Þrátt fyrir að hafa misst niður sjö marka forskot í seinni hálfleik náðu Svíar að leggja Rússa að velli 29-27 í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld.
Fyrri hálfleikur var eign sænska liðsins og tóku þeir 20-13 forskot inn í hálfleik. Rússneska liðið gafst hinsvegar ekki upp og minnkuðu muninn smátt og smátt.
Þegar fimm mínútur voru til leiksloka náðu Rússar að jafna og náðu forskotinu eftir að hafa lokað markinu í þrettán mínútur. Það virtist vera vakninginn sem sænska liðið þurfti því liðið tók við sér og náði aftur forskotinu á lokamínútum leiksins og unnu að lokum nauman sigur.
Mikilvægur sigur fyrir sænska liðið sem er eftir leikinn í þriðja sæti milliriðilsins með fjögur stig líkt og Pólland, Frakkland og Króatía. Frakkar taka á móti Króötum í stórleik kvöldsins í seinasta leik fyrstu umferðar milliriðlanna.
Svíar unnu nauman sigur

Mest lesið



Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn

Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti





Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti