Úlfarsárdalur: Fimm stjörnu hótel! Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 22. maí 2014 10:26 Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar