Staðsetning nýja Landspítalans Guðjón Sigurbjartsson skrifar 1. desember 2014 15:59 Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar