríkissjóð að styrkja fólk til að búa heima hjá sér, heldur en að fjölga hjúkrunarrýmum í það óendanlega. Frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum, hefur hún verið að draga til baka skerðingar á kjörum eldri borgara sem gerðar voru árið 2009. Nú um áramótin höfðu þær lagfæringar í för með sér að hækkun til þeirra sem eru á lægsta lífeyri hjá TR nemur um 7-8.000 kr. á mánuði. En með breytingum á reglugerð um kostnað sem Sjúkratryggingar greiða vegna aldraðra er verið að taka þær hækkanir margfalt til baka. Það er sem sé verið að taka með annarri hendinni það sem gefið var með hinni. Það er engan veginn verið að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra að þeir búi heima hjá sér svo lengi sem heilsa og geta leyfir. Þvert á móti eru framtíðarsýnin og framkvæmdin að stefna hvor í sína áttina.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun