Glöggt er gests augað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2014 10:29 Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þau jákvæðu áhrif og innblástur sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag eru því miður oft vanmetin. Við gleymum of oft þeirri staðreynd að innflytjendur flytja inn hugvit, þekkingu, menningu og fleiri þætti sem auðga mjög íslenskt samfélag í víðu samhengi. Við gleymum einnig þeirri staðreynd að innflytjendur eru ekki að taka af kökunni, heldur stækka þeir hana og auka þannig framleiðni í íslensku samfélagi.Hærra hlutfall innflytjenda fyrirtækjaeigendur Flestar vestrænar þjóðir hafa áttað sig á þessu fyrir þó nokkru síðan. Í rannsókn, sem unnin var af háskóla í Kaliforníu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, kom fram að frumkvöðlar eru fleiri á meðal innflytjenda en innfæddra í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar voru að 10,3% innflytjenda ættu eigið fyrirtæki á meðan 9,3% innfæddra ættu eigið fyrirtæki. Þar kom einnig fram að innflytjendur ættu þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum sem veitt hafa verið í helstu háskólum Bandaríkjanna. Frumkvöðlaeðlið virðist því vera töluvert ríkara hjá innflytjendum.Kaffihúsið hans Augustins Við vitum að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks atvinnulífs og þar hafa innflytjendur látið til sín taka. Það má sem dæmi nefna fjölda veitingastaða sem reknir eru af innflytjendum og hafa svo sannarlega auðgað matarmenningu þjóðarinnar. Ég starfaði sjálf fyrir um tveimur áratugum á kaffihúsi í eigu innflytjanda, hins spænska Augustins. Ég veit ekki betur en að hann hafi allar götur síðan verið í veitingarekstri og sé enn. Hann hefur að jafnaði verið að skapa 5-10 störf á hverjum tíma.Tækifærin sem við sjáum ekki Það var einnig áhugavert fyrir okkur Íslendingana sem unnum fyrir Augustin að kynnast spænskri menningu og spænskum mat. Þetta vakti áhuga minn á Spáni og ég fór í kjölfarið til Madrid þar sem ég dvaldi í eitt ár til að sjúga í mig menninguna og læra tungumálið – og kom reynslunni ríkari til baka. Það mætti nefna svipuð dæmi af erlendum aðilum sem hafa starfað í öðrum geirum hér á landi og víkkað þannig sjóndeildarhring okkar.Fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks Glöggt er gests augað, segir málshátturinn – en það á vel við um þá sem hingað flytja. Þeir sjá tækifæri sem við hin sjáum ekki vegna þess að þeir koma úr allt öðru umhverfi. Þetta hefur orðið til þess að svo stór hluti útlendinga stofnar fyrirtæki sem mjög oft eru farsæl – oft eða yfirleitt byggð á eða undir áhrifum frá fyrirmynd í þeirra eigin landi eða menningu. Tökum þeim fagnandi og sköpum hér farsælt og fjölþjóðlegt samfélag einkaframtaks.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun