Bjargaði hryggbrotnum hundi í Taílandi og flutti hann til Kanada Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2014 18:31 Eftir fimm mánaða ferðalög, dýralæknismeðferðir og hópfjármögnun er fatlaði taílenski hundurinn Leo kominn í gott atlæti í Kanada. Saga Leo hefur vakið talsverða athygli víða um heim en hann er hryggbrotinn.Þetta er röntgenmynd af Leo.Meagan Penman var á ferðalagi í Taílandi þegar hún rakst á Leo á strönd þar sem hann dró sig áfram á framlöppunum. Hún leitaði til dýraathvarfa í grennd við ströndina til að reyna að koma honum fyrir í öruggum höndum en ekkert athvarf vildi taka við honum. Þegar Penman var komin heim tók hún þá ákvörðun að Leo væri líklega best komið í Kanada. Hún byrjaði í kjölfarið að safna fé á hópfjármögnunarsíðunni Gofundmen fyrir dýralæknis- og ferðakostnaði. „Hann var í hræðilegu ástandi, hann hefði verið dauður á innan við mánuði hefðum við ekki flutt hann,“ skrifaði Penman á myndasíðuna Imgur. „Ég gat ekki fundið neinn til að hugsa um hann í Taílandi svo ég tók hann með mér til Kanada.“Leo kemst nú óhindrað ferða sinna.Söfnunin gekk vel og hálfum mánuði eftir að hún hófst var Penman komin aftur til Taílands þar sem hún hafði uppi á hundinum. Hún hélt á honum á dýralæknastofu þar sem hann var settur í röntgenmyndatöku. Það var þá sem í ljós kom að hryggur hans var brotinn. Söfnunin skilaði samtals 7.000 dölum, jafnvirði 860 þúsund króna, og dugði það til að borga fyrir þriggja mánaða meðferð hjá dýralækni í Taílandi og síðan flutningi til Kanada. Þar var hann settur í fóstur hjá Jamie Smith í Ontario þar sem Penman gat sjálf ekki sinnt honum sem skildi. Fjölmargir hafa lagt Leo lið með fjárframlögum hefur ónefnt fyrirtæki einnig gefið sérstaka græju sem gerir honum kleift að komast um óhindrað. Hér fyrir neðan er myndband sem Penman tók þegar hún hitti Leo fyrst. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Eftir fimm mánaða ferðalög, dýralæknismeðferðir og hópfjármögnun er fatlaði taílenski hundurinn Leo kominn í gott atlæti í Kanada. Saga Leo hefur vakið talsverða athygli víða um heim en hann er hryggbrotinn.Þetta er röntgenmynd af Leo.Meagan Penman var á ferðalagi í Taílandi þegar hún rakst á Leo á strönd þar sem hann dró sig áfram á framlöppunum. Hún leitaði til dýraathvarfa í grennd við ströndina til að reyna að koma honum fyrir í öruggum höndum en ekkert athvarf vildi taka við honum. Þegar Penman var komin heim tók hún þá ákvörðun að Leo væri líklega best komið í Kanada. Hún byrjaði í kjölfarið að safna fé á hópfjármögnunarsíðunni Gofundmen fyrir dýralæknis- og ferðakostnaði. „Hann var í hræðilegu ástandi, hann hefði verið dauður á innan við mánuði hefðum við ekki flutt hann,“ skrifaði Penman á myndasíðuna Imgur. „Ég gat ekki fundið neinn til að hugsa um hann í Taílandi svo ég tók hann með mér til Kanada.“Leo kemst nú óhindrað ferða sinna.Söfnunin gekk vel og hálfum mánuði eftir að hún hófst var Penman komin aftur til Taílands þar sem hún hafði uppi á hundinum. Hún hélt á honum á dýralæknastofu þar sem hann var settur í röntgenmyndatöku. Það var þá sem í ljós kom að hryggur hans var brotinn. Söfnunin skilaði samtals 7.000 dölum, jafnvirði 860 þúsund króna, og dugði það til að borga fyrir þriggja mánaða meðferð hjá dýralækni í Taílandi og síðan flutningi til Kanada. Þar var hann settur í fóstur hjá Jamie Smith í Ontario þar sem Penman gat sjálf ekki sinnt honum sem skildi. Fjölmargir hafa lagt Leo lið með fjárframlögum hefur ónefnt fyrirtæki einnig gefið sérstaka græju sem gerir honum kleift að komast um óhindrað. Hér fyrir neðan er myndband sem Penman tók þegar hún hitti Leo fyrst.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira