Lífið

Því blautari, því betri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Usher er búinn að setja fyrstu smáskífuna af nýrri plötu á netið og heitir lagið einfaldlega Good Kisser.

„Koss er allt. Maður getur alltaf fundið hvort það sé eitthvað frábært við manneskju eftir því hvernig hún kyssir. Ef fólk er lélegt að kyssa hugsar maður: Þetta á ekki eftir að ganga,“ segir Usher um mikilvægi kossa. En hvað finnst honum þá vera hinn fullkomni koss?

„Því blautari, því betri. En hann verður að vera rafmagnaður frá fyrstu snertingu - þá veit maður að þetta er ótrúlega gott.“

Þá er hann hrifinn af varalit.

„Mér finnst varalitur mikilvægur. Ég elska konu með fallegan varalit.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.