Lífið

CNN mælir með Bláa Lóninu

Ellý Ármanns skrifar
Markmið um betri heilsu og vellíðan á nýju ári eru algeng hjá mörgum ef ekki flestum en óhætt er að segja að heimsóknir í bestu heilsulindir heims séu ein leið að markmiðinu.  Fréttasíðan CNN mælir með tuttugu spa-stöðum fyrir þá sem vilja byrja árið á dekri og vellíðan.

Í greininni sem sjá má hér segir að vellíðan sé lykilorð fyrir þá sem leita eftir fríi á heilsusamlegum nótum sem endurnærir líkama og sál í sól, með böðun og með því að neyta sælkerafæðu sem er einnig góð fyrir okkur. Góð áhrif á húðina, hvítur kísill og spa-meðferðir eru á meðal þess sem CNN telur upp sem ástæðu fyrir heimsókn í Bláa Lónið. Í grein CNN segir að heimsókn á spa-staðina sem eru tuttugu talsins sé tilvalin leið til að endurnæra líkama og hug og veita snjallsímum og öðrum tæknibúnaði frí í leiðinni.

Fyrir þá sem vilja leggja land undir fót og heimsækja spa staði utan Íslands mælir CNN m.a. með Terme de Saturnia Spa & Golf Resort sem er staðsett Toskana héraði á Ítalíu, Six Senses Zighy Bay í Óman, Sha Wellness Clinic á Spáni og Ananda-spa sem er við rætur Himalajafjallanna á Indlandi og Clinique La Prairie í Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.