Staðsetning nýja Landspítalans Guðjón Sigurbjartsson skrifar 1. desember 2014 15:59 Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun