Hæpin rök og veikar rannsóknir Matthías Matthíasson skrifar 22. maí 2014 15:14 Hildur Friðriksdóttir frambjóðandi Vinstri grænna á Akureyri skrifar pistil á Vísi þann 21. maí sl. þar sem hún hafnar hugmyndum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um aukinn fjölbreytileika í skólastarfi fyrir ungmenni þessa lands. Vísar hún af því tilefni í mat Berglindar Rósar Magnúsdóttur á áhrifum einkavæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Mat Berglindar Rósar byggir meðal annars á viðtölum og lýðfræðilegum gögnum Um þetta efni hefur Berglind Rós flutt opinberan fyrirlestur þar sem hún notar fylgnisamband til að renna stoðum undir þá pólitísku skoðun sína að fjölgun sjálfstæðra skóla í Bandaríkjunum sé orsök breyttrar samsetningar í hópi nemenda sem útskrifast úr 250 bestu háskólunum þar í landi. Ekki tekst henni þó að sýna fram á að um orsakasamband sé að ræða. Berglind reynir einnig í erindi sínu að sýna fram á að mikil ógn steðji að Íslendingum því forréttindi auðstétta verði endursköpuð í gegn um skólakerfið. Berglindi tekst ekki að sýna fram á að slík forréttindasköpun sé líklegri en að börn njóti jafnræðis og góðrar menntunar í sjálfstæðum skólum á Íslandi. Hér er því einungis um pólítíska óskhyggju að ræða af hálfu Berglindar Rósar. Flestir íslenskir sjálfstæðir skólar fylgja hinni evrópsku hefð sem snýst um framgang hugmyndafræði í skólastarfi frekar en að um hreint viðskiptalíkan sé að ræða. Þar á meðal hefur Margrét Pála barist fyrir bæði leik- og grunnskólasamningum þar sem foreldrar greiða ekki meira í sjálfstætt starfandi skólum en opinberum, þ.e. ef þeir fá sama fjármagn og aðrir. Hjallastefnan fékk að þróast eftir gríðarleg átök við hið opinbera og loks með sjálfstæðum rekstri tókst að skapa stefnunni forsendur með fleiri leikskólum og komast upp á grunnskólastigið. Kristín Dýrfjörð hefur hoggið í sama knérunn með pólitískri umfjöllun um nýfrjálshyggju í leikskólakerfinu. Hefur þar einnig verið um óljósa fræðilega umfjöllun að ræða undir formerkjum orðræðugreiningar sem hefur verið notuð til að túlka ýmsa texta sem birst hafa opinberlega um skólastarf. Starfsemi sjálfstæðra skóla er ekki skoðuð beint, né heldur er sýnt fram á orsakasamband af neinu tagi. Í raun er ekkert að því að gjalda pólitískan varhug við sjálfstætt starfandi skólum. En sé það gert undir formerkjum fræðilegra niðurstaðna, þá hlýtur að vera gerð sú krafa að slíkar staðhæfingar séu studdar með sterkari gögnum en textarýni og óskhyggju. Sjálfstæðir skólar á Íslandi eru hlutfallslega mjög fáir en þar er unnið gott starf sem er því miður oft gagnrýnt á ómálefnalegan hátt. Flest skólafólk óskar eftir auknu frelsi í stöfum sínum. Reyndin er sú að starfsemi fjölmargra opinberra skóla er heft vegna afskipta stéttarfélaga, stjórnmálafólks, embættisfólks og námskrár og hart er vegið að þeim fáu frumkvöðlum í kerfinu sem gera tilraunir. Rökin eru oft þau að tryggja þurfi einsleitni í aðbúnaði kennara og í starfsemi skóla eða jafnvel að ekki megi rugga bátnum; að enginn megi veita betri þjónustu en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hildur Friðriksdóttir frambjóðandi Vinstri grænna á Akureyri skrifar pistil á Vísi þann 21. maí sl. þar sem hún hafnar hugmyndum Margrétar Pálu Ólafsdóttur um aukinn fjölbreytileika í skólastarfi fyrir ungmenni þessa lands. Vísar hún af því tilefni í mat Berglindar Rósar Magnúsdóttur á áhrifum einkavæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Mat Berglindar Rósar byggir meðal annars á viðtölum og lýðfræðilegum gögnum Um þetta efni hefur Berglind Rós flutt opinberan fyrirlestur þar sem hún notar fylgnisamband til að renna stoðum undir þá pólitísku skoðun sína að fjölgun sjálfstæðra skóla í Bandaríkjunum sé orsök breyttrar samsetningar í hópi nemenda sem útskrifast úr 250 bestu háskólunum þar í landi. Ekki tekst henni þó að sýna fram á að um orsakasamband sé að ræða. Berglind reynir einnig í erindi sínu að sýna fram á að mikil ógn steðji að Íslendingum því forréttindi auðstétta verði endursköpuð í gegn um skólakerfið. Berglindi tekst ekki að sýna fram á að slík forréttindasköpun sé líklegri en að börn njóti jafnræðis og góðrar menntunar í sjálfstæðum skólum á Íslandi. Hér er því einungis um pólítíska óskhyggju að ræða af hálfu Berglindar Rósar. Flestir íslenskir sjálfstæðir skólar fylgja hinni evrópsku hefð sem snýst um framgang hugmyndafræði í skólastarfi frekar en að um hreint viðskiptalíkan sé að ræða. Þar á meðal hefur Margrét Pála barist fyrir bæði leik- og grunnskólasamningum þar sem foreldrar greiða ekki meira í sjálfstætt starfandi skólum en opinberum, þ.e. ef þeir fá sama fjármagn og aðrir. Hjallastefnan fékk að þróast eftir gríðarleg átök við hið opinbera og loks með sjálfstæðum rekstri tókst að skapa stefnunni forsendur með fleiri leikskólum og komast upp á grunnskólastigið. Kristín Dýrfjörð hefur hoggið í sama knérunn með pólitískri umfjöllun um nýfrjálshyggju í leikskólakerfinu. Hefur þar einnig verið um óljósa fræðilega umfjöllun að ræða undir formerkjum orðræðugreiningar sem hefur verið notuð til að túlka ýmsa texta sem birst hafa opinberlega um skólastarf. Starfsemi sjálfstæðra skóla er ekki skoðuð beint, né heldur er sýnt fram á orsakasamband af neinu tagi. Í raun er ekkert að því að gjalda pólitískan varhug við sjálfstætt starfandi skólum. En sé það gert undir formerkjum fræðilegra niðurstaðna, þá hlýtur að vera gerð sú krafa að slíkar staðhæfingar séu studdar með sterkari gögnum en textarýni og óskhyggju. Sjálfstæðir skólar á Íslandi eru hlutfallslega mjög fáir en þar er unnið gott starf sem er því miður oft gagnrýnt á ómálefnalegan hátt. Flest skólafólk óskar eftir auknu frelsi í stöfum sínum. Reyndin er sú að starfsemi fjölmargra opinberra skóla er heft vegna afskipta stéttarfélaga, stjórnmálafólks, embættisfólks og námskrár og hart er vegið að þeim fáu frumkvöðlum í kerfinu sem gera tilraunir. Rökin eru oft þau að tryggja þurfi einsleitni í aðbúnaði kennara og í starfsemi skóla eða jafnvel að ekki megi rugga bátnum; að enginn megi veita betri þjónustu en aðrir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar