Þórsarar unnu Snæfellinga í miklum spennuleik - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 21:01 Baldur Þór Ragnarsson. Mynd/Vilhelm Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira