Ræða varðveislu og endurbyggingu Múlakots í Fljótshlíð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:30 Eigendur Múlakots eru reiðubúnir að afhenda það sjálfseignarstofnun gegn því að hún endurbyggi það og varðveiti til framtíðar. Mynd/minjastofnun Íslands Unnið er að því að koma á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og á laugardaginn verður haldin málstofa um varðveislu og endurreisn þess í Goðalandi í Fljótshlíð. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson, núverandi eigendur staðarins reiðubúin að gefa hann gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin í Múlakoti voru friðlýst fyrr á þessu ári. Þar er íbúðarhús frá 1898 sem var stækkað í áföngum og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningarstaður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska listasögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þar dvöldu margir listmálarar og máluðu málverk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merkilegasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunninn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman listasaga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu forvöð.“Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslandsi.Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, íslenska málaralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan hefst klukkan 14 á laugardaginn í Goðalandi í Fljótshlíð. Dagskráin er á þessa leið: Sverrir Magnússon, framkvæmdastjórn Skógasafns, ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Sigríður Hjartar, sagnfræðingur Múlakoti, rekur sögu umsvifa í Múlakoti. Pétur Ármannsson, arkitekt Minjastofnun Íslands, fjallar um þátt varðveislu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt rekur byggingarsöguna. Dagný Heiðdal listfræðingur, deildarstj. listaverkadeildar Listasafns Íslands, rekur listasöguna. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans Reykjum, segir frá Múlakotsgarðinum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, lýsir aðkomu sveitarfélagsins. Vibeke Nörgård-Nielsen, rithöfundur og kennari, flytur kveðju frá Danmörku. Stefán Guðbergsson, skógarbóndi Múlakoti, slítur málstofuninni en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mun stjórna henni. Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Unnið er að því að koma á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og á laugardaginn verður haldin málstofa um varðveislu og endurreisn þess í Goðalandi í Fljótshlíð. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson, núverandi eigendur staðarins reiðubúin að gefa hann gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin í Múlakoti voru friðlýst fyrr á þessu ári. Þar er íbúðarhús frá 1898 sem var stækkað í áföngum og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningarstaður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska listasögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þar dvöldu margir listmálarar og máluðu málverk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merkilegasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunninn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman listasaga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu forvöð.“Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslandsi.Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, íslenska málaralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan hefst klukkan 14 á laugardaginn í Goðalandi í Fljótshlíð. Dagskráin er á þessa leið: Sverrir Magnússon, framkvæmdastjórn Skógasafns, ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Sigríður Hjartar, sagnfræðingur Múlakoti, rekur sögu umsvifa í Múlakoti. Pétur Ármannsson, arkitekt Minjastofnun Íslands, fjallar um þátt varðveislu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt rekur byggingarsöguna. Dagný Heiðdal listfræðingur, deildarstj. listaverkadeildar Listasafns Íslands, rekur listasöguna. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans Reykjum, segir frá Múlakotsgarðinum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, lýsir aðkomu sveitarfélagsins. Vibeke Nörgård-Nielsen, rithöfundur og kennari, flytur kveðju frá Danmörku. Stefán Guðbergsson, skógarbóndi Múlakoti, slítur málstofuninni en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mun stjórna henni.
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira