Dýravernd Ragnheiður Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2014 07:00 Ómar F. Dabney skrifaði nýlega í grein í Morgunblaðinu að dýraníðingar yrðu ekki stöðvaðir meðan þeir kæmust upp með að misþyrma dýrum. Misþyrming á litlum kettlingi sem hann fjallar um í grein sinni er ekkert einsdæmi um dýraníð hér á landi.Óskar H.Valtýsson skrifaði mjög góða og fróðlega grein í Fréttablaðið 20. des. sl.: „Dýraverndarbarátta í molum.“ Hann deilir réttilega á hinn mjög svo varasama verksmiðjubúskap með dýr, t.d. í eldis- og loðdýraiðnaði. Hann furðar sig mjög, eins og margir aðrir, á algjöru getuleysi Dýraverndarsambands Íslands um að koma dýrunum til varnar.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti, deilir einnig á illa meðferð dýra, t.d. hinar vafasömu girðingar á svæðum hreindýranna á Austurlandi en þær eru í raun slysagildrur þar sem dýrin hafa fest sig og mörg barist þar um til dauða. Líkamsleifar þeirra í girðingunum sanna það. Hreindýrin á Íslandi heyja óvenjulega harða lífsbaráttu. Á hinum löngu hörðu vetrum eru þau oftast skjóllaus á gróðursnauðum heiðum Íslands sem oftar en ekki eru þaktar snjólögum. Þá hrekjast þau oft til byggða og í garða fólks. Frá dýraverndarsjónarmiði ætti að gefa hreindýrunum á veturna. Í lok hins stutta sumars eru þau svo þrautelt af veiðimönnum og skotin í hundraðavís, ekki of vel á sig komin. Útigangshross heyja líka harða lífsbaráttu. Ill meðferð á útigangshrossum er þjóðarskömm. Á löngum hörðum vetrum hafa útigangshross staðið úti í öllum veðrum án skjólveggja og oft með litla gjöf og stundum enga og þá hafa mörg hrossin verið svo illa á sig komin að þurft hefur dýralækni til að aflífa þau. Dýraverndarsamband Íslands ætti að skylda alla útigangshrossaeigendur til að byggja skjólveggi með þaki, m.a. vegna hnjúka sem hross fá á bakið í miskaldri úrkomu, og þar yrði þeim gefið. Dýraverndarsamband Íslands hvar er það? Þegar lagðar hafa verið fram fyrirspurnir og ádeilur í gegnum áraraðir hefur sambandið ekki verið til viðtals. Það þegja þunnu hljóði og virðist oft hvorki heyra né sjá illa meðferð á dýrum. Dýraverndarsamband Íslands stendur sannarlega ekki undir nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ómar F. Dabney skrifaði nýlega í grein í Morgunblaðinu að dýraníðingar yrðu ekki stöðvaðir meðan þeir kæmust upp með að misþyrma dýrum. Misþyrming á litlum kettlingi sem hann fjallar um í grein sinni er ekkert einsdæmi um dýraníð hér á landi.Óskar H.Valtýsson skrifaði mjög góða og fróðlega grein í Fréttablaðið 20. des. sl.: „Dýraverndarbarátta í molum.“ Hann deilir réttilega á hinn mjög svo varasama verksmiðjubúskap með dýr, t.d. í eldis- og loðdýraiðnaði. Hann furðar sig mjög, eins og margir aðrir, á algjöru getuleysi Dýraverndarsambands Íslands um að koma dýrunum til varnar.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti, deilir einnig á illa meðferð dýra, t.d. hinar vafasömu girðingar á svæðum hreindýranna á Austurlandi en þær eru í raun slysagildrur þar sem dýrin hafa fest sig og mörg barist þar um til dauða. Líkamsleifar þeirra í girðingunum sanna það. Hreindýrin á Íslandi heyja óvenjulega harða lífsbaráttu. Á hinum löngu hörðu vetrum eru þau oftast skjóllaus á gróðursnauðum heiðum Íslands sem oftar en ekki eru þaktar snjólögum. Þá hrekjast þau oft til byggða og í garða fólks. Frá dýraverndarsjónarmiði ætti að gefa hreindýrunum á veturna. Í lok hins stutta sumars eru þau svo þrautelt af veiðimönnum og skotin í hundraðavís, ekki of vel á sig komin. Útigangshross heyja líka harða lífsbaráttu. Ill meðferð á útigangshrossum er þjóðarskömm. Á löngum hörðum vetrum hafa útigangshross staðið úti í öllum veðrum án skjólveggja og oft með litla gjöf og stundum enga og þá hafa mörg hrossin verið svo illa á sig komin að þurft hefur dýralækni til að aflífa þau. Dýraverndarsamband Íslands ætti að skylda alla útigangshrossaeigendur til að byggja skjólveggi með þaki, m.a. vegna hnjúka sem hross fá á bakið í miskaldri úrkomu, og þar yrði þeim gefið. Dýraverndarsamband Íslands hvar er það? Þegar lagðar hafa verið fram fyrirspurnir og ádeilur í gegnum áraraðir hefur sambandið ekki verið til viðtals. Það þegja þunnu hljóði og virðist oft hvorki heyra né sjá illa meðferð á dýrum. Dýraverndarsamband Íslands stendur sannarlega ekki undir nafni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar