Flett ofan af fornu samsæri? Oddgeir Einarsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Nýverið var Samkeppniseftirlitinu sent erindi þar sem umbjóðandi minn, Mjólkurbúið ehf., hélt því fram að náið samstarf MS og KS undanfarin ár bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishamlandi samráð fyrirtækja. Málið snýst í grundvallaratriðum um hvort MS njóti undanþágu búvörulaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Í búvörulögum kemur fram að aðeins „afurðastöðvar í mjólkuriðnaði“ njóti undanþágunnar. Ræður því úrslitum hvort MS sé „afurðastöð“ í skilningi búvörulaga. Hugtakið er sérstaklega skilgreint í lögunum þannig: „Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða einstaklings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.“ Að mati umbjóðanda míns hefur MS augljóslega aldrei uppfyllt þetta skilyrði þar sem félagið hefur aldrei átt í viðskiptum við framleiðendur (bændur) með mjólk. Hið rétta er að Auðhumla, sem á meirihluta hlutafjár í MS, kaupir mjólkina af bændum og á þær fasteignir sem mjólkin er lögð inn í eftir að hún hefur verið sótt til bænda. Af þeim sökum er Auðhumla, og hefur alltaf verið, aðili að Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) en MS ekki. Þessu til enn frekari stuðnings má nefna að þegar núgildandi undanþáguákvæði í búvörulögunum voru sett árið 2004 sagði m.a. í greinargerð með frumvarpinu að lögunum á Alþingi: „Í þessu felst að fara ber varlega þegar lagður er sá skilningur í lagaákvæði að þau undanskilji tiltekna þætti í atvinnustarfsemi gildissviði samkeppnislaga og þar með íhlutunarvaldi samkeppnisyfirvalda. Því þarf með skýrum lagatexta að lögfesta vilja löggjafans til þess undanskilja ákveðna þætti landbúnaðarins gildissviði samkeppnislaga.“ Eftir að fréttir bárust af því að tilkynnt hefði verið um meint brot MS og fleiri aðila til Samkeppniseftirlitsins birtust útskýringar forstjóra MS í fjölmiðlum. Meðal annars sagði hann í viðskiptablaðinu þann 28. október sl. að hann teldi „vangavelturnar byggðar á misskilningi“. Þessu til stuðnings nefndi hann að MS væri „skilgreind sem afurðastöð samkvæmt Matvælastofnun“.Kýrskýrt Um þetta er það að segja að hvergi í regluverki Matvælastofnunar er stofnuninni falið að skilgreina hvaða aðilar séu afurðastöð og hvað þá samkvæmt framangreindri skilgreiningu í búvörulögum. Vísun í skilgreiningu Matvælastofnunar er því að mati umbjóðanda míns í besta falli misskilningur en í versta falli blekking. Forstjóri MS sagði enn fremur að skilgreining á afurðastöð færi ekki eftir því hvort fyrirtækið væri í reikningssambandi við bændur. Auðhumla sjái um reikningshaldið en innviktun mjólkur sé á höndum MS. Hér gerir forstjóri MS afar lítið úr hlutverki Auðhumlu og nefnir að það sjái bara um „reikningshaldið“. Ef rétt væri að MS væri afurðastöðin og Auðhumla sjái bara um reikningshaldið er rétt að spyrja: Ef það, að sækja mjólkina fyrir kaupandann Auðhumlu, ræður úrslitum um hvort aðili er afurðastöð, en ekki hver kaupi í raun mjólkina og gerir reikninga fyrir henni, af hverju er MS þá ekki aðili að samtökum afurðastöðva í stað Auðhumlu? Í fréttatilkynningu sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 28. janúar 2010 var fjallað um ráðningu Guðna Ágústssonar til SAM. Þar sagði m.a.: „Afurðastöðvar, sem taka við mjólk beint frá framleiðendum, eiga rétt á að gerast aðilar að samtökunum. Allar afurðastöðvar landsins eiga aðild að SAM.“ Það var því alveg kýrskýrt árið 2010 að MS var ekki afurðastöð heldur Auðhumla. Ekkert hefur breyst síðan þá og er MS heldur ekki afurðastöð í dag. Þar sem MS er ekki afurðastöð má ljóst vera að samráð félagsins við aðra aðila sem sannanlega hefur átt sér stað og gerir enn t.d. um verðtilfærslur og skiptingu markaða fellur undir samkeppnislög. Að mati umbjóðanda míns virðist Samkeppniseftirlitið líkt og margir aðrir ranglega hafa litið svo á undanfarin ár að MS væri undanþegið samkeppnislögum að einhverju leyti. Jafnvel umbjóðanda mínum kom ekki annað til hugar. Umbjóðandi minn hefur nú skorað á Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á háttsemi MS og annarra á mjólkurmarkaði undanfarin ár, sérstaklega með hliðsjón af því hvort ákvæði um ólögmætt samráð kunni að eiga við um háttsemi aðila. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitsins. Á mjólkurfernum MS stendur nú áberandi stöfum: „Hefur þú flett ofan af fornu samsæri nýlega?“ Þeirri spurningu er auðsvarað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var Samkeppniseftirlitinu sent erindi þar sem umbjóðandi minn, Mjólkurbúið ehf., hélt því fram að náið samstarf MS og KS undanfarin ár bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishamlandi samráð fyrirtækja. Málið snýst í grundvallaratriðum um hvort MS njóti undanþágu búvörulaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Í búvörulögum kemur fram að aðeins „afurðastöðvar í mjólkuriðnaði“ njóti undanþágunnar. Ræður því úrslitum hvort MS sé „afurðastöð“ í skilningi búvörulaga. Hugtakið er sérstaklega skilgreint í lögunum þannig: „Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða einstaklings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.“ Að mati umbjóðanda míns hefur MS augljóslega aldrei uppfyllt þetta skilyrði þar sem félagið hefur aldrei átt í viðskiptum við framleiðendur (bændur) með mjólk. Hið rétta er að Auðhumla, sem á meirihluta hlutafjár í MS, kaupir mjólkina af bændum og á þær fasteignir sem mjólkin er lögð inn í eftir að hún hefur verið sótt til bænda. Af þeim sökum er Auðhumla, og hefur alltaf verið, aðili að Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) en MS ekki. Þessu til enn frekari stuðnings má nefna að þegar núgildandi undanþáguákvæði í búvörulögunum voru sett árið 2004 sagði m.a. í greinargerð með frumvarpinu að lögunum á Alþingi: „Í þessu felst að fara ber varlega þegar lagður er sá skilningur í lagaákvæði að þau undanskilji tiltekna þætti í atvinnustarfsemi gildissviði samkeppnislaga og þar með íhlutunarvaldi samkeppnisyfirvalda. Því þarf með skýrum lagatexta að lögfesta vilja löggjafans til þess undanskilja ákveðna þætti landbúnaðarins gildissviði samkeppnislaga.“ Eftir að fréttir bárust af því að tilkynnt hefði verið um meint brot MS og fleiri aðila til Samkeppniseftirlitsins birtust útskýringar forstjóra MS í fjölmiðlum. Meðal annars sagði hann í viðskiptablaðinu þann 28. október sl. að hann teldi „vangavelturnar byggðar á misskilningi“. Þessu til stuðnings nefndi hann að MS væri „skilgreind sem afurðastöð samkvæmt Matvælastofnun“.Kýrskýrt Um þetta er það að segja að hvergi í regluverki Matvælastofnunar er stofnuninni falið að skilgreina hvaða aðilar séu afurðastöð og hvað þá samkvæmt framangreindri skilgreiningu í búvörulögum. Vísun í skilgreiningu Matvælastofnunar er því að mati umbjóðanda míns í besta falli misskilningur en í versta falli blekking. Forstjóri MS sagði enn fremur að skilgreining á afurðastöð færi ekki eftir því hvort fyrirtækið væri í reikningssambandi við bændur. Auðhumla sjái um reikningshaldið en innviktun mjólkur sé á höndum MS. Hér gerir forstjóri MS afar lítið úr hlutverki Auðhumlu og nefnir að það sjái bara um „reikningshaldið“. Ef rétt væri að MS væri afurðastöðin og Auðhumla sjái bara um reikningshaldið er rétt að spyrja: Ef það, að sækja mjólkina fyrir kaupandann Auðhumlu, ræður úrslitum um hvort aðili er afurðastöð, en ekki hver kaupi í raun mjólkina og gerir reikninga fyrir henni, af hverju er MS þá ekki aðili að samtökum afurðastöðva í stað Auðhumlu? Í fréttatilkynningu sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 28. janúar 2010 var fjallað um ráðningu Guðna Ágústssonar til SAM. Þar sagði m.a.: „Afurðastöðvar, sem taka við mjólk beint frá framleiðendum, eiga rétt á að gerast aðilar að samtökunum. Allar afurðastöðvar landsins eiga aðild að SAM.“ Það var því alveg kýrskýrt árið 2010 að MS var ekki afurðastöð heldur Auðhumla. Ekkert hefur breyst síðan þá og er MS heldur ekki afurðastöð í dag. Þar sem MS er ekki afurðastöð má ljóst vera að samráð félagsins við aðra aðila sem sannanlega hefur átt sér stað og gerir enn t.d. um verðtilfærslur og skiptingu markaða fellur undir samkeppnislög. Að mati umbjóðanda míns virðist Samkeppniseftirlitið líkt og margir aðrir ranglega hafa litið svo á undanfarin ár að MS væri undanþegið samkeppnislögum að einhverju leyti. Jafnvel umbjóðanda mínum kom ekki annað til hugar. Umbjóðandi minn hefur nú skorað á Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á háttsemi MS og annarra á mjólkurmarkaði undanfarin ár, sérstaklega með hliðsjón af því hvort ákvæði um ólögmætt samráð kunni að eiga við um háttsemi aðila. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitsins. Á mjólkurfernum MS stendur nú áberandi stöfum: „Hefur þú flett ofan af fornu samsæri nýlega?“ Þeirri spurningu er auðsvarað.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar