Náttúrupassi – aðgangskort sem virkar Björn Valdimarsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Flestir eru sammála um að það væri slæm niðurstaða ef við helstu áningarstaði ferðamanna verði kofaskrifli þar sem rukkarar híma þann tíma sem opið er til að taka við klinki af ferðamönnum. Það vakna ýmsar spurningar, hve lengi verður opið, verður hægt að skoða t.d. um miðnætti þegar albjart er á Íslandi, á að vera sólarhringsvakt, mun þetta nokkuð borga sig? Fyrir utan hvað þetta er hallærislegt og niðurlægjandi þá er hætt við að framkvæmdin verði erfið. Á skíðasvæðum í Evrópu er fjöldinn allur af skíðalyftum, landeigendur og eigendur lyftanna reka sameiginlegt kerfi þannig að gefin eru út kort sem veita aðgang að lyftunum. Svo er gert upp eftir aðsókn hjá hverjum og einum eftir hvert tímabil. Hægt væri að hugsa sér að gefin verði út mismunandi náttúrukort á Íslandi, t.d. vikukort sem gildir fyrir Suðurland, Norðurland, Austurland eða Vesturland, og kort sem giltu fyrir allt landið. Kortin væru sem sagt gild í mismunandi tíma og fyrir aðgreind svæði. Á stöðum þar sem óskað væri eftir að rukka aðgangseyri væri komið fyrir hliði, til að komast inn þyrfti að bera kortið að nema sem opnar fyrir hverjum og einum. Ferðamenn hefðu þannig val um hvort þeir yfirhöfuð vilja kaupa kort, hve mikið þeir vilja skoða og hve lengi. Síðan verði fjármunum sem koma inn skipt eftir ákveðnu kerfi og aðsókn. Umsjónarmenn eða eigendur hvers staðar sæju sjálfir um að koma upp aðstöðu, girða og hafa eftirlit með starfseminni. Þannig væri ekki verið að standa í þessu nema þar sem aðsókn væri töluvert mikil. Ferðamenn borga fast verð fyrir passann og þurfa ekki að vera að spá í hvort þeir eigi að splæsa í að skoða hvern stað eða ekki, þeir renna bara kortinu í gegn. Þetta er hugsanleg leið til að fá fjármuni til að koma upp aðstöðu og viðhalda henni. Það er fráhrindandi að setja flatan skatt á alla sem koma til landsins, sumir hafa engan áhuga á að heimsækja þessa hefðbundnu ferðamannastaði og hvers vegna á að rukka þá? Svo eru það Íslendingarnir. Ef þeir eiga að fá aðgang sem greitt er fyrir t.d. með því að hafa greiðsluna innifalda í nefskatti eins og útvarpsgjaldinu, væri hægt að hafa það þannig að rafræn íslensk skilríki nægi til að fá aðgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að það væri slæm niðurstaða ef við helstu áningarstaði ferðamanna verði kofaskrifli þar sem rukkarar híma þann tíma sem opið er til að taka við klinki af ferðamönnum. Það vakna ýmsar spurningar, hve lengi verður opið, verður hægt að skoða t.d. um miðnætti þegar albjart er á Íslandi, á að vera sólarhringsvakt, mun þetta nokkuð borga sig? Fyrir utan hvað þetta er hallærislegt og niðurlægjandi þá er hætt við að framkvæmdin verði erfið. Á skíðasvæðum í Evrópu er fjöldinn allur af skíðalyftum, landeigendur og eigendur lyftanna reka sameiginlegt kerfi þannig að gefin eru út kort sem veita aðgang að lyftunum. Svo er gert upp eftir aðsókn hjá hverjum og einum eftir hvert tímabil. Hægt væri að hugsa sér að gefin verði út mismunandi náttúrukort á Íslandi, t.d. vikukort sem gildir fyrir Suðurland, Norðurland, Austurland eða Vesturland, og kort sem giltu fyrir allt landið. Kortin væru sem sagt gild í mismunandi tíma og fyrir aðgreind svæði. Á stöðum þar sem óskað væri eftir að rukka aðgangseyri væri komið fyrir hliði, til að komast inn þyrfti að bera kortið að nema sem opnar fyrir hverjum og einum. Ferðamenn hefðu þannig val um hvort þeir yfirhöfuð vilja kaupa kort, hve mikið þeir vilja skoða og hve lengi. Síðan verði fjármunum sem koma inn skipt eftir ákveðnu kerfi og aðsókn. Umsjónarmenn eða eigendur hvers staðar sæju sjálfir um að koma upp aðstöðu, girða og hafa eftirlit með starfseminni. Þannig væri ekki verið að standa í þessu nema þar sem aðsókn væri töluvert mikil. Ferðamenn borga fast verð fyrir passann og þurfa ekki að vera að spá í hvort þeir eigi að splæsa í að skoða hvern stað eða ekki, þeir renna bara kortinu í gegn. Þetta er hugsanleg leið til að fá fjármuni til að koma upp aðstöðu og viðhalda henni. Það er fráhrindandi að setja flatan skatt á alla sem koma til landsins, sumir hafa engan áhuga á að heimsækja þessa hefðbundnu ferðamannastaði og hvers vegna á að rukka þá? Svo eru það Íslendingarnir. Ef þeir eiga að fá aðgang sem greitt er fyrir t.d. með því að hafa greiðsluna innifalda í nefskatti eins og útvarpsgjaldinu, væri hægt að hafa það þannig að rafræn íslensk skilríki nægi til að fá aðgang.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar