Hvað gerir stjórnmálamenn trúverðuga? Hörður Bergmann skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins tuttugasta þessa mánaðar fjallar Sigurjón, ritstjóri blaðsins, um siðferðilegt álitamál á þessa leið: „Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á.“ Þessa skoðun má ræða frá öðru sjónarmiði. Til dæmis með því að leita svara við spurningum sem þessum: Hvað felst í hugtakinu trúverðugleiki? Glata þeir sem gagnrýna lög sett af meirihluta á Alþingi trúverðugleika sínum við að nota réttindi sem þar eru veitt? Orðabækur skýra orðið trúverðugur með orðum eins og „áreiðanlegur“ og „sem trúa má“. Ádeila ritstjórans hvetur því eiginlega lesandann til að hætta að taka mark á þeim sem nota sér rétt sem þeim er gefinn með lögum sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks,“ fullyrðir hann. Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti finnst mér ástæða til að virða og taka mark á þeim sem gagnrýna lög þrátt fyrir það að geta grætt eitthvað á þeim persónulega. Flestir, sem hnossið hljóta, láta sem ekkert sé; una við sinn feng þótt þótt hálfsannleikur um svigrúm og fé á lausu reynist blekking og háværir brestir í innviðum velferðarkerfisins skeri í eyrun. Gera engar athugasemdir við lög sem fela í sér varasama forgangsröðun og margs konar mismunun, skilja t.d. eftir í óbættri stöðu þá sem hafa húsaskjól sem búseturétthafar eða leigjendur. Þakkarvert er hins vegar dæmið af Pétri H. Blöndal alþingismanni sem segir í nefndaráliti: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. Leiguverð þessara íbúða ræðst að mestu leyti af afborgun lána, þ.e. greiðslu af höfuðstól og vöxtum, sem frumvarpið nær ekki til. Slík mismunun er óásættanleg“. Ég læt mig engu skipta hvort Pétur H. Blöndal eða einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn hafa notfært sér rétt sem þeir hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakkir skildar fyrir tilraunir til að gæta almannahags í landi þar sem valdhafarnir eru annað að sýsla og horfa framhjá hruni sem skekur undirstöður heilbrigðis- og menntakerfis þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins tuttugasta þessa mánaðar fjallar Sigurjón, ritstjóri blaðsins, um siðferðilegt álitamál á þessa leið: „Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á.“ Þessa skoðun má ræða frá öðru sjónarmiði. Til dæmis með því að leita svara við spurningum sem þessum: Hvað felst í hugtakinu trúverðugleiki? Glata þeir sem gagnrýna lög sett af meirihluta á Alþingi trúverðugleika sínum við að nota réttindi sem þar eru veitt? Orðabækur skýra orðið trúverðugur með orðum eins og „áreiðanlegur“ og „sem trúa má“. Ádeila ritstjórans hvetur því eiginlega lesandann til að hætta að taka mark á þeim sem nota sér rétt sem þeim er gefinn með lögum sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks,“ fullyrðir hann. Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti finnst mér ástæða til að virða og taka mark á þeim sem gagnrýna lög þrátt fyrir það að geta grætt eitthvað á þeim persónulega. Flestir, sem hnossið hljóta, láta sem ekkert sé; una við sinn feng þótt þótt hálfsannleikur um svigrúm og fé á lausu reynist blekking og háværir brestir í innviðum velferðarkerfisins skeri í eyrun. Gera engar athugasemdir við lög sem fela í sér varasama forgangsröðun og margs konar mismunun, skilja t.d. eftir í óbættri stöðu þá sem hafa húsaskjól sem búseturétthafar eða leigjendur. Þakkarvert er hins vegar dæmið af Pétri H. Blöndal alþingismanni sem segir í nefndaráliti: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. Leiguverð þessara íbúða ræðst að mestu leyti af afborgun lána, þ.e. greiðslu af höfuðstól og vöxtum, sem frumvarpið nær ekki til. Slík mismunun er óásættanleg“. Ég læt mig engu skipta hvort Pétur H. Blöndal eða einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn hafa notfært sér rétt sem þeir hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakkir skildar fyrir tilraunir til að gæta almannahags í landi þar sem valdhafarnir eru annað að sýsla og horfa framhjá hruni sem skekur undirstöður heilbrigðis- og menntakerfis þjóðarinnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar