Þyngri refsingar fyrir kynferðisbrot Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Dómur Hæstaréttar frá 12. júní yfir 34 ára karlmanni hefur vakið athygli þar sem fágætt er að maður sé dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn barni. Það hefur gerst tvisvar sinnum áður, árið 1961 og 1983. Málavextir voru þeir að maður, sem hafði verið í langvarandi fíkniefnaneyslu, ók upp að 10 ára telpu á leið heim úr skóla. Hann fór út úr bílnum og réðst fyrirvaralaust á hana. Þegar hún hrópaði á hjálp tók hann fyrir munn hennar, ýtti henni inn í bifreiðina, lét hana leggjast á gólfið og huldi hana fötum. Hann ók með hana á afvikinn stað og hélt henni fanginni. Hann villti á sér heimildir og sagðist vera lögreglumaður sem hefði það verkefni að líkja eftir alvöru barnsráni til að sýna fram á að það væri ekkert hættulegt að taka börn upp í bifreið. Hann beitti hana grófu kynferðislegu ofbeldi og tók hreyfimynd og ljósmyndir af verknaðinum á símann sinn. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nema barnið á brott, svipta það frelsi og brjóta gegn kynfrelsi þess. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotið hafi verið þaulskipulagt og lýsti styrkum og einbeittum brotavilja. Það hafi beinst að varnarlausu barni, sem átti sér einskis ills von og að maðurinn hafi svipt telpuna frelsi í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi hann reynt að leyna brotunum eftir verknaðinn með því að afmá verksummerki. Þá var litið til þess að afleiðingar brotanna hafi reynst telpunni þungbærar og hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Hæstiréttur dæmdi manninn í 10 ára fangelsi, en héraðsdómur hafði dæmt hann í 7 ára fangelsi.Tvisvar áður 10 ára dómar Tvisvar áður hefur maður verið dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á barn og beita það kynferðisofbeldi. Fyrra brotið var framið árið 1961 og hið síðara 1983. Í fyrra málinu réðst ölvaður karlmaður á 12 ára telpu á barnaleikvelli að kvöldlagi. Telpan var á heimleið eftir að hafa verið með vinkonum sínum og stytti sér leið yfir leikvöllinn. Maðurinn, sem var þrítugur, nauðgaði telpunni eftir að hafa skorið utan af henni fötin með hnífi. Hann beitti grófu ofbeldi við verknaðinn, m.a. sló hann höfði telpunnar við steinvegg svo hún missti meðvitund. Í seinna málinu var tæplega þrítugur karlmaður sakfelldur fyrir að misþyrma á hrottafenginn hátt 15 ára stúlku sem hann reyndi að nauðga. Stúlkan þekkti manninn ekki. Hann barði hana ítrekað í höfuðið með grjóti og beitti hættulegu verkfæri á viðkvæma líkamshluta hennar. Þessi þrjú mál eiga það sameiginlegt að brotamennirnir eru með öllu ókunnugir fórnarlambinu og beita sérlega meiðandi aðferðum. Í eldri málunum voru stúlkurnar beittar hrottafengnu ofbeldi og í því nýja var stúlkan numin á brott og haldið fanginni í bifreið mannsins. Það er ólíkt með málunum þremur að samkvæmt eldri dómunum voru hinir refsiverðu verknaðir ekki skipulagðir fyrirfram meðan sakborningur í hinu nýja máli leitar vísvitandi uppi fórnarlamb. Brot hans var þaulskipulagt og í dóminum kemur fram að maðurinn hafi verið búinn að hlaða niður í farsíma sinn stundatöflum nokkurra grunnskóla og æfingatöflum íþróttafélags, auk þess sem miðar með nöfnum og símanúmerum þriggja ungra stúlkna fundust í bíl hans. Á undanförnum árum hefur orðið áþreifanleg breyting á viðhorfum til kynferðisbrota gegn börnum. Ástæðan er án efa aukin þekking á skaðlegum afleiðingum brotanna. Þetta hefur leitt til breytinga í löggjöf og jafnframt hafa dómar í þessum málaflokki þyngst. Frá árinu 2009 hefur Hæstiréttur í þrígang dæmt sakborning í 8 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og eru það þyngstu dómarnir sem kveðnir hafa verið upp í málaflokknum að þeim þremur frátöldum sem hér hafa verið gerðir að umfjöllunarefni. Í þeim málum þekktu börnin gerendurna, sem brutu á þeim í skjóli tengsla og trausts. Brotin voru margendurtekin og stóðu yfir í langan tíma.Fæst brot framin af ókunnugum Fréttir af dómum sem þessum valda ótta í samfélaginu. Ótta við hinn hættulega og óþekkta geranda. Staðreyndin er þó sú að flest brot gagnvart börnum sem koma fyrir dómstóla eru framin af þeim sem börnin þekkja og eru tilvik þar sem ókunnugir eiga í hlut fátíð. Settar hafa verið fram ýmsar kenningar um markmið og eðli refsinga. Í sinni fumstæðustu mynd snúast þær um hefnd, að gjalda líku líkt. Aðrir leggja áherslu á fælingarmátt refsinga, bæði gagnvart sakborningi svo hann endurtaki ekki brot sitt og eins gagnvart öðrum og komi í veg fyrir að slík brot verði framin. Enn aðrir líta svo á að markmiðið eigi að vera betrun brotamannsins. Líklega eru hugmyndir okkar flestra blanda af þessu öllu. Þess væri í öllu falli óskandi að þyngri refsingar fækkuðu þessum brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar frá 12. júní yfir 34 ára karlmanni hefur vakið athygli þar sem fágætt er að maður sé dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn barni. Það hefur gerst tvisvar sinnum áður, árið 1961 og 1983. Málavextir voru þeir að maður, sem hafði verið í langvarandi fíkniefnaneyslu, ók upp að 10 ára telpu á leið heim úr skóla. Hann fór út úr bílnum og réðst fyrirvaralaust á hana. Þegar hún hrópaði á hjálp tók hann fyrir munn hennar, ýtti henni inn í bifreiðina, lét hana leggjast á gólfið og huldi hana fötum. Hann ók með hana á afvikinn stað og hélt henni fanginni. Hann villti á sér heimildir og sagðist vera lögreglumaður sem hefði það verkefni að líkja eftir alvöru barnsráni til að sýna fram á að það væri ekkert hættulegt að taka börn upp í bifreið. Hann beitti hana grófu kynferðislegu ofbeldi og tók hreyfimynd og ljósmyndir af verknaðinum á símann sinn. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nema barnið á brott, svipta það frelsi og brjóta gegn kynfrelsi þess. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotið hafi verið þaulskipulagt og lýsti styrkum og einbeittum brotavilja. Það hafi beinst að varnarlausu barni, sem átti sér einskis ills von og að maðurinn hafi svipt telpuna frelsi í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi hann reynt að leyna brotunum eftir verknaðinn með því að afmá verksummerki. Þá var litið til þess að afleiðingar brotanna hafi reynst telpunni þungbærar og hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Hæstiréttur dæmdi manninn í 10 ára fangelsi, en héraðsdómur hafði dæmt hann í 7 ára fangelsi.Tvisvar áður 10 ára dómar Tvisvar áður hefur maður verið dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á barn og beita það kynferðisofbeldi. Fyrra brotið var framið árið 1961 og hið síðara 1983. Í fyrra málinu réðst ölvaður karlmaður á 12 ára telpu á barnaleikvelli að kvöldlagi. Telpan var á heimleið eftir að hafa verið með vinkonum sínum og stytti sér leið yfir leikvöllinn. Maðurinn, sem var þrítugur, nauðgaði telpunni eftir að hafa skorið utan af henni fötin með hnífi. Hann beitti grófu ofbeldi við verknaðinn, m.a. sló hann höfði telpunnar við steinvegg svo hún missti meðvitund. Í seinna málinu var tæplega þrítugur karlmaður sakfelldur fyrir að misþyrma á hrottafenginn hátt 15 ára stúlku sem hann reyndi að nauðga. Stúlkan þekkti manninn ekki. Hann barði hana ítrekað í höfuðið með grjóti og beitti hættulegu verkfæri á viðkvæma líkamshluta hennar. Þessi þrjú mál eiga það sameiginlegt að brotamennirnir eru með öllu ókunnugir fórnarlambinu og beita sérlega meiðandi aðferðum. Í eldri málunum voru stúlkurnar beittar hrottafengnu ofbeldi og í því nýja var stúlkan numin á brott og haldið fanginni í bifreið mannsins. Það er ólíkt með málunum þremur að samkvæmt eldri dómunum voru hinir refsiverðu verknaðir ekki skipulagðir fyrirfram meðan sakborningur í hinu nýja máli leitar vísvitandi uppi fórnarlamb. Brot hans var þaulskipulagt og í dóminum kemur fram að maðurinn hafi verið búinn að hlaða niður í farsíma sinn stundatöflum nokkurra grunnskóla og æfingatöflum íþróttafélags, auk þess sem miðar með nöfnum og símanúmerum þriggja ungra stúlkna fundust í bíl hans. Á undanförnum árum hefur orðið áþreifanleg breyting á viðhorfum til kynferðisbrota gegn börnum. Ástæðan er án efa aukin þekking á skaðlegum afleiðingum brotanna. Þetta hefur leitt til breytinga í löggjöf og jafnframt hafa dómar í þessum málaflokki þyngst. Frá árinu 2009 hefur Hæstiréttur í þrígang dæmt sakborning í 8 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og eru það þyngstu dómarnir sem kveðnir hafa verið upp í málaflokknum að þeim þremur frátöldum sem hér hafa verið gerðir að umfjöllunarefni. Í þeim málum þekktu börnin gerendurna, sem brutu á þeim í skjóli tengsla og trausts. Brotin voru margendurtekin og stóðu yfir í langan tíma.Fæst brot framin af ókunnugum Fréttir af dómum sem þessum valda ótta í samfélaginu. Ótta við hinn hættulega og óþekkta geranda. Staðreyndin er þó sú að flest brot gagnvart börnum sem koma fyrir dómstóla eru framin af þeim sem börnin þekkja og eru tilvik þar sem ókunnugir eiga í hlut fátíð. Settar hafa verið fram ýmsar kenningar um markmið og eðli refsinga. Í sinni fumstæðustu mynd snúast þær um hefnd, að gjalda líku líkt. Aðrir leggja áherslu á fælingarmátt refsinga, bæði gagnvart sakborningi svo hann endurtaki ekki brot sitt og eins gagnvart öðrum og komi í veg fyrir að slík brot verði framin. Enn aðrir líta svo á að markmiðið eigi að vera betrun brotamannsins. Líklega eru hugmyndir okkar flestra blanda af þessu öllu. Þess væri í öllu falli óskandi að þyngri refsingar fækkuðu þessum brotum.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar