Glöggt er gests augað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2014 10:29 Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun