Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að horni Barónstígs og Grettisgötu síðdegis í gær. Voru tveir handteknir í aðgerðum lögreglunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um innbrot í íbúð við Grettisgötu eftir hádegi í gær. Var um eftirlýsta menn að ræða sem áttu eftir að ljúka afplánun auk þess sem þeir áttu eftir að greiða sektir. Þriðji maðurinn sem lögregla hafði hendur í hári var drengur sem fluttur var á Stuðla.
Vísir greindi fyrst frá aðgerðum lögreglu í gær sem vöktu mikla athygli vegfarenda. Voru sumir með símana á lofti og gerðu lögreglumenn tilraun til þess að meina fólki að taka myndir og myndbönd.
Tveir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu

Tengdar fréttir

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í miðbænum
Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að horni Barónstígs og Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur um þrjúleytið í dag. Alls voru fjórir lögreglubílar og fjögur mótorhjól á staðnum, auk sérsveitarmanna.