Þetta er ekki fyrsta tilraun Sparrow til að hefja feril í stjórnmálum en á síðasta ári bauð hann sig fram til borgarstjóra í Minneapolis fyrir stjórnmálaafl sem byggir á hugmyndafræði Occupy-hreyfingarinnar. Hann er aðgerðarsinni vegna húsnæðisvanda í Minnesota en hann hefur unnið náið með Occupy-hreyfingunni þar í baráttu sinni gegn nauðungarsölum banka á heimilum fólks.
Sparrow heldur úti bloggsíðunni Occupirate þar sem hann fjallar um samfélagsmál út frá sjónarhorni aðgerðar-pírata, eins og hann kallar það sjálfur. Þar birtast myndir af honum klæddum upp eins og sjóræningi. Áhugasamir geta kynnt sér stefnumál og baráttu Sparrow á síðunni.
Úrslit kosninganna í Hennepin liggja ekki fyrir.
Ballot of the day. #Election2014 pic.twitter.com/p1cYLpwtGE
— Adam Weinstein (@AdamWeinstein) November 4, 2014