Hvað gerir stjórnmálamenn trúverðuga? Hörður Bergmann skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins tuttugasta þessa mánaðar fjallar Sigurjón, ritstjóri blaðsins, um siðferðilegt álitamál á þessa leið: „Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á.“ Þessa skoðun má ræða frá öðru sjónarmiði. Til dæmis með því að leita svara við spurningum sem þessum: Hvað felst í hugtakinu trúverðugleiki? Glata þeir sem gagnrýna lög sett af meirihluta á Alþingi trúverðugleika sínum við að nota réttindi sem þar eru veitt? Orðabækur skýra orðið trúverðugur með orðum eins og „áreiðanlegur“ og „sem trúa má“. Ádeila ritstjórans hvetur því eiginlega lesandann til að hætta að taka mark á þeim sem nota sér rétt sem þeim er gefinn með lögum sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks,“ fullyrðir hann. Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti finnst mér ástæða til að virða og taka mark á þeim sem gagnrýna lög þrátt fyrir það að geta grætt eitthvað á þeim persónulega. Flestir, sem hnossið hljóta, láta sem ekkert sé; una við sinn feng þótt þótt hálfsannleikur um svigrúm og fé á lausu reynist blekking og háværir brestir í innviðum velferðarkerfisins skeri í eyrun. Gera engar athugasemdir við lög sem fela í sér varasama forgangsröðun og margs konar mismunun, skilja t.d. eftir í óbættri stöðu þá sem hafa húsaskjól sem búseturétthafar eða leigjendur. Þakkarvert er hins vegar dæmið af Pétri H. Blöndal alþingismanni sem segir í nefndaráliti: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. Leiguverð þessara íbúða ræðst að mestu leyti af afborgun lána, þ.e. greiðslu af höfuðstól og vöxtum, sem frumvarpið nær ekki til. Slík mismunun er óásættanleg“. Ég læt mig engu skipta hvort Pétur H. Blöndal eða einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn hafa notfært sér rétt sem þeir hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakkir skildar fyrir tilraunir til að gæta almannahags í landi þar sem valdhafarnir eru annað að sýsla og horfa framhjá hruni sem skekur undirstöður heilbrigðis- og menntakerfis þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins tuttugasta þessa mánaðar fjallar Sigurjón, ritstjóri blaðsins, um siðferðilegt álitamál á þessa leið: „Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á.“ Þessa skoðun má ræða frá öðru sjónarmiði. Til dæmis með því að leita svara við spurningum sem þessum: Hvað felst í hugtakinu trúverðugleiki? Glata þeir sem gagnrýna lög sett af meirihluta á Alþingi trúverðugleika sínum við að nota réttindi sem þar eru veitt? Orðabækur skýra orðið trúverðugur með orðum eins og „áreiðanlegur“ og „sem trúa má“. Ádeila ritstjórans hvetur því eiginlega lesandann til að hætta að taka mark á þeim sem nota sér rétt sem þeim er gefinn með lögum sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks,“ fullyrðir hann. Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti finnst mér ástæða til að virða og taka mark á þeim sem gagnrýna lög þrátt fyrir það að geta grætt eitthvað á þeim persónulega. Flestir, sem hnossið hljóta, láta sem ekkert sé; una við sinn feng þótt þótt hálfsannleikur um svigrúm og fé á lausu reynist blekking og háværir brestir í innviðum velferðarkerfisins skeri í eyrun. Gera engar athugasemdir við lög sem fela í sér varasama forgangsröðun og margs konar mismunun, skilja t.d. eftir í óbættri stöðu þá sem hafa húsaskjól sem búseturétthafar eða leigjendur. Þakkarvert er hins vegar dæmið af Pétri H. Blöndal alþingismanni sem segir í nefndaráliti: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. Leiguverð þessara íbúða ræðst að mestu leyti af afborgun lána, þ.e. greiðslu af höfuðstól og vöxtum, sem frumvarpið nær ekki til. Slík mismunun er óásættanleg“. Ég læt mig engu skipta hvort Pétur H. Blöndal eða einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn hafa notfært sér rétt sem þeir hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakkir skildar fyrir tilraunir til að gæta almannahags í landi þar sem valdhafarnir eru annað að sýsla og horfa framhjá hruni sem skekur undirstöður heilbrigðis- og menntakerfis þjóðarinnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar