Taugatitringur innan Isavia og nýgerður samningur í hættu Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2014 19:04 Mikil reiði er meðal starfsmanna Ísavia eftir að vinnustundir í verkfalli voru dregnar frá launum þeirra um mánaðamótin, einnig af þeim starfsmönnum sem sem voru í vaktafríi. Jafnvel er talin hætta á að nýgerðir kjarasamningar verði felldir vegna þessa. Isavía ber fyrir sig dómafordæmi í málinu. Samkvæmt þeim kjarasamningi sem þrjú stéttarfélög skrifuðu undir við Ísavia á dögunum og greiða á atkvæði um næst komandi föstudag fram til þriðjudags í næstu viku, áttu allir starfsmenn Ísavia allir að fá hundrað þúsund króna eingreiðslu. Þeim brá hins vegar mörgum í brún þegar þei sáu launaseðilinn þessi mánaðamótin og því búið var að draga frá laununum laun fyrir þann tíma sem verkfallið stóð yfir. Stéttarfélögin þrjú stóðu fyrir þremur fimm klukkustunda löngum vinnustöðvunum á meðan á aðgerðunum stóð. Það varð hins vegar lítið út hundrað þúsund króna eingreiðslunni þegar búið að taka af henni skatt og allt að um 30 þúsund krónur vegna vinnustöðvananna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einnig dregið af þeim sem vegna vakta áttu ekki að vinna sem og af þeim sem unnu á undanþágu, svo sem eins og í flugstjórnarmiðstöðinni. En verkalýðsfélögin stöðvuðu ekki starfsemi þar, sem skiptir Ísavia miklu máli vegna alls yfirflugs á flugstjórnarsvæðinu. Talsmaður Ísavia segir þetta hins vegar ekki rétt. Ekki hafi verið dregið af þeim sem unnu á undanþágu. Hins vegar sé það algilt að laun séu dregin af fólki vegna vinnustöðvana. „Ég hefði viljað að haft hefði verið meira samráð við félagið. Við erum að reyna að vinna að lausn þessa máls með samtölum við yfirmenn Ísavia og eigum við ekki að vona að okkur takist það,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Starfsmenn hafa haft samband við fréttastofuna og formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að fjölmargir starfsmenn hafi einnig haft samband við félagið. Starfsmenn tala jafnvel um að fella kjarasamninginn vegna þessa. „Ég hef sagt það áður og stend við það að ég hefði ekki skrifað undir samning sem ég er ekki sáttur við. Við gerðum kannski ekki ráð fyrir svona utanaðkomandi atburðum í þessu. En eigium við ekki að vona að við leysum þetta á diplómatískan hátt,“ segir Kristján. Atkvæðagreiðsla um samningana hefst eftir fjóra daga og á að ljúka hinn 6. maí. Óttast þú að ef ekkert verður gert til að laga þetta að reiði starfsmanna verði svo mikil að samningarnir kunni að verða felldir út af þessu? „Það væri náttúrlega mjög leitt – og afskaplega mikil ábyrgð sem fylgir í rauninni að gera kjarasamning og framfylgja honum,“ segir Kristján. Vonandi breytist staðan eftir fundi með Ísavia, en hann kannast við að það sé gremja meðal starfsmanna. „Já, já, ég hef heyrt í fjölmörgum starfsmönnum,“ segir formaður Félags flugmálastarfsmanna. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Mikil reiði er meðal starfsmanna Ísavia eftir að vinnustundir í verkfalli voru dregnar frá launum þeirra um mánaðamótin, einnig af þeim starfsmönnum sem sem voru í vaktafríi. Jafnvel er talin hætta á að nýgerðir kjarasamningar verði felldir vegna þessa. Isavía ber fyrir sig dómafordæmi í málinu. Samkvæmt þeim kjarasamningi sem þrjú stéttarfélög skrifuðu undir við Ísavia á dögunum og greiða á atkvæði um næst komandi föstudag fram til þriðjudags í næstu viku, áttu allir starfsmenn Ísavia allir að fá hundrað þúsund króna eingreiðslu. Þeim brá hins vegar mörgum í brún þegar þei sáu launaseðilinn þessi mánaðamótin og því búið var að draga frá laununum laun fyrir þann tíma sem verkfallið stóð yfir. Stéttarfélögin þrjú stóðu fyrir þremur fimm klukkustunda löngum vinnustöðvunum á meðan á aðgerðunum stóð. Það varð hins vegar lítið út hundrað þúsund króna eingreiðslunni þegar búið að taka af henni skatt og allt að um 30 þúsund krónur vegna vinnustöðvananna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einnig dregið af þeim sem vegna vakta áttu ekki að vinna sem og af þeim sem unnu á undanþágu, svo sem eins og í flugstjórnarmiðstöðinni. En verkalýðsfélögin stöðvuðu ekki starfsemi þar, sem skiptir Ísavia miklu máli vegna alls yfirflugs á flugstjórnarsvæðinu. Talsmaður Ísavia segir þetta hins vegar ekki rétt. Ekki hafi verið dregið af þeim sem unnu á undanþágu. Hins vegar sé það algilt að laun séu dregin af fólki vegna vinnustöðvana. „Ég hefði viljað að haft hefði verið meira samráð við félagið. Við erum að reyna að vinna að lausn þessa máls með samtölum við yfirmenn Ísavia og eigum við ekki að vona að okkur takist það,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Starfsmenn hafa haft samband við fréttastofuna og formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að fjölmargir starfsmenn hafi einnig haft samband við félagið. Starfsmenn tala jafnvel um að fella kjarasamninginn vegna þessa. „Ég hef sagt það áður og stend við það að ég hefði ekki skrifað undir samning sem ég er ekki sáttur við. Við gerðum kannski ekki ráð fyrir svona utanaðkomandi atburðum í þessu. En eigium við ekki að vona að við leysum þetta á diplómatískan hátt,“ segir Kristján. Atkvæðagreiðsla um samningana hefst eftir fjóra daga og á að ljúka hinn 6. maí. Óttast þú að ef ekkert verður gert til að laga þetta að reiði starfsmanna verði svo mikil að samningarnir kunni að verða felldir út af þessu? „Það væri náttúrlega mjög leitt – og afskaplega mikil ábyrgð sem fylgir í rauninni að gera kjarasamning og framfylgja honum,“ segir Kristján. Vonandi breytist staðan eftir fundi með Ísavia, en hann kannast við að það sé gremja meðal starfsmanna. „Já, já, ég hef heyrt í fjölmörgum starfsmönnum,“ segir formaður Félags flugmálastarfsmanna.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira