Bóklestur á leið í vaskinn Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir vandamáli – krakkarnir okkar lesa ekki nóg af bókum. Langflest börn sem komin eru á miðstig grunnskóla eru læs og þau lesa heilmikið á hverjum degi, sjónvarpstexta, sms, vefsíður, alls kyns upplýsingar og leiðbeiningar. En þau lesa síður bækur. Af hverju er það vandamál? – Svarið er margþætt. Í fyrsta lagi vitum við að lestur bóka tengist góðum árangri í lesskilningi. Lesskilningur er svo aftur undirstaða náms í flestum greinum, meira að segja stærðfræðikunnátta er mæld með lesskilningsdæmum. Í öðru lagi krefst lestur bóka einbeitingar og úthalds, börn sem lesa síður bækur eiga erfiðara með að komast í gegnum skólabækurnar þegar námið þyngist. Í þriðja lagi færir lestur bóka börnum kyrrð og ró sem mörg þeirra þurfa virkilega á að halda í amstri dagsins. Ég gæti haldið lengi áfram. Hvernig aukum við þá áhuga barna á bóklestri? – Því miður er engin töfralausn til, en rannsóknir gefa góða mynd af því hvað skilur á milli hinna bókelsku og þeirra bóklausu. Börn sem hafa áhuga á lestri bóka hafa alist upp við góðan aðgang að bókum; það eru bækur á heimilinu og þau hafa lesandi fyrirmyndir heima hjá sér. Við stöndum frammi fyrir vandamáli – ráðherra mennta- og menningarmála kýs að líta fram hjá þessu sambandi milli aðgengis að bókum og áhuga á bóklestri og þar með árangurs í lesskilningi. (sjá ruv.is – „Lestrarkunnátta og skattskylda óskyld mál“). Ráðherrann hafnar því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni bitna á markmiðum um að bæta lestrargetu barna og segir: „Ég held að það sé varhugavert að ætla að draga beina ályktun af þessu vegna þess að læsi er bara svo flókið fyrirbæri. Þar koma saman kennsluhættir, undirbúningur kennara, samstarf við foreldra og ýmislegt annað sem þarf að horfa á og hefur sennilega þyngri áhrif.“Ráðherra berji í borðið Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni að læsi er flókið fyrirbæri. Læsi er ekki bara að kunna tæknina að lesa, læsi felur í sér lesskilning og til að byggja hann upp þarf áhuga. Kennarar nota hugtakið áhugahvöt um viljann til að læra. Ef vel tekst til að virkja áhugahvöt nemenda í lestrarnáminu geta þeir ekki stillt sig um að lesa meira. Áhugahvöt þarf að virkja bæði í skólanum og heima, bæði kennarar og foreldrar þurfa að gefa börnunum færi á að lesa bækur sem höfða til þeirra, hvetja þau áfram og sjá til þess að þau fái tíma til að lesa. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt skýrt samband milli frístundalesturs barna og námsárangurs. Þeir nemendur sem lesa bækur sér til ánægju standa að svo mörgu leyti betur að vígi en bóklausu jafnaldrarnir. Hér má benda á skýrslu Barnabókaseturs, Lestrarvenjur ungra bókaorma, og ýmsar skýrslur Námsmatsstofnunar og OECD um PISA-prófin. OECD bendir á að tengslin milli ánægju af bóklestri og námsárangurs í PISA-prófunum eru svo sterk að börn sem lesa bækur daglega standa að meðaltali einu og hálfu skólaári framar en börn sem ekki stunda daglegan bóklestur. Bókaormar alast upp umkringdir bókum og áhugahvötin kviknar við reglubundinn lestur bóka. Þetta veit Illugi Gunnarsson, í Hvítbók hans stendur meira að segja: „Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira.“ Það er gott að vita að ráðherra vill vinna að eflingu læsis. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hann getur haldið því fram að hærra bókaverð og þar með minni sala, slakari útgáfa og verra aðgengi að bókum sé ekki í mótsögn við markmið hans um bætta lestrarmenningu. Ef ráðherranum er alvara með að bæta læsi barna og unglinga verður hann að berja í borðið og koma í veg fyrir hækkun bókaverðs.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun