Ræða varðveislu og endurbyggingu Múlakots í Fljótshlíð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:30 Eigendur Múlakots eru reiðubúnir að afhenda það sjálfseignarstofnun gegn því að hún endurbyggi það og varðveiti til framtíðar. Mynd/minjastofnun Íslands Unnið er að því að koma á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og á laugardaginn verður haldin málstofa um varðveislu og endurreisn þess í Goðalandi í Fljótshlíð. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson, núverandi eigendur staðarins reiðubúin að gefa hann gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin í Múlakoti voru friðlýst fyrr á þessu ári. Þar er íbúðarhús frá 1898 sem var stækkað í áföngum og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningarstaður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska listasögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þar dvöldu margir listmálarar og máluðu málverk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merkilegasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunninn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman listasaga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu forvöð.“Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslandsi.Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, íslenska málaralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan hefst klukkan 14 á laugardaginn í Goðalandi í Fljótshlíð. Dagskráin er á þessa leið: Sverrir Magnússon, framkvæmdastjórn Skógasafns, ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Sigríður Hjartar, sagnfræðingur Múlakoti, rekur sögu umsvifa í Múlakoti. Pétur Ármannsson, arkitekt Minjastofnun Íslands, fjallar um þátt varðveislu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt rekur byggingarsöguna. Dagný Heiðdal listfræðingur, deildarstj. listaverkadeildar Listasafns Íslands, rekur listasöguna. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans Reykjum, segir frá Múlakotsgarðinum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, lýsir aðkomu sveitarfélagsins. Vibeke Nörgård-Nielsen, rithöfundur og kennari, flytur kveðju frá Danmörku. Stefán Guðbergsson, skógarbóndi Múlakoti, slítur málstofuninni en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mun stjórna henni. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Unnið er að því að koma á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og á laugardaginn verður haldin málstofa um varðveislu og endurreisn þess í Goðalandi í Fljótshlíð. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson, núverandi eigendur staðarins reiðubúin að gefa hann gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin í Múlakoti voru friðlýst fyrr á þessu ári. Þar er íbúðarhús frá 1898 sem var stækkað í áföngum og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningarstaður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska listasögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þar dvöldu margir listmálarar og máluðu málverk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merkilegasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunninn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman listasaga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu forvöð.“Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslandsi.Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, íslenska málaralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan hefst klukkan 14 á laugardaginn í Goðalandi í Fljótshlíð. Dagskráin er á þessa leið: Sverrir Magnússon, framkvæmdastjórn Skógasafns, ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Sigríður Hjartar, sagnfræðingur Múlakoti, rekur sögu umsvifa í Múlakoti. Pétur Ármannsson, arkitekt Minjastofnun Íslands, fjallar um þátt varðveislu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt rekur byggingarsöguna. Dagný Heiðdal listfræðingur, deildarstj. listaverkadeildar Listasafns Íslands, rekur listasöguna. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans Reykjum, segir frá Múlakotsgarðinum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, lýsir aðkomu sveitarfélagsins. Vibeke Nörgård-Nielsen, rithöfundur og kennari, flytur kveðju frá Danmörku. Stefán Guðbergsson, skógarbóndi Múlakoti, slítur málstofuninni en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mun stjórna henni.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira