Frí fram undan – komum heil heim Sigrún Knútsdóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Sumarleyfin eru fram undan, sumarbústaðahverfin eru vöknuð og umferðin á þjóðvegunum eykst. Sumir velja að eyða fríinu í rólegheitum, aðrir þjóta upp á fjöll eða leita á vit annarra ævintýra. Einhverjir ætla kannski að nota fríið til að dytta að húsinu sínu eða mála þakið. Hraði og spenna eru oft samfara fríinu. Slysahættur leynast víða en þær eru mestar þegar breytt er út af vananum. Mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og hefur mikil áhrif á einstaklinginn og fjölskyldu hans. Margir þurfa að læra að lifa lífinu að nýju við gerólíkar aðstæður, oft lamaðir og háðir hjólastól eða með verulega skerta færni ævilangt.Helstu orsakir mænuskaða hér Umferðarslys eru algengasta orsök mænuskaða. Flest þeirra hafa átt sér stað í bílveltum úti á þjóðvegum landsins, oft í beygjum eða lausamöl. Í langflestum tilfellum hefur hinn slasaði ekki notað bílbelti og stundum hefur verið um of hraðan akstur að ræða miðað við aðstæður. Notkun vélhjóla hefur aukist til muna á undanförnum árum. Mikill hraði er oft samfara vélhjólanotkun og þá þarf lítið að bregða út af til að alvarlegt slys verði. Fall er næst algengasta orsök mænuskaða hér á landi og getur verið um að ræða fall úr mikilli hæð allt niður í fall á jafnsléttu. Slík slys geta hent hvern sem er. Frístundaslys eru u.þ.b. 20% af öllum mænuskaðaslysum og eru hestaslys algengust þeirra. Áhugi á hestamennsku fer sívaxandi og fjöldi þeirra sem hefur fengið mænuskaða í hestaslysi hefur einnig aukist. Samkvæmt gögnum frá WHO, alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, eru dýfingaslys algengasta frístundaslysið í heiminum sem veldur mænuskaða. Flest þessara slysa verða á sumrin þegar fólk stingur sér í ár, grunn stöðuvötn eða í sjó. Hér á Íslandi hafa mænuskaðaslys vegna dýfinga verið fátíð en þau hafa öll átt sér stað í grunnum sundlaugum. Strangar öryggisreglur eru á opinberum sundstöðum landsins um dýfingar. Einkasundlaugar eru oftast grunnar og ekki hannaðar til dýfinga. Reglur um dýfingar í tengslum við þær eru sjaldséðar. Um leið og sumrar sjáum við fréttir með flottum myndum af fólki að leika sér í góða veðrinu að stökkva fram af klettum út í ár, stöðuvötn og sjó, eins og sjá mátti á forsíðu Fréttablaðsins þriðjudaginn 24.júní. Þetta sport verður sívinsælla og heyrst hefur að á samskiptamiðlunum sé unga fólkið að mana hvert annað til að stökkva út í sjó og vötn.Forðumst mænuskaða Við getum minnkað áhættuna á alvarlegum slysum með nokkrum einföldum ráðum: Notaðu alltaf bílbelti í umferðinni – líka í aftursætinu Aktu miðað við aðstæður – gættu að hraðanum og lausamölinni Fylgdu öryggisreglum í byggingavinnu Sýndu aðgát í bröttum hlíðum, skriðum og klettum Fylgdu öryggisreglum, sýndu aðgát og tillitssemi í hestamennsku Gættu að dýpi vatns og athugaðu botn þess áður en þú stingur þér Aldrei stinga þér í grunna sundlaug, stöðuvatn, á eða í sjó Kæru landsmenn, förum eftir þessum einföldu ráðum, njótum sumarsins og komum heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarleyfin eru fram undan, sumarbústaðahverfin eru vöknuð og umferðin á þjóðvegunum eykst. Sumir velja að eyða fríinu í rólegheitum, aðrir þjóta upp á fjöll eða leita á vit annarra ævintýra. Einhverjir ætla kannski að nota fríið til að dytta að húsinu sínu eða mála þakið. Hraði og spenna eru oft samfara fríinu. Slysahættur leynast víða en þær eru mestar þegar breytt er út af vananum. Mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og hefur mikil áhrif á einstaklinginn og fjölskyldu hans. Margir þurfa að læra að lifa lífinu að nýju við gerólíkar aðstæður, oft lamaðir og háðir hjólastól eða með verulega skerta færni ævilangt.Helstu orsakir mænuskaða hér Umferðarslys eru algengasta orsök mænuskaða. Flest þeirra hafa átt sér stað í bílveltum úti á þjóðvegum landsins, oft í beygjum eða lausamöl. Í langflestum tilfellum hefur hinn slasaði ekki notað bílbelti og stundum hefur verið um of hraðan akstur að ræða miðað við aðstæður. Notkun vélhjóla hefur aukist til muna á undanförnum árum. Mikill hraði er oft samfara vélhjólanotkun og þá þarf lítið að bregða út af til að alvarlegt slys verði. Fall er næst algengasta orsök mænuskaða hér á landi og getur verið um að ræða fall úr mikilli hæð allt niður í fall á jafnsléttu. Slík slys geta hent hvern sem er. Frístundaslys eru u.þ.b. 20% af öllum mænuskaðaslysum og eru hestaslys algengust þeirra. Áhugi á hestamennsku fer sívaxandi og fjöldi þeirra sem hefur fengið mænuskaða í hestaslysi hefur einnig aukist. Samkvæmt gögnum frá WHO, alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, eru dýfingaslys algengasta frístundaslysið í heiminum sem veldur mænuskaða. Flest þessara slysa verða á sumrin þegar fólk stingur sér í ár, grunn stöðuvötn eða í sjó. Hér á Íslandi hafa mænuskaðaslys vegna dýfinga verið fátíð en þau hafa öll átt sér stað í grunnum sundlaugum. Strangar öryggisreglur eru á opinberum sundstöðum landsins um dýfingar. Einkasundlaugar eru oftast grunnar og ekki hannaðar til dýfinga. Reglur um dýfingar í tengslum við þær eru sjaldséðar. Um leið og sumrar sjáum við fréttir með flottum myndum af fólki að leika sér í góða veðrinu að stökkva fram af klettum út í ár, stöðuvötn og sjó, eins og sjá mátti á forsíðu Fréttablaðsins þriðjudaginn 24.júní. Þetta sport verður sívinsælla og heyrst hefur að á samskiptamiðlunum sé unga fólkið að mana hvert annað til að stökkva út í sjó og vötn.Forðumst mænuskaða Við getum minnkað áhættuna á alvarlegum slysum með nokkrum einföldum ráðum: Notaðu alltaf bílbelti í umferðinni – líka í aftursætinu Aktu miðað við aðstæður – gættu að hraðanum og lausamölinni Fylgdu öryggisreglum í byggingavinnu Sýndu aðgát í bröttum hlíðum, skriðum og klettum Fylgdu öryggisreglum, sýndu aðgát og tillitssemi í hestamennsku Gættu að dýpi vatns og athugaðu botn þess áður en þú stingur þér Aldrei stinga þér í grunna sundlaug, stöðuvatn, á eða í sjó Kæru landsmenn, förum eftir þessum einföldu ráðum, njótum sumarsins og komum heil heim.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar