Björt framtíð fyrir unga og gamla Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar 25. maí 2014 15:21 Við sem eldri erum eigum flest börn og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn og hagur þeirra skiptir flest okkar jafn miklu, eða ennþá meira máli en okkar eigin hagur. Ef þeim líður vel líður okkur líka vel, eða a.m.k. miklu betur. Já, ef börnin fá þá þjónustu sem þau þurfa í skólanum og eru ánægð þar verður verkurinn í mjöðminni bærilegri og andvökunæturnar ekki eins margar. Leikskólinn, grunnskólinn, tómstundastarfið fyrir börnin og almenn lífskjör barnafjölskyldna eru okkur því mikið hjartans mál. Ég ákvað að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi vegna þess að mér þykir nálgun þeirra á umræðu og ákvarðanir í stjórnmálum svo góð og áhugaverð. Mér þykir orðið mikilvægara að leita sameiginlegra lausna og að kunna að meta það sem vel er gert, jafnvel þótt aðrir hafi unnið verkið, frekar en að standa í endalausu þrasi og flokkadráttum eins og of oft hefur verið aðferðin í pólitíkinni. Þegar við eldumst þurfum við þó yfirleitt meira á tiltekinni opinberri þjónustu að halda en þeir sem ungir eru og þá förum við flest að velta meira fyrir okkur heilbrigðisþjónustunni en við gerðum þegar við vorum ung og fannst þá að við yrðum ævinlega þannig og eiginlega bara eilíf og ódauðleg. Þegar árunum fjölgar förum við líka að gefa því meiri gaum hvernig þjónustu samfélagið veitir eldri borgurum í húsnæðismálum og heimaþjónustan fer þá líka að skipta okkur mörg hver töluverðu máli. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur eldri borgara að sveitarstjórnafólk hafi áhuga á málefnum sem varða okkur miklu og hafi einlægan vilja til að gera vel í þeim. Það hefur margt verið vel gert í málefnum eldri borgara á Akranesi á undanförnum árum. Ákvörðunin um húsnæði fyrir Félag eldri borgara var t.d. ánægjulegur áfangi á þeirri leið að skapa eldri borgurum góðan vettvang fyrir félagsstarf. Lífsreynslan hefur þó kennt okkur sem eldri erum að það er fátt tryggt í heiminum og góðir hlutir fást sjaldan án þess að hart sé unnið fyrir þeim. Við þurfum því að vera vakandi og hvetja áfram til framfara og metnaðar í þeim málum sem varða eldri borgara sérstaklega og líka að vera á verði gagnvart hugsanlegri afturför í þeim málum. Hér erum við alls ekki einungis að hugsa um eigin hag, heldur líka og ekki síður hag barnanna okkar og barnabarna og barnanna þeirra. Þau munu nefnilega einnig, eins og við, verða fullorðin og gömul þó að þau trúi því varla nú, eða leiði a.m.k. hugann ekki mikið að því frekar en við gerðum í gamla daga. Það er því skylda okkar sem eldri erum að gera það sem við getum til að móta og þróa samfélag sem veitir okkur og mun veita þeim góða þjónustu þegar þau eldast og þurfa á ýmiskonar þjónustu að halda sem ungt fólk hugsar yfirleitt lítið um og þarf sem betur fer sjaldan á að halda. Við þurfum að beita okkur saman fyrir því að þeir sem teljast vera eldri borgarar eða bara aldraðir fái fjölbreytileg tækifæri til að vera virkir í samfélaginu og geti tekið þátt í margbreytilegu félagslífi. Að sem flestir finni eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi að fást við. Virkni og félagsleg þátttaka er mjög oft besta meðalið til að halda í lífsgleðina og til að bæta heilsuna, andlega og líkamlega. Við þurfum að passa upp á að við skipulag útivistarsvæða og aðstöðu til íþrótta í bænum sé litið til þarfa eldri borgara sem þurfa á útivist og hreyfingu að halda og kunna að meta hana þó að þeir séu kannski svolítið farnir að linast í langhlaupum og lyftingum. Þegar maður eldist fara trimmgöngur t.d. oft að snúast um hversu langt er í bekk til að setjast aðeins á eða í salerni til að létta á sér. Við þurfum að þrýsta á um að eldri borgarar hafi gott val um búsetuform. Þeir sem það vilja og geta fái viðeigandi stuðning og þjónustu til að geta búið sem lengst heima en þeim sem hafa aðrar óskir eða þurfa á annars konar þjónustu að halda gefist kostur á að búa í þjónustukjörnum eða á sambýlum þar sem veitt er meiri þjónusta og heilsugæsla. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvægt er fyrir okkur að rekstur sjúkrahússins og heilsugæslunnar hér á Akranesi og Höfða standi traustum fótum. Þar eigum við eldri borgarar að beita okkur og þrýsta á um að sá rekstur verði vel tryggður. Bærinn þarf að skipuleggja yfirtöku á þjónustu við aldraða, sem gera má ráð fyrir að verði á næstu árum, sérstaklega vel. Í þessu er fólgið mjög gott tækifæri til að samtvinna þá þjónustu annarri þjónustu sem bærinn veitir og það sem mestu skiptir til að bæta þjónustu við aldraða íbúa í bænum. Það gerðist þó ekki nema bæjarfulltrúar hafi mikinn metnað og setji markið hátt. Við eigum að fylgjast vel með og gera kröfu um að við séum höfð með í ráðum við skipulag bæjarins og ákvarðanir varðandi þjónustu sem bærinn veitir eldri borgurum. Í því sambandi megum við ekki gleyma að við erum svo heppin að hafa öflugt félag eldri borgara hér á Akranesi. Allt þetta getum við gert og náð miklum árangri ef við bara vinnum vel saman. Þannig bætum við ekki bara lífsgæði okkar sjálfra heldur leggjum við okkar af mörkum til að gera samfélagið betra fyrir börnin okkar og börnin þeirra. Ég ákvað að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi vegna þess að mér þykir nálgun þeirra á umræðu og ákvarðanir í stjórnmálum svo góð og áhugaverð. Mér þykir orðið mikilvægara að leita sameiginlegra lausna og að kunna að meta það sem vel er gert, jafnvel þótt aðrir hafi unnið verkið, frekar en að standa í endalausu þrasi og flokkadráttum eins og of oft hefur verið aðferðin í pólitíkinni. Svo líst mér alveg sérstaklega vel á það fólk sem hefur valist í efstu sætin á lista Bjartrar framtíðar hér á Skaga. Ég get vart hugsað mér betri fulltrúa og líklegri til að taka vel á mínum málum, með hag allra bæjarbúa þó að leiðarljósi. Hjá þeim er augljóslega góður vilji og heiðarleiki í fyrirrúmi. Ég treysti þeim til að leita álits okkar bæjarbúanna á mikilvægum málum, hlusta á okkur og ræða við okkur áður en meiriháttar ákvarðanir eru teknar. Þess vegna skulum við segja Æ í maí, þótt enginn sé verkurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við sem eldri erum eigum flest börn og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn og hagur þeirra skiptir flest okkar jafn miklu, eða ennþá meira máli en okkar eigin hagur. Ef þeim líður vel líður okkur líka vel, eða a.m.k. miklu betur. Já, ef börnin fá þá þjónustu sem þau þurfa í skólanum og eru ánægð þar verður verkurinn í mjöðminni bærilegri og andvökunæturnar ekki eins margar. Leikskólinn, grunnskólinn, tómstundastarfið fyrir börnin og almenn lífskjör barnafjölskyldna eru okkur því mikið hjartans mál. Ég ákvað að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi vegna þess að mér þykir nálgun þeirra á umræðu og ákvarðanir í stjórnmálum svo góð og áhugaverð. Mér þykir orðið mikilvægara að leita sameiginlegra lausna og að kunna að meta það sem vel er gert, jafnvel þótt aðrir hafi unnið verkið, frekar en að standa í endalausu þrasi og flokkadráttum eins og of oft hefur verið aðferðin í pólitíkinni. Þegar við eldumst þurfum við þó yfirleitt meira á tiltekinni opinberri þjónustu að halda en þeir sem ungir eru og þá förum við flest að velta meira fyrir okkur heilbrigðisþjónustunni en við gerðum þegar við vorum ung og fannst þá að við yrðum ævinlega þannig og eiginlega bara eilíf og ódauðleg. Þegar árunum fjölgar förum við líka að gefa því meiri gaum hvernig þjónustu samfélagið veitir eldri borgurum í húsnæðismálum og heimaþjónustan fer þá líka að skipta okkur mörg hver töluverðu máli. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur eldri borgara að sveitarstjórnafólk hafi áhuga á málefnum sem varða okkur miklu og hafi einlægan vilja til að gera vel í þeim. Það hefur margt verið vel gert í málefnum eldri borgara á Akranesi á undanförnum árum. Ákvörðunin um húsnæði fyrir Félag eldri borgara var t.d. ánægjulegur áfangi á þeirri leið að skapa eldri borgurum góðan vettvang fyrir félagsstarf. Lífsreynslan hefur þó kennt okkur sem eldri erum að það er fátt tryggt í heiminum og góðir hlutir fást sjaldan án þess að hart sé unnið fyrir þeim. Við þurfum því að vera vakandi og hvetja áfram til framfara og metnaðar í þeim málum sem varða eldri borgara sérstaklega og líka að vera á verði gagnvart hugsanlegri afturför í þeim málum. Hér erum við alls ekki einungis að hugsa um eigin hag, heldur líka og ekki síður hag barnanna okkar og barnabarna og barnanna þeirra. Þau munu nefnilega einnig, eins og við, verða fullorðin og gömul þó að þau trúi því varla nú, eða leiði a.m.k. hugann ekki mikið að því frekar en við gerðum í gamla daga. Það er því skylda okkar sem eldri erum að gera það sem við getum til að móta og þróa samfélag sem veitir okkur og mun veita þeim góða þjónustu þegar þau eldast og þurfa á ýmiskonar þjónustu að halda sem ungt fólk hugsar yfirleitt lítið um og þarf sem betur fer sjaldan á að halda. Við þurfum að beita okkur saman fyrir því að þeir sem teljast vera eldri borgarar eða bara aldraðir fái fjölbreytileg tækifæri til að vera virkir í samfélaginu og geti tekið þátt í margbreytilegu félagslífi. Að sem flestir finni eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi að fást við. Virkni og félagsleg þátttaka er mjög oft besta meðalið til að halda í lífsgleðina og til að bæta heilsuna, andlega og líkamlega. Við þurfum að passa upp á að við skipulag útivistarsvæða og aðstöðu til íþrótta í bænum sé litið til þarfa eldri borgara sem þurfa á útivist og hreyfingu að halda og kunna að meta hana þó að þeir séu kannski svolítið farnir að linast í langhlaupum og lyftingum. Þegar maður eldist fara trimmgöngur t.d. oft að snúast um hversu langt er í bekk til að setjast aðeins á eða í salerni til að létta á sér. Við þurfum að þrýsta á um að eldri borgarar hafi gott val um búsetuform. Þeir sem það vilja og geta fái viðeigandi stuðning og þjónustu til að geta búið sem lengst heima en þeim sem hafa aðrar óskir eða þurfa á annars konar þjónustu að halda gefist kostur á að búa í þjónustukjörnum eða á sambýlum þar sem veitt er meiri þjónusta og heilsugæsla. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvægt er fyrir okkur að rekstur sjúkrahússins og heilsugæslunnar hér á Akranesi og Höfða standi traustum fótum. Þar eigum við eldri borgarar að beita okkur og þrýsta á um að sá rekstur verði vel tryggður. Bærinn þarf að skipuleggja yfirtöku á þjónustu við aldraða, sem gera má ráð fyrir að verði á næstu árum, sérstaklega vel. Í þessu er fólgið mjög gott tækifæri til að samtvinna þá þjónustu annarri þjónustu sem bærinn veitir og það sem mestu skiptir til að bæta þjónustu við aldraða íbúa í bænum. Það gerðist þó ekki nema bæjarfulltrúar hafi mikinn metnað og setji markið hátt. Við eigum að fylgjast vel með og gera kröfu um að við séum höfð með í ráðum við skipulag bæjarins og ákvarðanir varðandi þjónustu sem bærinn veitir eldri borgurum. Í því sambandi megum við ekki gleyma að við erum svo heppin að hafa öflugt félag eldri borgara hér á Akranesi. Allt þetta getum við gert og náð miklum árangri ef við bara vinnum vel saman. Þannig bætum við ekki bara lífsgæði okkar sjálfra heldur leggjum við okkar af mörkum til að gera samfélagið betra fyrir börnin okkar og börnin þeirra. Ég ákvað að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi vegna þess að mér þykir nálgun þeirra á umræðu og ákvarðanir í stjórnmálum svo góð og áhugaverð. Mér þykir orðið mikilvægara að leita sameiginlegra lausna og að kunna að meta það sem vel er gert, jafnvel þótt aðrir hafi unnið verkið, frekar en að standa í endalausu þrasi og flokkadráttum eins og of oft hefur verið aðferðin í pólitíkinni. Svo líst mér alveg sérstaklega vel á það fólk sem hefur valist í efstu sætin á lista Bjartrar framtíðar hér á Skaga. Ég get vart hugsað mér betri fulltrúa og líklegri til að taka vel á mínum málum, með hag allra bæjarbúa þó að leiðarljósi. Hjá þeim er augljóslega góður vilji og heiðarleiki í fyrirrúmi. Ég treysti þeim til að leita álits okkar bæjarbúanna á mikilvægum málum, hlusta á okkur og ræða við okkur áður en meiriháttar ákvarðanir eru teknar. Þess vegna skulum við segja Æ í maí, þótt enginn sé verkurinn.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar