Fjandinn laus? Skúli Thoroddsen skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Staðan á íslenskum vinnumarkaði kemur ekki á óvart. Kaupmáttarskerðingin tekur í. Þolinmæði margra er þrotin. Þeir sem kusu gegn nýgerðum kjarasamningi hafa annaðhvort ekki haft trú á því tækifæri sem hann átti að skapa eða höfðu ekki vilja til að taka sameiginlega í árarnar inn í stöðugleika og framfarir, eins og boðað var. Kannski var það glappaskot að sleppa þessu tækifæri. Kannski var vitlaust gefið. Íslenska krónan, sem leikið hefur dapurlegt hlutverk í kjaraskerðingum launafólks í heila öld, er enn í öndvegi. Engin áform eru um að farga því tæki. Engin áform eru um að þjóðin eigi kost á varanlegum stöðugleika og nýjum tækifærum. Kjaraumhverfið er ekki trúverðugt, endurreisn efnahagslífsins stendur á sér, étið sjálfir ykkar kauphækkanir, segir fólkið. Stéttarfélög sem felldu samningana standa frammi fyrir því að þurfa að semja ein fyrir sína félagsmenn. Félög á mestu láglaunasvæðum landsins hafa ætíð notið góðs af samfloti við stærstu félögin innan ASÍ. Nú reynir á þau sjálf að spjara sig. Hætt er við að heldur miði afturábak en áfram í þeim slag, því miður. Þolinmæði þarf til að ná sáttum um kjaraumhverfið. Annars eru líkur á því að við hjökkum í sömu láglaunasporunum. Okkar menntaðasta fólk flyst brott, yfirgefur kotsamfélagið handa okkur hinum til að þrátta í. Vandinn sem við er að etja á sér aðdraganda í hruninu og í lokuðu hagkerfi krónunnar. Gengi hennar mun ekki standa af sér 10 -15% launahækkun fyrir alla. Hefðbundin víxlverkun gengis, launa og verðlags fer af stað með þekktum afleiðingum verðbólgu og kjaraskerðinga. Leið hóflegra launahækkana sem byggir á aukinni framleiðni, líkt og annars staðar á Norðurlöndunum, virðist vera eina færa leiðin til að bæta lífskjör smátt og smátt, ár eftir ár. Þannig muni kaupmáttur launa vaxa umtalsvert. Sú leið er einungis fær, ef um hana verður sátt. Slíka sátt þurfa aðilar vinnumarkaðarins að sammælast um, einnig BSRB og BHM.Hringavitleysa Í kjarasamningum eftir hrun tókst að verja kaupmátt hinna lægst launuðu. Um það var sátt þótt svigrúm væri lítið. Bent er á að kjarasamningar ASÍ-félaga séu ekki boðlegir. Sérhæfður fiskvinnslumaður hafi 220 þús. krónur í mánaðarlaun eftir taxta. Heildarlaun starfsfólks í fiskvinnslu eru hins vegar um 360 þús. krónur á mánuði. Meðallaun samkvæmt kjarakönnun Eflingar og flóafélaganna eru 357 þús. krónur á mánuði, þar af voru 31% með meira en 400 þús. krónur, en ekki 210 til 250 þús. eins og strípaður taxtinn segir til um, þó víst finnist fólk á svo lágum launum. Úr því verður að bæta. Heildarlaun byggja m.a. á yfirvinnu, með 80% álagi á dagvinnukaup, vaktaálögum og öðrum kaupaukum. Íslendingar skila um fjórðungi lengri vinnutíma en þekkist á Norðurlöndum. Þar er yfirvinnu- og vaktaálög í engu samræmi við það sem hér gerist og yfirvinna fátíð. Standi vilji til þess að koma til móts við láglaunafólk á strípuðum launum, mætti hækka grunntaxta, en lækka yfirvinnu- og önnur álög í staðinn, þannig að t.d. 10-15% hækkun grunntaxta leiði einungis til um 3% hækkunar heildarlauna yfir tilteknu lágmarki, svo dæmi sé tekið, þannig að kjarabætur í heild raski ekki stöðugleika. Slík nálgun yrði áfangi að því marki að dagvinnulaun dygðu til framfærslu og settu aukna framleiðnikröfu á atvinnurekendur. Í Finnlandi var svigrúm til launahækkana um 3,5% fyrir nokkrum árum. Finnska verkalýðshreyfingin var sammála um að tilteknir hópar hefðu dregist aftur úr. Þessir hópar fengju þess vegna meira en aðrir á kostnað heildarinnar, enda raskaði það ekki heildarsvigrúmi til launahækkana fyrir alla. Félagar BHM og kennarar hafa dregist aftur úr öðrum. Þeir hópar eiga samleið með láglaunahópunum innan ASÍ. Þeir þurfa meiri hækkanir en aðrir. Það þarf að gerast á kostnað heildarinnar þannig að það raski ekki grundvallarmarkmiði um kaupmáttaraukningu allra, innan ramma þess svigrúms sem er. Gangi það ekki eftir heldur hringavitleysan áfram á kostnað allra. Þá er fjandinn laus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staðan á íslenskum vinnumarkaði kemur ekki á óvart. Kaupmáttarskerðingin tekur í. Þolinmæði margra er þrotin. Þeir sem kusu gegn nýgerðum kjarasamningi hafa annaðhvort ekki haft trú á því tækifæri sem hann átti að skapa eða höfðu ekki vilja til að taka sameiginlega í árarnar inn í stöðugleika og framfarir, eins og boðað var. Kannski var það glappaskot að sleppa þessu tækifæri. Kannski var vitlaust gefið. Íslenska krónan, sem leikið hefur dapurlegt hlutverk í kjaraskerðingum launafólks í heila öld, er enn í öndvegi. Engin áform eru um að farga því tæki. Engin áform eru um að þjóðin eigi kost á varanlegum stöðugleika og nýjum tækifærum. Kjaraumhverfið er ekki trúverðugt, endurreisn efnahagslífsins stendur á sér, étið sjálfir ykkar kauphækkanir, segir fólkið. Stéttarfélög sem felldu samningana standa frammi fyrir því að þurfa að semja ein fyrir sína félagsmenn. Félög á mestu láglaunasvæðum landsins hafa ætíð notið góðs af samfloti við stærstu félögin innan ASÍ. Nú reynir á þau sjálf að spjara sig. Hætt er við að heldur miði afturábak en áfram í þeim slag, því miður. Þolinmæði þarf til að ná sáttum um kjaraumhverfið. Annars eru líkur á því að við hjökkum í sömu láglaunasporunum. Okkar menntaðasta fólk flyst brott, yfirgefur kotsamfélagið handa okkur hinum til að þrátta í. Vandinn sem við er að etja á sér aðdraganda í hruninu og í lokuðu hagkerfi krónunnar. Gengi hennar mun ekki standa af sér 10 -15% launahækkun fyrir alla. Hefðbundin víxlverkun gengis, launa og verðlags fer af stað með þekktum afleiðingum verðbólgu og kjaraskerðinga. Leið hóflegra launahækkana sem byggir á aukinni framleiðni, líkt og annars staðar á Norðurlöndunum, virðist vera eina færa leiðin til að bæta lífskjör smátt og smátt, ár eftir ár. Þannig muni kaupmáttur launa vaxa umtalsvert. Sú leið er einungis fær, ef um hana verður sátt. Slíka sátt þurfa aðilar vinnumarkaðarins að sammælast um, einnig BSRB og BHM.Hringavitleysa Í kjarasamningum eftir hrun tókst að verja kaupmátt hinna lægst launuðu. Um það var sátt þótt svigrúm væri lítið. Bent er á að kjarasamningar ASÍ-félaga séu ekki boðlegir. Sérhæfður fiskvinnslumaður hafi 220 þús. krónur í mánaðarlaun eftir taxta. Heildarlaun starfsfólks í fiskvinnslu eru hins vegar um 360 þús. krónur á mánuði. Meðallaun samkvæmt kjarakönnun Eflingar og flóafélaganna eru 357 þús. krónur á mánuði, þar af voru 31% með meira en 400 þús. krónur, en ekki 210 til 250 þús. eins og strípaður taxtinn segir til um, þó víst finnist fólk á svo lágum launum. Úr því verður að bæta. Heildarlaun byggja m.a. á yfirvinnu, með 80% álagi á dagvinnukaup, vaktaálögum og öðrum kaupaukum. Íslendingar skila um fjórðungi lengri vinnutíma en þekkist á Norðurlöndum. Þar er yfirvinnu- og vaktaálög í engu samræmi við það sem hér gerist og yfirvinna fátíð. Standi vilji til þess að koma til móts við láglaunafólk á strípuðum launum, mætti hækka grunntaxta, en lækka yfirvinnu- og önnur álög í staðinn, þannig að t.d. 10-15% hækkun grunntaxta leiði einungis til um 3% hækkunar heildarlauna yfir tilteknu lágmarki, svo dæmi sé tekið, þannig að kjarabætur í heild raski ekki stöðugleika. Slík nálgun yrði áfangi að því marki að dagvinnulaun dygðu til framfærslu og settu aukna framleiðnikröfu á atvinnurekendur. Í Finnlandi var svigrúm til launahækkana um 3,5% fyrir nokkrum árum. Finnska verkalýðshreyfingin var sammála um að tilteknir hópar hefðu dregist aftur úr. Þessir hópar fengju þess vegna meira en aðrir á kostnað heildarinnar, enda raskaði það ekki heildarsvigrúmi til launahækkana fyrir alla. Félagar BHM og kennarar hafa dregist aftur úr öðrum. Þeir hópar eiga samleið með láglaunahópunum innan ASÍ. Þeir þurfa meiri hækkanir en aðrir. Það þarf að gerast á kostnað heildarinnar þannig að það raski ekki grundvallarmarkmiði um kaupmáttaraukningu allra, innan ramma þess svigrúms sem er. Gangi það ekki eftir heldur hringavitleysan áfram á kostnað allra. Þá er fjandinn laus.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun