Lífið

53 ára og komin með fyrsta kærastann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Söngkonan Susan Boyle er komin með kærasta. Susan er 53 ára og hefur aldrei verið við karlmann kennd.

Susan segir frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun að hún sé byrjuð með bandarískum lækni. Hún segir að þau hafi kynnst á lúxushóteli í Flórída en séu nú í fjarsambandi og að læknirinn ætli að heimsækja hana í Skotlandi.

„Þetta er nýtt af nálinni en við elskum að vera í kringum hvort annað. Við spjölluðum á hótelinu og mér fannst hann vera vinalegur. Hann var ekki aðdáandi en vissi hver ég var. Hann bauð mér í hádegismat næsta dag, við spjölluðum og töluðum um fullt af hlutum, þar á meðal frama okkar,“ segir Susan í viðtali við The Sun.

„Hann var algjör herramaður og borgaði reikninginn. Eftir matinn skiptumst við á tengiliðaupplýsingum. Hann kyssti mig á kinnina þegar við kvöddumst,“ bætir hún við.

Susan vill ekki segja mikið um manninn en segir að þau séu á svipuðum aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.