Niðurgreiðum tölvuleiki Guðmundur Edgarsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.Tölvuleikir í almannaþágu Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir samfélagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna. Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistarnáms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niðurgreiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða vímuefnanotkunar.Mismunun eftir áhugamáli? En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mismunað fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæraleik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótarsköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugmála annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig. Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnisbætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll þessi ár.Forgangsröðum í þágu barnanna Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvuleiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast, svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu sú ánægjulega frétt að tölvuleikir dragi úr glæpum og vímuefnanotkun íslenskra unglinga. Þessi frétt var studd ítarlegum rannsóknum norrænna afbrotafræðinga en sömu þróun mátti greina hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Að mati sérfræðinganna eru helstu ástæður þess að tölvuleikir hafa þessi áhrif þær að unglingar séu meira heima hjá sér auk þess sem tölvuleikir og netið veiti þeim þá útrás sem þeir þurfa.Tölvuleikir í almannaþágu Þessi frétt er sem hvalreki á fjörur okkar félagshyggjufólks. Við sem tölum fyrir samfélagslegum jöfnuði trúum því nefnilega að skynsamleg ráðstöfun fjár felist helst í því að færa það úr vasa vinnandi fólks og yfir í vasa góðhjartaðra stjórnmálamanna til endurúthlutunar í þágu almannahagsmuna. Þannig höfum við alltaf barist fyrir sífellt myndarlegri niðurgreiðslum til íþrótta- og tómstundastarfs, svo sem knattspyrnuiðkunar og tónlistarnáms. Nú getum við bætt tölvuleikjum í þennan niðurgreiðslusarp enda sömu rök sem gilda fyrir niðurgreiðslum þar eins og í tilfelli íþróttaiðkunar og tónlistarnáms, það er að þá sé unga fólkið okkar síður líklegt til glæpaiðkunar eða vímuefnanotkunar.Mismunun eftir áhugamáli? En hefur fjölskyldum í landinu þá ekki í raun verið mismunað fram að þessu? Hvað með einstæðu móðurina með börnin þrjú og ekkert þeirra með áhuga á íþróttum eða hljóðfæraleik heldur tölvuleikjum og netnotkun? Hún hefur hingað til þurft að vinna baki brotnu til að eiga fyrir þeim viðbótarsköttum sem farið hafa í niðurgreiðslur vegna áhugmála annarra barna. Því er morgunljóst að tími er kominn til að útvíkka þessar niðurgreiðslur svo að fjölskyldur með önnur áhugamál en íþróttir og hljóðfæraleik njóti þeirra einnig. Jafnvel kemur til álita að þessar fjölskyldur fái sanngirnisbætur fyrir að hafa farið á mis við þessar niðurgreiðslur öll þessi ár.Forgangsröðum í þágu barnanna Ég legg því til að sveitarfélögin í landinu niðurgreiði tölvuleiki og netnotkun til jafns við þá upphæð sem fer í niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tónlistariðkunar ungmenna að frístundakortunum meðtöldum. Slíkar niðurgreiðslur þurfa að taka mið af öllum þeim kostnaði sem tölvuleikir krefjast, svo sem kostnaði vegna kaupa á tölvum, heyrnartólum og niðurhali. Vissulega mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin, en hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar? Þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Allir hljóta að vera sammála um það nema kannski helst þetta frjálshyggjulið sem vill bara að tölvuleikir séu bara svona einka-eitthvað.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar