Fjallið lét ekki slá sig út af laginu í hryllingshúsi
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hryllingshúsið í SmáraTívolí var opið síðustu helgi, á sjálfri hrekkjavökunni, annað árið í röð.
Margir lögðu leið sína í húsið en gestir þurftu að leysa þraut til að komast heilir út.
Meðal þeirra sem hættu sér í húsið var kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var hann ekkert hræddur við hryllinginn.