Hversdagsrasismi Framsóknarflokksins Bjartur Steingrimsson skrifar 25. september 2014 13:57 Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál.
Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun