Á að hætta snjómokstri þegar peningarnir eru búnir? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Fyrir þá sem halda að fyrirsögnin bendi til þess að hér eigi að fjalla um snjómokstur þá er það fjarri lagi. Á hinn bóginn er vert að hugsa um hvað myndi gerast ef hætt yrði að moka snjó af vegum vegna skorts á fjármagni og við sem einstaklingar kæmust ekki leiðar okkar sama hversu áríðandi erindið væri, t.d. að komast á áríðandi fundi eða til læknis. Ansi er hætt við að það færi um marga við slíka tilhugsun. Samt er það svo að í sjálfu velferðarríkinu er þjóðfélagshópur sem núna býr við þetta ástand. Enn á ný, því að þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti, standa heyrnarlausir frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að geta ekki nýtt sér sjálfsagða og nauðsynlega þjónustu eins og t.d. að leita til lækna, fara á foreldrafundi, leita til yfirvalda, fá fyrirgreiðslu hjá opinberum aðilum eins og kirkju eða stunda nám. Heyrnarlausir geta ekki nýtt sér sjálfsagða þjónustu nema með aðstoð táknmálstúlka. En þar stendur hnífurinn í kúnni því að áætlað fé til þeirrar þjónustu er uppurið og því er ekki hægt að greiða fyrir táknmálstúlkun. Eigum við að hætta að moka snjó í október og bíða þangað til fjármagn fæst á næsta fjárlagaári? Eiga heyrnarlausir að bíða það sem eftir lifir af árinu án þess að geta leitað sér hjálpar?Til skammar Ef um er að ræða annaðhvort þjóðarhagsmuni, t.d. að halda vegakerfinu opnu eða veita fé í svo kölluð gæluverkefni eins og að sjá heilum árgangi í skólakerfinu fyrir spjaldtölvum, þá virðist fjármagn finnast til þess. En það virðist ekki finnast fjármagn þegar um er að ræða að sjá litlum hópi einstaklinga fyrir grundvallar mannréttindum. Það er svo skrítið oft með stjórnmálamenn að á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu þá er svo sjálfsagt og eðlilegt að leysa mál en um leið og sama fólkið er komið í stjórn, verður allt annað uppi á teningnum. Vissulega getur það flækt málin að þarfir heyrnarlausra deilast á mörg ráðuneyti eins og heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti, sem hvert um sig þarf þá að leggja fram áætlað fjármagn til túlkaþjónustunnar. En þetta er fyrirsjáanlegt og hefði átt að vera búið að leysa þann vanda fyrir löngu. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra hvernig þeir ætla að finna varanlega lausn á túlkaþjónustu við heyrnarlausa þannig að núverandi staða komi ekki aftur upp. Það er sjálfsagt aldrei hægt að áætla raunhæfan kostnað við túlkaþjónustu heyrnarlausra en fari hann fram úr áætlun þá þarf að vera viðbúið að bæta við það sem á vantar. Þetta ástand er stjórnvöldum til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir þá sem halda að fyrirsögnin bendi til þess að hér eigi að fjalla um snjómokstur þá er það fjarri lagi. Á hinn bóginn er vert að hugsa um hvað myndi gerast ef hætt yrði að moka snjó af vegum vegna skorts á fjármagni og við sem einstaklingar kæmust ekki leiðar okkar sama hversu áríðandi erindið væri, t.d. að komast á áríðandi fundi eða til læknis. Ansi er hætt við að það færi um marga við slíka tilhugsun. Samt er það svo að í sjálfu velferðarríkinu er þjóðfélagshópur sem núna býr við þetta ástand. Enn á ný, því að þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti, standa heyrnarlausir frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að geta ekki nýtt sér sjálfsagða og nauðsynlega þjónustu eins og t.d. að leita til lækna, fara á foreldrafundi, leita til yfirvalda, fá fyrirgreiðslu hjá opinberum aðilum eins og kirkju eða stunda nám. Heyrnarlausir geta ekki nýtt sér sjálfsagða þjónustu nema með aðstoð táknmálstúlka. En þar stendur hnífurinn í kúnni því að áætlað fé til þeirrar þjónustu er uppurið og því er ekki hægt að greiða fyrir táknmálstúlkun. Eigum við að hætta að moka snjó í október og bíða þangað til fjármagn fæst á næsta fjárlagaári? Eiga heyrnarlausir að bíða það sem eftir lifir af árinu án þess að geta leitað sér hjálpar?Til skammar Ef um er að ræða annaðhvort þjóðarhagsmuni, t.d. að halda vegakerfinu opnu eða veita fé í svo kölluð gæluverkefni eins og að sjá heilum árgangi í skólakerfinu fyrir spjaldtölvum, þá virðist fjármagn finnast til þess. En það virðist ekki finnast fjármagn þegar um er að ræða að sjá litlum hópi einstaklinga fyrir grundvallar mannréttindum. Það er svo skrítið oft með stjórnmálamenn að á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu þá er svo sjálfsagt og eðlilegt að leysa mál en um leið og sama fólkið er komið í stjórn, verður allt annað uppi á teningnum. Vissulega getur það flækt málin að þarfir heyrnarlausra deilast á mörg ráðuneyti eins og heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti, sem hvert um sig þarf þá að leggja fram áætlað fjármagn til túlkaþjónustunnar. En þetta er fyrirsjáanlegt og hefði átt að vera búið að leysa þann vanda fyrir löngu. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra hvernig þeir ætla að finna varanlega lausn á túlkaþjónustu við heyrnarlausa þannig að núverandi staða komi ekki aftur upp. Það er sjálfsagt aldrei hægt að áætla raunhæfan kostnað við túlkaþjónustu heyrnarlausra en fari hann fram úr áætlun þá þarf að vera viðbúið að bæta við það sem á vantar. Þetta ástand er stjórnvöldum til skammar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar