Dýravernd Ragnheiður Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2014 07:00 Ómar F. Dabney skrifaði nýlega í grein í Morgunblaðinu að dýraníðingar yrðu ekki stöðvaðir meðan þeir kæmust upp með að misþyrma dýrum. Misþyrming á litlum kettlingi sem hann fjallar um í grein sinni er ekkert einsdæmi um dýraníð hér á landi.Óskar H.Valtýsson skrifaði mjög góða og fróðlega grein í Fréttablaðið 20. des. sl.: „Dýraverndarbarátta í molum.“ Hann deilir réttilega á hinn mjög svo varasama verksmiðjubúskap með dýr, t.d. í eldis- og loðdýraiðnaði. Hann furðar sig mjög, eins og margir aðrir, á algjöru getuleysi Dýraverndarsambands Íslands um að koma dýrunum til varnar.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti, deilir einnig á illa meðferð dýra, t.d. hinar vafasömu girðingar á svæðum hreindýranna á Austurlandi en þær eru í raun slysagildrur þar sem dýrin hafa fest sig og mörg barist þar um til dauða. Líkamsleifar þeirra í girðingunum sanna það. Hreindýrin á Íslandi heyja óvenjulega harða lífsbaráttu. Á hinum löngu hörðu vetrum eru þau oftast skjóllaus á gróðursnauðum heiðum Íslands sem oftar en ekki eru þaktar snjólögum. Þá hrekjast þau oft til byggða og í garða fólks. Frá dýraverndarsjónarmiði ætti að gefa hreindýrunum á veturna. Í lok hins stutta sumars eru þau svo þrautelt af veiðimönnum og skotin í hundraðavís, ekki of vel á sig komin. Útigangshross heyja líka harða lífsbaráttu. Ill meðferð á útigangshrossum er þjóðarskömm. Á löngum hörðum vetrum hafa útigangshross staðið úti í öllum veðrum án skjólveggja og oft með litla gjöf og stundum enga og þá hafa mörg hrossin verið svo illa á sig komin að þurft hefur dýralækni til að aflífa þau. Dýraverndarsamband Íslands ætti að skylda alla útigangshrossaeigendur til að byggja skjólveggi með þaki, m.a. vegna hnjúka sem hross fá á bakið í miskaldri úrkomu, og þar yrði þeim gefið. Dýraverndarsamband Íslands hvar er það? Þegar lagðar hafa verið fram fyrirspurnir og ádeilur í gegnum áraraðir hefur sambandið ekki verið til viðtals. Það þegja þunnu hljóði og virðist oft hvorki heyra né sjá illa meðferð á dýrum. Dýraverndarsamband Íslands stendur sannarlega ekki undir nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ómar F. Dabney skrifaði nýlega í grein í Morgunblaðinu að dýraníðingar yrðu ekki stöðvaðir meðan þeir kæmust upp með að misþyrma dýrum. Misþyrming á litlum kettlingi sem hann fjallar um í grein sinni er ekkert einsdæmi um dýraníð hér á landi.Óskar H.Valtýsson skrifaði mjög góða og fróðlega grein í Fréttablaðið 20. des. sl.: „Dýraverndarbarátta í molum.“ Hann deilir réttilega á hinn mjög svo varasama verksmiðjubúskap með dýr, t.d. í eldis- og loðdýraiðnaði. Hann furðar sig mjög, eins og margir aðrir, á algjöru getuleysi Dýraverndarsambands Íslands um að koma dýrunum til varnar.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti, deilir einnig á illa meðferð dýra, t.d. hinar vafasömu girðingar á svæðum hreindýranna á Austurlandi en þær eru í raun slysagildrur þar sem dýrin hafa fest sig og mörg barist þar um til dauða. Líkamsleifar þeirra í girðingunum sanna það. Hreindýrin á Íslandi heyja óvenjulega harða lífsbaráttu. Á hinum löngu hörðu vetrum eru þau oftast skjóllaus á gróðursnauðum heiðum Íslands sem oftar en ekki eru þaktar snjólögum. Þá hrekjast þau oft til byggða og í garða fólks. Frá dýraverndarsjónarmiði ætti að gefa hreindýrunum á veturna. Í lok hins stutta sumars eru þau svo þrautelt af veiðimönnum og skotin í hundraðavís, ekki of vel á sig komin. Útigangshross heyja líka harða lífsbaráttu. Ill meðferð á útigangshrossum er þjóðarskömm. Á löngum hörðum vetrum hafa útigangshross staðið úti í öllum veðrum án skjólveggja og oft með litla gjöf og stundum enga og þá hafa mörg hrossin verið svo illa á sig komin að þurft hefur dýralækni til að aflífa þau. Dýraverndarsamband Íslands ætti að skylda alla útigangshrossaeigendur til að byggja skjólveggi með þaki, m.a. vegna hnjúka sem hross fá á bakið í miskaldri úrkomu, og þar yrði þeim gefið. Dýraverndarsamband Íslands hvar er það? Þegar lagðar hafa verið fram fyrirspurnir og ádeilur í gegnum áraraðir hefur sambandið ekki verið til viðtals. Það þegja þunnu hljóði og virðist oft hvorki heyra né sjá illa meðferð á dýrum. Dýraverndarsamband Íslands stendur sannarlega ekki undir nafni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar