Sigurganga Salóme Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 18. október 2014 13:00 Yrsa Roca og móðir hennar, Salóme, sem er viðfangsefni heimildarmyndar hennar. Persónuleg heimildarmynd sem Yrsa Roca Fannberg gerði um móður sína, Salóme E. Fannberg veflistakonu, var valin „Most Moving Movie“, eða sú mynd sem hreyfði mest við áhorfendum, á Szczecin-kvikmyndahátíðinni í Póllandi um liðna helgi. Áður hafði hún, fyrst íslenskra mynda, verið kosin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama hátíðinni. Að auki völdu áhorfendur hana bestu myndina á Skjaldborgarhátíðinni. Yrsa útskrifaðist sem myndlistarmaður frá listaskóla í London og hóf síðan nám í heimildarmyndagerð í Barcelona. „Eftir að ég útskrifaðist sótti ég um og fékk styrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera heimildarmyndina Salóme,“ útskýrir hún. „Mamma er veflistakona, sem hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna heldur listin í henni lífinu. Ég elti hana um allt með kvikmyndavélina í sjö mánuði árið 2010, en varð síðan að taka mér góðan tíma í eftirvinnsluna því samhliða þurfti ég að vinna fyrir mér,“ segir Yrsa, sem starfar á Elliheimilinu Grund. Við gerð myndarinnar hafði Yrsa alla þræði í hendi sér; handrit, leikstjórn, stjórn kvikmyndatöku og klippingu, sem hún vann að hluta í Barcelona. „Þótt myndin ætti fyrst og fremst að fjalla um ævi og starf mömmu varð hún bara að allt öðru og snýst frekar um samband okkar mæðgnanna, það að gera heimildarmynd og hvernig eigi að fá viðfangsefnið til að gera það sem maður vill að það geri,“ segir Yrsa. En var mamma hennar þæg? „Það kemur í ljós í myndinni,“ svarar hún. Salóme E. Fannberg, sem er afar stolt af dóttur sinni og ánægð fyrir hennar hönd, ætlar sér ekki að mæta á frumsýninguna. Hún tekur sérstaklega fram að „viðfangsefnið“ hafi ekki verið fegrað nema síður væri. „Ég er miklu betri og fallegri, að minnsta kosti innra með mér, og alls ekki svona vond, leiðinleg og mikil norn. Í myndinni er eins og ég sé alltaf að ala hana dóttur mína upp,“ segir hún. Við gerð heimildarmyndar af þessu tagi segir Yrsa nauðsynlegt að velta ýmsum siðferðisspurningum fyrir sér og meta hvort og hvaða erindi myndin eigi við aðra. Byggja þurfi upp sanngjarna heild og varast að nota efniviðinn í eigin þágu. „Það er auðvelt að gera bæði sæta og grimma mynd, jafnvægið er erfiðast. Salóme er engin uppgjörsmynd, en ég hafði mjög gaman af vinna að henni. Frá því ég var lítil hef ég aldrei varið eins miklum tíma með mömmu minni og þessa sjö mánuði fyrir fjórum árum.“ Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Persónuleg heimildarmynd sem Yrsa Roca Fannberg gerði um móður sína, Salóme E. Fannberg veflistakonu, var valin „Most Moving Movie“, eða sú mynd sem hreyfði mest við áhorfendum, á Szczecin-kvikmyndahátíðinni í Póllandi um liðna helgi. Áður hafði hún, fyrst íslenskra mynda, verið kosin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama hátíðinni. Að auki völdu áhorfendur hana bestu myndina á Skjaldborgarhátíðinni. Yrsa útskrifaðist sem myndlistarmaður frá listaskóla í London og hóf síðan nám í heimildarmyndagerð í Barcelona. „Eftir að ég útskrifaðist sótti ég um og fékk styrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera heimildarmyndina Salóme,“ útskýrir hún. „Mamma er veflistakona, sem hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna heldur listin í henni lífinu. Ég elti hana um allt með kvikmyndavélina í sjö mánuði árið 2010, en varð síðan að taka mér góðan tíma í eftirvinnsluna því samhliða þurfti ég að vinna fyrir mér,“ segir Yrsa, sem starfar á Elliheimilinu Grund. Við gerð myndarinnar hafði Yrsa alla þræði í hendi sér; handrit, leikstjórn, stjórn kvikmyndatöku og klippingu, sem hún vann að hluta í Barcelona. „Þótt myndin ætti fyrst og fremst að fjalla um ævi og starf mömmu varð hún bara að allt öðru og snýst frekar um samband okkar mæðgnanna, það að gera heimildarmynd og hvernig eigi að fá viðfangsefnið til að gera það sem maður vill að það geri,“ segir Yrsa. En var mamma hennar þæg? „Það kemur í ljós í myndinni,“ svarar hún. Salóme E. Fannberg, sem er afar stolt af dóttur sinni og ánægð fyrir hennar hönd, ætlar sér ekki að mæta á frumsýninguna. Hún tekur sérstaklega fram að „viðfangsefnið“ hafi ekki verið fegrað nema síður væri. „Ég er miklu betri og fallegri, að minnsta kosti innra með mér, og alls ekki svona vond, leiðinleg og mikil norn. Í myndinni er eins og ég sé alltaf að ala hana dóttur mína upp,“ segir hún. Við gerð heimildarmyndar af þessu tagi segir Yrsa nauðsynlegt að velta ýmsum siðferðisspurningum fyrir sér og meta hvort og hvaða erindi myndin eigi við aðra. Byggja þurfi upp sanngjarna heild og varast að nota efniviðinn í eigin þágu. „Það er auðvelt að gera bæði sæta og grimma mynd, jafnvægið er erfiðast. Salóme er engin uppgjörsmynd, en ég hafði mjög gaman af vinna að henni. Frá því ég var lítil hef ég aldrei varið eins miklum tíma með mömmu minni og þessa sjö mánuði fyrir fjórum árum.“
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira