Dýravernd Ragnheiður Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2014 07:00 Ómar F. Dabney skrifaði nýlega í grein í Morgunblaðinu að dýraníðingar yrðu ekki stöðvaðir meðan þeir kæmust upp með að misþyrma dýrum. Misþyrming á litlum kettlingi sem hann fjallar um í grein sinni er ekkert einsdæmi um dýraníð hér á landi.Óskar H.Valtýsson skrifaði mjög góða og fróðlega grein í Fréttablaðið 20. des. sl.: „Dýraverndarbarátta í molum.“ Hann deilir réttilega á hinn mjög svo varasama verksmiðjubúskap með dýr, t.d. í eldis- og loðdýraiðnaði. Hann furðar sig mjög, eins og margir aðrir, á algjöru getuleysi Dýraverndarsambands Íslands um að koma dýrunum til varnar.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti, deilir einnig á illa meðferð dýra, t.d. hinar vafasömu girðingar á svæðum hreindýranna á Austurlandi en þær eru í raun slysagildrur þar sem dýrin hafa fest sig og mörg barist þar um til dauða. Líkamsleifar þeirra í girðingunum sanna það. Hreindýrin á Íslandi heyja óvenjulega harða lífsbaráttu. Á hinum löngu hörðu vetrum eru þau oftast skjóllaus á gróðursnauðum heiðum Íslands sem oftar en ekki eru þaktar snjólögum. Þá hrekjast þau oft til byggða og í garða fólks. Frá dýraverndarsjónarmiði ætti að gefa hreindýrunum á veturna. Í lok hins stutta sumars eru þau svo þrautelt af veiðimönnum og skotin í hundraðavís, ekki of vel á sig komin. Útigangshross heyja líka harða lífsbaráttu. Ill meðferð á útigangshrossum er þjóðarskömm. Á löngum hörðum vetrum hafa útigangshross staðið úti í öllum veðrum án skjólveggja og oft með litla gjöf og stundum enga og þá hafa mörg hrossin verið svo illa á sig komin að þurft hefur dýralækni til að aflífa þau. Dýraverndarsamband Íslands ætti að skylda alla útigangshrossaeigendur til að byggja skjólveggi með þaki, m.a. vegna hnjúka sem hross fá á bakið í miskaldri úrkomu, og þar yrði þeim gefið. Dýraverndarsamband Íslands hvar er það? Þegar lagðar hafa verið fram fyrirspurnir og ádeilur í gegnum áraraðir hefur sambandið ekki verið til viðtals. Það þegja þunnu hljóði og virðist oft hvorki heyra né sjá illa meðferð á dýrum. Dýraverndarsamband Íslands stendur sannarlega ekki undir nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ómar F. Dabney skrifaði nýlega í grein í Morgunblaðinu að dýraníðingar yrðu ekki stöðvaðir meðan þeir kæmust upp með að misþyrma dýrum. Misþyrming á litlum kettlingi sem hann fjallar um í grein sinni er ekkert einsdæmi um dýraníð hér á landi.Óskar H.Valtýsson skrifaði mjög góða og fróðlega grein í Fréttablaðið 20. des. sl.: „Dýraverndarbarátta í molum.“ Hann deilir réttilega á hinn mjög svo varasama verksmiðjubúskap með dýr, t.d. í eldis- og loðdýraiðnaði. Hann furðar sig mjög, eins og margir aðrir, á algjöru getuleysi Dýraverndarsambands Íslands um að koma dýrunum til varnar.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti, deilir einnig á illa meðferð dýra, t.d. hinar vafasömu girðingar á svæðum hreindýranna á Austurlandi en þær eru í raun slysagildrur þar sem dýrin hafa fest sig og mörg barist þar um til dauða. Líkamsleifar þeirra í girðingunum sanna það. Hreindýrin á Íslandi heyja óvenjulega harða lífsbaráttu. Á hinum löngu hörðu vetrum eru þau oftast skjóllaus á gróðursnauðum heiðum Íslands sem oftar en ekki eru þaktar snjólögum. Þá hrekjast þau oft til byggða og í garða fólks. Frá dýraverndarsjónarmiði ætti að gefa hreindýrunum á veturna. Í lok hins stutta sumars eru þau svo þrautelt af veiðimönnum og skotin í hundraðavís, ekki of vel á sig komin. Útigangshross heyja líka harða lífsbaráttu. Ill meðferð á útigangshrossum er þjóðarskömm. Á löngum hörðum vetrum hafa útigangshross staðið úti í öllum veðrum án skjólveggja og oft með litla gjöf og stundum enga og þá hafa mörg hrossin verið svo illa á sig komin að þurft hefur dýralækni til að aflífa þau. Dýraverndarsamband Íslands ætti að skylda alla útigangshrossaeigendur til að byggja skjólveggi með þaki, m.a. vegna hnjúka sem hross fá á bakið í miskaldri úrkomu, og þar yrði þeim gefið. Dýraverndarsamband Íslands hvar er það? Þegar lagðar hafa verið fram fyrirspurnir og ádeilur í gegnum áraraðir hefur sambandið ekki verið til viðtals. Það þegja þunnu hljóði og virðist oft hvorki heyra né sjá illa meðferð á dýrum. Dýraverndarsamband Íslands stendur sannarlega ekki undir nafni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar