Lífið

Yrti ekki á fyrrverandi í veislunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jessica og Eric og Candice og Tony.
Jessica og Eric og Candice og Tony.
Söngkonan Jessica Simpson lét sig ekki vanta á árlegan kvöldverð fréttamanna í Washington-borg á laugardagskvöldið. Íþróttamaðurinn Tony Romo var líka meðal gesta en þau Jessica voru kærustupar á árunum 2007 til 2009. 

Jessica og Tony töluðu ekkert saman á viðburðinum samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly en Tony var í teitinu með eiginkonu sinni til næstum því þriggja ára, Candice Crawford. Þau eiga saman tvö börn, Hawkins, tveggja ára og Rivers sem fæddist í mars á þessu ári.

Jessica mætti í boðið með unnusta sínum Eric Johnson en þau trúlofuðu sig í nóvember árið 2010. Þau eiga tvö börn saman, Maxwell, tveggja ára, og Ace, ellefu mánaða. Þau hafa í hyggju að gifta sig í Los Angeles seinna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.