Hversu há eru vaxtagjöldin? Elsa Lára Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:10 Það væri áhugavert að fá upplýsingar um vaxtagjöld ríkisins frá hruni, vegna lána til bjargar fjármálakerfinu. Heyrst hefur að sú tala gæti verið í kringum 58 milljarða króna. Til að fá fullkomna vissu um kostnaðinn þá er ég að leggja fram skriflega fyrirspurn til fjármála – og efnahagsráðherra um málið. Svör ættu að berast upp úr miðjum nóvembermánuði.Áhugaverðar upplýsingar Áhugavert er að vita hvort þessar tölur séu réttar. Ástæðan er sú að all nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komið fram með stór orð. Orð þessa efnis að þeir 80 milljarðar króna sem renna munu til heimila á næstu dögum í gegnum leiðréttinguna, sé illa varið. Þeirra skoðun er að nýta eigi peningana í aðra og þarfari hluti. Furðulegur málflutningur Ég skil ekki þennan málflutning. Af hverju er í góðu lagi að greiða tugi milljarða til fjármálastofnanna, en þegar kemur að heimilum landsins þá ætlar allt um koll að keyra? Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komið fram með orð eins og ,,arfavitlaus skuldaniðurfelling“ og ,,við teljum arfavitlausa fásinnu að fara í þessar skuldaleiðréttingar með þessum gríðarlega tilkostnaði fyrir hið opinbera.“ Hvað er vaxtakostnaður vegna fjármálakerfisins annað en gríðarlegur tilkostnaður fyrir hið opinbera? Hvers vegna finnst sumum þingmönnum stjórnarandstöðunnar það í lagi að fjármálastofnanir sogi sífellt til sín fjármagn frá heimilum landsins? Af hverju finnst nokkrum þeirra ekki í lagi að krefja föllnu fjármálastofnanirnar um að borga hluta tilfærslunnar til baka? Það er að mínu mati algjörlega óskiljanlegt.Rangur málflutningur Á sama tíma fara þingmenn stjórnarandstöðunnar með rangan málflutning og segja leiðréttinguna gagnast að mestu hátekjufólki, sá málflutningur er rangur. Staðreyndin er sú að skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun.Staðreyndir úr gögnum ráðuneyta Staðreyndin sú að 110 % leiðin nýttist aðeins 10 % heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, það eru 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 milljón króna niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 milljónir. Meðaltekjur þessara heimila voru 750 þúsund á mánuði og talsvert mörg dæmi um að menn hafi haft 2 milljónir á mánuði. Mig langar því að biðja þingmenn stjórnarandstöðunnar að líta sér aðeins nær. Skoða sín eigin verk áður en farið er að gagnrýna verk annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það væri áhugavert að fá upplýsingar um vaxtagjöld ríkisins frá hruni, vegna lána til bjargar fjármálakerfinu. Heyrst hefur að sú tala gæti verið í kringum 58 milljarða króna. Til að fá fullkomna vissu um kostnaðinn þá er ég að leggja fram skriflega fyrirspurn til fjármála – og efnahagsráðherra um málið. Svör ættu að berast upp úr miðjum nóvembermánuði.Áhugaverðar upplýsingar Áhugavert er að vita hvort þessar tölur séu réttar. Ástæðan er sú að all nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komið fram með stór orð. Orð þessa efnis að þeir 80 milljarðar króna sem renna munu til heimila á næstu dögum í gegnum leiðréttinguna, sé illa varið. Þeirra skoðun er að nýta eigi peningana í aðra og þarfari hluti. Furðulegur málflutningur Ég skil ekki þennan málflutning. Af hverju er í góðu lagi að greiða tugi milljarða til fjármálastofnanna, en þegar kemur að heimilum landsins þá ætlar allt um koll að keyra? Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komið fram með orð eins og ,,arfavitlaus skuldaniðurfelling“ og ,,við teljum arfavitlausa fásinnu að fara í þessar skuldaleiðréttingar með þessum gríðarlega tilkostnaði fyrir hið opinbera.“ Hvað er vaxtakostnaður vegna fjármálakerfisins annað en gríðarlegur tilkostnaður fyrir hið opinbera? Hvers vegna finnst sumum þingmönnum stjórnarandstöðunnar það í lagi að fjármálastofnanir sogi sífellt til sín fjármagn frá heimilum landsins? Af hverju finnst nokkrum þeirra ekki í lagi að krefja föllnu fjármálastofnanirnar um að borga hluta tilfærslunnar til baka? Það er að mínu mati algjörlega óskiljanlegt.Rangur málflutningur Á sama tíma fara þingmenn stjórnarandstöðunnar með rangan málflutning og segja leiðréttinguna gagnast að mestu hátekjufólki, sá málflutningur er rangur. Staðreyndin er sú að skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun.Staðreyndir úr gögnum ráðuneyta Staðreyndin sú að 110 % leiðin nýttist aðeins 10 % heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, það eru 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 milljón króna niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 milljónir. Meðaltekjur þessara heimila voru 750 þúsund á mánuði og talsvert mörg dæmi um að menn hafi haft 2 milljónir á mánuði. Mig langar því að biðja þingmenn stjórnarandstöðunnar að líta sér aðeins nær. Skoða sín eigin verk áður en farið er að gagnrýna verk annarra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar