Innlent

Björt framtíð reynir að elta vinsældir sínar

Pólitískt landslag Ísafjarðarbæjar gæti breyst í komandi kosningum
Pólitískt landslag Ísafjarðarbæjar gæti breyst í komandi kosningum Vísir/Pjetur
Björt Framtíð á Ísafirði ætlar sér að reyna að koma saman framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Fyrir nokkrum dögum taldi Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, það afar ólíklegt að flokkurinn myndi tefla fram lista á Ísafirði.

Þá höfðu verið uppi hugmyndir um að framboðið myndi setja saman lista. Þær hugmyndir hafi síðan ekki orðið að veruleika, erfiðlega hafi gengið að reyna að manna hugsanlegan framboðslista.

Á laugardaginn birtist skoðanakönnun í Fréttablaðinu þess efnis að flokkurinn mælist með ríflega 18% fylgi og tvo menn kjörna í bæjarstjórn án þess að vera búin að koma fram lista.

Yrðu þetta niðurstöður kosninganna í maí væri meirinluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn í bænum. Í listinn og Björt framtíð gætu myndað fimm manna meirihluta gegn fjórum mönnum núverandi meirihluta.

Könnun á Ísafirði sýndi BF í góðri stöðu
Björt framtíð á Ísafirði sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem kemur fram þakklæti yfir þeim stuðningi sem framboðið kynni að fá ef það byði fram. Í ljósi stuðningsins væri óskað eftir aðstoð við næstu skref svo framboðið geti orðið að möguleika.

Ljóst er að ef Björt framtíð ætlar sér að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga á Ísafirði í lok mánaðar, verður framboðið að hafa snör handtök. Framboðsfresturinn rennur út á laugardaginn, þann 10. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×