Gefið með annarri hendinni – tekið með hinni Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 29. janúar 2014 06:00 Um áramótin tóku gildi nýjar reglur hjá Sjúkratryggingum um greiðslu á notkun fyrir hin ýmsu hjálpartæki. Nú er það yfirlýst stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra, að stuðla að því að eldri borgarar geti búið heima hjá sér sem lengst. Og vissulega er það líka það sem flestir aldraðir vilja á meðan heilsan leyfir. En þegar heilsan bilar eða fólk fer að finna til öryggisleysis, ekki síst þeir sem búa einir, þá er gott að geta fengið sér ýmislegt sem styrkir búsetuna og hjálpar fólki til sjálfshjálpar. Þar á meðal er að fá sér öryggishnapp sem hægt er að hafa um úlnliðinn, eða í bandi um hálsinn og er til þess ætlaður að geta kallað á hjálp í ýmsum aðstæðum. Nú hafa reglur verið hertar fyrir veitingu styrkja vegna öryggishnapps. Slíka hnappa er hægt að fá t.d. hjá Securitas eða Öryggismiðstöðinni. Frá 1. janúar hefur gjaldið sem Sjúkratryggingar greiða fyrir þessa þjónustu til fyrirtækjanna lækkað úr kr 6.700 í kr. 5.500 á mánuði. Hingað til hefur notandinn greitt hjá Securitas kr. 1.350 mánaðarlega fyrir öryggishnapp, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um breytingar þar á bæ, en hækki það sem nemur lækkun hjá Sjúkratryggingum, þá er það tæplega 100% hækkun hjá notandanum.Að búa á eigin heimili sem lengst Annað skiptir líka verulegu máli fyrir þá sem vilja búa heima sem lengst og nýta sér heimaþjónustu sveitarfélags eða ríkis. Í heimilishjálp felst t.d. að hjálpa fólki við böðun. Þá þarf oft að notast við sturtustóla, baðstóla eða baðbretti til þess að fólk þurfi ekki að klifra upp í baðkar, eða aðstoðarmaðurinn þurfi ekki að bogra við verkið. Nú getur aldrað fólk ekki lengur fengið slík tæki frítt, heldur verður einstaklingurinn að kaupa þessi tæki sem geta kostað á bilinu 25-50.000 kr. Fyrri reglugerð kvað á um að væri fólk með verulega skerta færni eða verulega skert jafnvægi, þá væru kaup á baðstólum og baðbrettum styrkt 100%.Samræmingar þörf Samkvæmt nýrri reglugerð er það aðeins fólk sem er með alvarlega tiltekna sjúkdóma s.s. MS, MND, Parkinson og fleiri, sem á rétt á niðurgreiðslu á slíkum tækjum, ekki er nóg að vera orðinn 67 ára eða eldri með skerta líkamlega færni. Sama regla gildir um hækjur og stafi. Þá eru líka gerðar breytingar á reglum um gervibrjóst, stuðningshandrið og stoðir á heimili, einnota bleiur, og breytingar á bifreiðum fyrir hreyfihamlaða, svo dæmi sé tekið. Það er með ólíkindum að stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra og svo framkvæmd í ýmsum málum sem snerta þann málaflokk skuli stangast svona verulega á. Á sama tíma er kostnaðurinn við rekstur hvers hjúkrunarrýmis á öldrunarstofnun á bilinu 500-650.000 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling. Það hlýtur því að vera miklu hagstæðara fyrir ríkissjóð að styrkja fólk til að búa heima hjá sér, heldur en að fjölga hjúkrunarrýmum í það óendanlega. Frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum, hefur hún verið að draga til baka skerðingar á kjörum eldri borgara sem gerðar voru árið 2009. Nú um áramótin höfðu þær lagfæringar í för með sér að hækkun til þeirra sem eru á lægsta lífeyri hjá TR nemur um 7-8.000 kr. á mánuði. En með breytingum á reglugerð um kostnað sem Sjúkratryggingar greiða vegna aldraðra er verið að taka þær hækkanir margfalt til baka. Það er sem sé verið að taka með annarri hendinni það sem gefið var með hinni. Það er engan veginn verið að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra að þeir búi heima hjá sér svo lengi sem heilsa og geta leyfir. Þvert á móti eru framtíðarsýnin og framkvæmdin að stefna hvor í sína áttina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku gildi nýjar reglur hjá Sjúkratryggingum um greiðslu á notkun fyrir hin ýmsu hjálpartæki. Nú er það yfirlýst stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra, að stuðla að því að eldri borgarar geti búið heima hjá sér sem lengst. Og vissulega er það líka það sem flestir aldraðir vilja á meðan heilsan leyfir. En þegar heilsan bilar eða fólk fer að finna til öryggisleysis, ekki síst þeir sem búa einir, þá er gott að geta fengið sér ýmislegt sem styrkir búsetuna og hjálpar fólki til sjálfshjálpar. Þar á meðal er að fá sér öryggishnapp sem hægt er að hafa um úlnliðinn, eða í bandi um hálsinn og er til þess ætlaður að geta kallað á hjálp í ýmsum aðstæðum. Nú hafa reglur verið hertar fyrir veitingu styrkja vegna öryggishnapps. Slíka hnappa er hægt að fá t.d. hjá Securitas eða Öryggismiðstöðinni. Frá 1. janúar hefur gjaldið sem Sjúkratryggingar greiða fyrir þessa þjónustu til fyrirtækjanna lækkað úr kr 6.700 í kr. 5.500 á mánuði. Hingað til hefur notandinn greitt hjá Securitas kr. 1.350 mánaðarlega fyrir öryggishnapp, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um breytingar þar á bæ, en hækki það sem nemur lækkun hjá Sjúkratryggingum, þá er það tæplega 100% hækkun hjá notandanum.Að búa á eigin heimili sem lengst Annað skiptir líka verulegu máli fyrir þá sem vilja búa heima sem lengst og nýta sér heimaþjónustu sveitarfélags eða ríkis. Í heimilishjálp felst t.d. að hjálpa fólki við böðun. Þá þarf oft að notast við sturtustóla, baðstóla eða baðbretti til þess að fólk þurfi ekki að klifra upp í baðkar, eða aðstoðarmaðurinn þurfi ekki að bogra við verkið. Nú getur aldrað fólk ekki lengur fengið slík tæki frítt, heldur verður einstaklingurinn að kaupa þessi tæki sem geta kostað á bilinu 25-50.000 kr. Fyrri reglugerð kvað á um að væri fólk með verulega skerta færni eða verulega skert jafnvægi, þá væru kaup á baðstólum og baðbrettum styrkt 100%.Samræmingar þörf Samkvæmt nýrri reglugerð er það aðeins fólk sem er með alvarlega tiltekna sjúkdóma s.s. MS, MND, Parkinson og fleiri, sem á rétt á niðurgreiðslu á slíkum tækjum, ekki er nóg að vera orðinn 67 ára eða eldri með skerta líkamlega færni. Sama regla gildir um hækjur og stafi. Þá eru líka gerðar breytingar á reglum um gervibrjóst, stuðningshandrið og stoðir á heimili, einnota bleiur, og breytingar á bifreiðum fyrir hreyfihamlaða, svo dæmi sé tekið. Það er með ólíkindum að stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra og svo framkvæmd í ýmsum málum sem snerta þann málaflokk skuli stangast svona verulega á. Á sama tíma er kostnaðurinn við rekstur hvers hjúkrunarrýmis á öldrunarstofnun á bilinu 500-650.000 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling. Það hlýtur því að vera miklu hagstæðara fyrir ríkissjóð að styrkja fólk til að búa heima hjá sér, heldur en að fjölga hjúkrunarrýmum í það óendanlega. Frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum, hefur hún verið að draga til baka skerðingar á kjörum eldri borgara sem gerðar voru árið 2009. Nú um áramótin höfðu þær lagfæringar í för með sér að hækkun til þeirra sem eru á lægsta lífeyri hjá TR nemur um 7-8.000 kr. á mánuði. En með breytingum á reglugerð um kostnað sem Sjúkratryggingar greiða vegna aldraðra er verið að taka þær hækkanir margfalt til baka. Það er sem sé verið að taka með annarri hendinni það sem gefið var með hinni. Það er engan veginn verið að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra að þeir búi heima hjá sér svo lengi sem heilsa og geta leyfir. Þvert á móti eru framtíðarsýnin og framkvæmdin að stefna hvor í sína áttina.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar