Bóklestur á leið í vaskinn Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun