„Grafa upp drauma sína og þrár sem oft á tíðum hafa verið lokaðir inni“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2014 11:08 myndir/einkasafn Sigrún Lilja í Gyðju Collection hélt nýverið til Balí með hópi íslenskra kvenna. Þar hélt hún námskeið, ásamt vinkonu sinni, lífskúnstnernum og þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur sem býr í paradísinni Ubud. Námskeiðið hét Empower Women og var markmið þess að auka sjálfstraust þeirra kvenna sem það sóttu og byggja þær upp. „Þessi ferð var algjörlega yfirnáttúruleg og í raun er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað maður fékk að sjá mikið og upplifa og breytingarnar sem við Guðbjörg Ósk horfðum á konurnar okkar ganga í gegnum, skref fyrir skref, dag eftir dag,“ segir Sigrún. „Þetta er eiginlega algjörlega ótrúlegt að upplifa og eitthvað sem maður þarf að vera á staðnum til að sjá með berum augum,“ bætir hún við.Hressar konur á Balí.Sumar mættu brotnar eftir áföll Hún segir að alls konar konur hafi komið á námskeiðið. „Þarna voru yndislegar konur sem mættu með það að markmiði að auka sjálfstraustið, byggja sig upp og fá tækifæri til að láta drauma sína rætast sem hafa jafnvel verið faldir eða gleymdir í tugi ára og voru dregnir uppá yfirborðið í vinnunni sem við vorum í. Svo voru aðrar dásamlegar sálir sem mættu tættar og jafnvel brotnar á staðinn eftir áföll og erfiða tíma í leit að allsherjar uppbyggingu og voru svo farnar að lýsa upp eyjuna í bókstaflegri merkingu eftir örfáa daga. Á síðasta degi voru þær orðnar sjálflýsandi og glóandi í myrkri allar sem ein,“ segir Sigrún, enn í skýjunum eftir ferðina. „Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að vera partur af þessu ólýsanlega ferðalagi og miklu endurreisn sem þessar mögnuðu konur hófu þarna á þessum einstaka stað sem má einna helst líkja við himnaríki á jörðu.“Guðbjörg stjórnar jógatíma.Byrjuðu hvern dag á hugleiðslu Sigrún segir að ferðin til Balí hafi verið andlegt ferðalag með það að markmiði að konur byggi upp sjálfstraustið, setji sér markmið, fullmóti drauma sína og fái öll þau tæki og tól sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. „Konurnar koma til að kynnast sjálfum sér, grafa upp drauma sína og þrár sem oft á tíðum hafa verið lokaðir inni eða faldir í áraraðir eða hreinlega til að víkka út sjóndeildarhringinn og fá splunkunýjar hugmyndir. Þær byggja einnig upp sjálfstraustið, læra að fylgja hjarta sínu og elska sig til fulls,“ segir hún og bætir við að hver dagur hafi byrjað á svipaðan hátt. „Við byrjuðum hvern morgun á hugleiðslu og jóga í sólarupprás sem er algjörlega guðdómleg byrjun á deginum. Svo var farið í himneskan, balískan morgunverð áður en vinnan og fyrirlestrarnir hófust.“Guðbjörg og Sigrún veita þátttakanda á námskeiðinu viðurkenningu.Með náðargáfu Eitt af markmiðum Sigrúnar Lilju er að hvetja konur til dáða að fylgja draumum sínum og láta til sín taka og byrjaði hún með námskeiðin Konur til Athafna í upphafi ársins 2013 með það að leiðarljósi. Fyrirlestrar Sigrúnar Lilju byggjast mikið á námskeiðinu hennar Konur til Athafna, þar sem hún kennir konum aðferðir til að koma draumum sínum og hugmyndum í framkvæmd, kennir þeim að markaðssetja sig sjálfar og selja sínar hugmyndir. Guðbjörg Ósk fluttist til Balí í mars á þessu ári og starfar sem lífskúnstner og þerapisti með einstaka meðferð sem kallast Lærðu að Elska sjálfa þig, en hún er fyrst á Íslandi með skipulagða meðferð sem byggir á þessum einstöku fræðum.Balískur morgunverður.„Guðbjörg Ósk er með náðargáfu. Hún er megnug um ótrúlega hluti og meðferðin sem hún þróaði sjálf, Lærðu að Elska sjálfa þig, er undratæki til að bæta líf fólks. Líf fólks sem kemur til hennar tekur stakkaskiptum strax í fyrsta tíma. Þetta var því algjörlega fullkomin blanda hjá okkur að skapa saman allsherjar uppbyggingar „retreat“ fyrir konur þar sem unnið er frá grunni með það að markmiði að fylla líf þeirra af hamingju, gleði, ást á sjálfum sér og öðrum,“ segir Sigrún um vinkonu sína.Fleiri námskeið á næsta ári Sigrún segir að viðbrögðin eftir námskeiðið hafi ekki látið á sér standa og að hópurinn sem fór á þetta fyrsta námskeið sé hæstánægður með dvölina á Balí. Hún segir að hún sé nú þegar farin að bóka konur á næstu námskeið sem verða í apríl og maí á næsta ári. Í apríl verður námskeiðið á ensku en í maí á íslensku. „Að dvelja í þessu stórbrotna umhverfi og vera í sjálfsuppbygginu sem þessari er eitthvað sem er algjörlega stórfengleg upplifun sem ekki er hægt að upplifa annars staðar þar sem alveg einstök orka umlykur Bali og fólkið þar er virkilega hamingjusamt og geislar af þakklæti. Maður mætti fólki með brosi á vör frá morgni til kvölds alla daga. Veðurfarið og náttúrufegurðin er líka alveg einstök,“ segir Sigrún. Hægt er að kynna sér námskeiðin betur á Facebook.Sigrún Lilja naut sín á Balí. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Sigrún Lilja í Gyðju Collection hélt nýverið til Balí með hópi íslenskra kvenna. Þar hélt hún námskeið, ásamt vinkonu sinni, lífskúnstnernum og þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur sem býr í paradísinni Ubud. Námskeiðið hét Empower Women og var markmið þess að auka sjálfstraust þeirra kvenna sem það sóttu og byggja þær upp. „Þessi ferð var algjörlega yfirnáttúruleg og í raun er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað maður fékk að sjá mikið og upplifa og breytingarnar sem við Guðbjörg Ósk horfðum á konurnar okkar ganga í gegnum, skref fyrir skref, dag eftir dag,“ segir Sigrún. „Þetta er eiginlega algjörlega ótrúlegt að upplifa og eitthvað sem maður þarf að vera á staðnum til að sjá með berum augum,“ bætir hún við.Hressar konur á Balí.Sumar mættu brotnar eftir áföll Hún segir að alls konar konur hafi komið á námskeiðið. „Þarna voru yndislegar konur sem mættu með það að markmiði að auka sjálfstraustið, byggja sig upp og fá tækifæri til að láta drauma sína rætast sem hafa jafnvel verið faldir eða gleymdir í tugi ára og voru dregnir uppá yfirborðið í vinnunni sem við vorum í. Svo voru aðrar dásamlegar sálir sem mættu tættar og jafnvel brotnar á staðinn eftir áföll og erfiða tíma í leit að allsherjar uppbyggingu og voru svo farnar að lýsa upp eyjuna í bókstaflegri merkingu eftir örfáa daga. Á síðasta degi voru þær orðnar sjálflýsandi og glóandi í myrkri allar sem ein,“ segir Sigrún, enn í skýjunum eftir ferðina. „Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að vera partur af þessu ólýsanlega ferðalagi og miklu endurreisn sem þessar mögnuðu konur hófu þarna á þessum einstaka stað sem má einna helst líkja við himnaríki á jörðu.“Guðbjörg stjórnar jógatíma.Byrjuðu hvern dag á hugleiðslu Sigrún segir að ferðin til Balí hafi verið andlegt ferðalag með það að markmiði að konur byggi upp sjálfstraustið, setji sér markmið, fullmóti drauma sína og fái öll þau tæki og tól sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. „Konurnar koma til að kynnast sjálfum sér, grafa upp drauma sína og þrár sem oft á tíðum hafa verið lokaðir inni eða faldir í áraraðir eða hreinlega til að víkka út sjóndeildarhringinn og fá splunkunýjar hugmyndir. Þær byggja einnig upp sjálfstraustið, læra að fylgja hjarta sínu og elska sig til fulls,“ segir hún og bætir við að hver dagur hafi byrjað á svipaðan hátt. „Við byrjuðum hvern morgun á hugleiðslu og jóga í sólarupprás sem er algjörlega guðdómleg byrjun á deginum. Svo var farið í himneskan, balískan morgunverð áður en vinnan og fyrirlestrarnir hófust.“Guðbjörg og Sigrún veita þátttakanda á námskeiðinu viðurkenningu.Með náðargáfu Eitt af markmiðum Sigrúnar Lilju er að hvetja konur til dáða að fylgja draumum sínum og láta til sín taka og byrjaði hún með námskeiðin Konur til Athafna í upphafi ársins 2013 með það að leiðarljósi. Fyrirlestrar Sigrúnar Lilju byggjast mikið á námskeiðinu hennar Konur til Athafna, þar sem hún kennir konum aðferðir til að koma draumum sínum og hugmyndum í framkvæmd, kennir þeim að markaðssetja sig sjálfar og selja sínar hugmyndir. Guðbjörg Ósk fluttist til Balí í mars á þessu ári og starfar sem lífskúnstner og þerapisti með einstaka meðferð sem kallast Lærðu að Elska sjálfa þig, en hún er fyrst á Íslandi með skipulagða meðferð sem byggir á þessum einstöku fræðum.Balískur morgunverður.„Guðbjörg Ósk er með náðargáfu. Hún er megnug um ótrúlega hluti og meðferðin sem hún þróaði sjálf, Lærðu að Elska sjálfa þig, er undratæki til að bæta líf fólks. Líf fólks sem kemur til hennar tekur stakkaskiptum strax í fyrsta tíma. Þetta var því algjörlega fullkomin blanda hjá okkur að skapa saman allsherjar uppbyggingar „retreat“ fyrir konur þar sem unnið er frá grunni með það að markmiði að fylla líf þeirra af hamingju, gleði, ást á sjálfum sér og öðrum,“ segir Sigrún um vinkonu sína.Fleiri námskeið á næsta ári Sigrún segir að viðbrögðin eftir námskeiðið hafi ekki látið á sér standa og að hópurinn sem fór á þetta fyrsta námskeið sé hæstánægður með dvölina á Balí. Hún segir að hún sé nú þegar farin að bóka konur á næstu námskeið sem verða í apríl og maí á næsta ári. Í apríl verður námskeiðið á ensku en í maí á íslensku. „Að dvelja í þessu stórbrotna umhverfi og vera í sjálfsuppbygginu sem þessari er eitthvað sem er algjörlega stórfengleg upplifun sem ekki er hægt að upplifa annars staðar þar sem alveg einstök orka umlykur Bali og fólkið þar er virkilega hamingjusamt og geislar af þakklæti. Maður mætti fólki með brosi á vör frá morgni til kvölds alla daga. Veðurfarið og náttúrufegurðin er líka alveg einstök,“ segir Sigrún. Hægt er að kynna sér námskeiðin betur á Facebook.Sigrún Lilja naut sín á Balí.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira