„Af hverju borða þau ekki bara kökur“ Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Mig grunar að ég hafi ekki verið ein um það að misbjóða viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Austurvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagnrýna hans eigin vinnubrögð og kollega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvartan almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem forsætisráðherra og ríkisstjórnin skilur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjármunum og innheimta tekjur samkvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjálshyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stóreignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvöfaldast, um skert réttindi atvinnulausra og framlag til starfsendurhæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækkunar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóðfélaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkisstjórnin hefur heitið mótvægisaðgerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir.Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerðingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissulega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er forgangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæðunum fyrir því að fólk mætti á Austurvöll þann 3. nóvember. Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögðum forsætisráðherra við umræddum mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Mig grunar að ég hafi ekki verið ein um það að misbjóða viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Austurvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagnrýna hans eigin vinnubrögð og kollega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvartan almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem forsætisráðherra og ríkisstjórnin skilur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjármunum og innheimta tekjur samkvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjálshyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stóreignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvöfaldast, um skert réttindi atvinnulausra og framlag til starfsendurhæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækkunar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóðfélaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkisstjórnin hefur heitið mótvægisaðgerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir.Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerðingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissulega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er forgangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæðunum fyrir því að fólk mætti á Austurvöll þann 3. nóvember. Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögðum forsætisráðherra við umræddum mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar