Nýtt líf Völu Grand: "Ég ætla að verða markaðsgúrú“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 12:30 Vala elskar bekkina á sólbaðsstofunni. Segir þá þá bestu á landinu. vísir/ernir „Mér var boðin þessi vinna út af því að ég er svo góð í að markaðssetja. Ég hef áhuga á þessu. Mér finnst gaman að hjálpa nýjum fyrirtækjum að byggja sig upp. Það er eitthvað við þetta starf. Ég er að fíla mig. Mér finnst svo gaman að taka að mér ný verkefni,“ segir athafnakonan Vala Grand. Hún er orðin markaðsstjóri hjá sólbaðsstofunni Sól Stúdíó í Kópavogi sem opnaði fyrir rétt rúmlega mánuði. „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en stundum fæ ég leið. Þá læt ég mig fara. Ég held ég verði hér í smá stund enda erum við með flottustu bekki landsins. Það skemmtilega við þá er að við erum með snúru í bekkjunum sem þú getur tengt við síma eða iPad og þá geturðu hlustað á þína eigin tónlist. Þá þarftu ekki að hlusta á einhverja ógeðslega leiðinlega tónlist í útvarpinu,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig wifi-tenging á stofunni.Völu dreymir um að verða markaðsgúrú.En er eitthvað vit í að reka sólbaðsstofu í dag? „Það er mikill bisness í þessu. Mér brá hvað eru margir sem koma í ljós,“ segir Vala sem hefur sinnt markaðsstjórastarfinu í viku. „Sumum líður bara eins og þeir sé naktir ef þeir eru hvítir og vilja þess vegna vera brúnir. Það er nóg að gera hér og fyrirtækið er alltaf að stækka og stækka. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að koma þessu fyrirtæki á framfæri,“ bætir Vala við og er strax komin með markaðsherferð fyrir jólatörnina. „Ég segi við alla núna að markaðsherferð Sól Stúdíó fyrir jólin sé: Fáðu lit fyrir jólin. Eða: Ekki vera næpa um jólin. Komdu hingað og vertu brún/n og sæt/ur um jólin,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki að ástæðulausu að Vala tók að sér starfið enda dreymir hana um að fara í háskólanám í markaðsfræðum. „Ég er alltaf á leiðinni í skóla í eitthvað sem tengist markaðsfræðum. Þetta starf er upphitun fyrir námið. Mig langaði að læra aðeins á vinnumarkaðinum og taka síðan stöðupróf í háskólanum og fara í markaðsfræði. Ég ætla að verða markaðsgúrú. Þetta er bara byrjunin,“ segir hún.Vala og Gunnar Már.Gunnar Már Levísson rekur Sól Stúdíó og er hæstánægður með að fá Völu í vinnu. Svo ánægður að hann og Vala ætla að bjóða öllum fimmtán prósent afslátt af ljósatímum í nóvember. En það er bara byrjunin því innan skamms ætla þau að fara í heljarinnar markaðsátak. „Við ætlum að finna Sól Stúdíó stelpuna, annað hvort um jólin eða eftir jól. Hún verður í öllum auglýsingum hjá okkur,“ segir Vala. En hvernig á þessi stúlka að vera? „Þessi stelpa á að vera sjálfstæð og full af sjálfstrausti. Stór, lítil, feit eða mjó – það skiptir ekki máli. Hún á bara að vera manneskja sem selur. Og auðvitað fær hún eitthvað í staðinn – allavega ljósatíma,“ segir Vala. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Mér var boðin þessi vinna út af því að ég er svo góð í að markaðssetja. Ég hef áhuga á þessu. Mér finnst gaman að hjálpa nýjum fyrirtækjum að byggja sig upp. Það er eitthvað við þetta starf. Ég er að fíla mig. Mér finnst svo gaman að taka að mér ný verkefni,“ segir athafnakonan Vala Grand. Hún er orðin markaðsstjóri hjá sólbaðsstofunni Sól Stúdíó í Kópavogi sem opnaði fyrir rétt rúmlega mánuði. „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en stundum fæ ég leið. Þá læt ég mig fara. Ég held ég verði hér í smá stund enda erum við með flottustu bekki landsins. Það skemmtilega við þá er að við erum með snúru í bekkjunum sem þú getur tengt við síma eða iPad og þá geturðu hlustað á þína eigin tónlist. Þá þarftu ekki að hlusta á einhverja ógeðslega leiðinlega tónlist í útvarpinu,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig wifi-tenging á stofunni.Völu dreymir um að verða markaðsgúrú.En er eitthvað vit í að reka sólbaðsstofu í dag? „Það er mikill bisness í þessu. Mér brá hvað eru margir sem koma í ljós,“ segir Vala sem hefur sinnt markaðsstjórastarfinu í viku. „Sumum líður bara eins og þeir sé naktir ef þeir eru hvítir og vilja þess vegna vera brúnir. Það er nóg að gera hér og fyrirtækið er alltaf að stækka og stækka. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að koma þessu fyrirtæki á framfæri,“ bætir Vala við og er strax komin með markaðsherferð fyrir jólatörnina. „Ég segi við alla núna að markaðsherferð Sól Stúdíó fyrir jólin sé: Fáðu lit fyrir jólin. Eða: Ekki vera næpa um jólin. Komdu hingað og vertu brún/n og sæt/ur um jólin,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki að ástæðulausu að Vala tók að sér starfið enda dreymir hana um að fara í háskólanám í markaðsfræðum. „Ég er alltaf á leiðinni í skóla í eitthvað sem tengist markaðsfræðum. Þetta starf er upphitun fyrir námið. Mig langaði að læra aðeins á vinnumarkaðinum og taka síðan stöðupróf í háskólanum og fara í markaðsfræði. Ég ætla að verða markaðsgúrú. Þetta er bara byrjunin,“ segir hún.Vala og Gunnar Már.Gunnar Már Levísson rekur Sól Stúdíó og er hæstánægður með að fá Völu í vinnu. Svo ánægður að hann og Vala ætla að bjóða öllum fimmtán prósent afslátt af ljósatímum í nóvember. En það er bara byrjunin því innan skamms ætla þau að fara í heljarinnar markaðsátak. „Við ætlum að finna Sól Stúdíó stelpuna, annað hvort um jólin eða eftir jól. Hún verður í öllum auglýsingum hjá okkur,“ segir Vala. En hvernig á þessi stúlka að vera? „Þessi stelpa á að vera sjálfstæð og full af sjálfstrausti. Stór, lítil, feit eða mjó – það skiptir ekki máli. Hún á bara að vera manneskja sem selur. Og auðvitað fær hún eitthvað í staðinn – allavega ljósatíma,“ segir Vala.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira