Bóklestur á leið í vaskinn Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun