Nýtt líf Völu Grand: "Ég ætla að verða markaðsgúrú“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 12:30 Vala elskar bekkina á sólbaðsstofunni. Segir þá þá bestu á landinu. vísir/ernir „Mér var boðin þessi vinna út af því að ég er svo góð í að markaðssetja. Ég hef áhuga á þessu. Mér finnst gaman að hjálpa nýjum fyrirtækjum að byggja sig upp. Það er eitthvað við þetta starf. Ég er að fíla mig. Mér finnst svo gaman að taka að mér ný verkefni,“ segir athafnakonan Vala Grand. Hún er orðin markaðsstjóri hjá sólbaðsstofunni Sól Stúdíó í Kópavogi sem opnaði fyrir rétt rúmlega mánuði. „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en stundum fæ ég leið. Þá læt ég mig fara. Ég held ég verði hér í smá stund enda erum við með flottustu bekki landsins. Það skemmtilega við þá er að við erum með snúru í bekkjunum sem þú getur tengt við síma eða iPad og þá geturðu hlustað á þína eigin tónlist. Þá þarftu ekki að hlusta á einhverja ógeðslega leiðinlega tónlist í útvarpinu,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig wifi-tenging á stofunni.Völu dreymir um að verða markaðsgúrú.En er eitthvað vit í að reka sólbaðsstofu í dag? „Það er mikill bisness í þessu. Mér brá hvað eru margir sem koma í ljós,“ segir Vala sem hefur sinnt markaðsstjórastarfinu í viku. „Sumum líður bara eins og þeir sé naktir ef þeir eru hvítir og vilja þess vegna vera brúnir. Það er nóg að gera hér og fyrirtækið er alltaf að stækka og stækka. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að koma þessu fyrirtæki á framfæri,“ bætir Vala við og er strax komin með markaðsherferð fyrir jólatörnina. „Ég segi við alla núna að markaðsherferð Sól Stúdíó fyrir jólin sé: Fáðu lit fyrir jólin. Eða: Ekki vera næpa um jólin. Komdu hingað og vertu brún/n og sæt/ur um jólin,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki að ástæðulausu að Vala tók að sér starfið enda dreymir hana um að fara í háskólanám í markaðsfræðum. „Ég er alltaf á leiðinni í skóla í eitthvað sem tengist markaðsfræðum. Þetta starf er upphitun fyrir námið. Mig langaði að læra aðeins á vinnumarkaðinum og taka síðan stöðupróf í háskólanum og fara í markaðsfræði. Ég ætla að verða markaðsgúrú. Þetta er bara byrjunin,“ segir hún.Vala og Gunnar Már.Gunnar Már Levísson rekur Sól Stúdíó og er hæstánægður með að fá Völu í vinnu. Svo ánægður að hann og Vala ætla að bjóða öllum fimmtán prósent afslátt af ljósatímum í nóvember. En það er bara byrjunin því innan skamms ætla þau að fara í heljarinnar markaðsátak. „Við ætlum að finna Sól Stúdíó stelpuna, annað hvort um jólin eða eftir jól. Hún verður í öllum auglýsingum hjá okkur,“ segir Vala. En hvernig á þessi stúlka að vera? „Þessi stelpa á að vera sjálfstæð og full af sjálfstrausti. Stór, lítil, feit eða mjó – það skiptir ekki máli. Hún á bara að vera manneskja sem selur. Og auðvitað fær hún eitthvað í staðinn – allavega ljósatíma,“ segir Vala. Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Sjá meira
„Mér var boðin þessi vinna út af því að ég er svo góð í að markaðssetja. Ég hef áhuga á þessu. Mér finnst gaman að hjálpa nýjum fyrirtækjum að byggja sig upp. Það er eitthvað við þetta starf. Ég er að fíla mig. Mér finnst svo gaman að taka að mér ný verkefni,“ segir athafnakonan Vala Grand. Hún er orðin markaðsstjóri hjá sólbaðsstofunni Sól Stúdíó í Kópavogi sem opnaði fyrir rétt rúmlega mánuði. „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en stundum fæ ég leið. Þá læt ég mig fara. Ég held ég verði hér í smá stund enda erum við með flottustu bekki landsins. Það skemmtilega við þá er að við erum með snúru í bekkjunum sem þú getur tengt við síma eða iPad og þá geturðu hlustað á þína eigin tónlist. Þá þarftu ekki að hlusta á einhverja ógeðslega leiðinlega tónlist í útvarpinu,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig wifi-tenging á stofunni.Völu dreymir um að verða markaðsgúrú.En er eitthvað vit í að reka sólbaðsstofu í dag? „Það er mikill bisness í þessu. Mér brá hvað eru margir sem koma í ljós,“ segir Vala sem hefur sinnt markaðsstjórastarfinu í viku. „Sumum líður bara eins og þeir sé naktir ef þeir eru hvítir og vilja þess vegna vera brúnir. Það er nóg að gera hér og fyrirtækið er alltaf að stækka og stækka. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að koma þessu fyrirtæki á framfæri,“ bætir Vala við og er strax komin með markaðsherferð fyrir jólatörnina. „Ég segi við alla núna að markaðsherferð Sól Stúdíó fyrir jólin sé: Fáðu lit fyrir jólin. Eða: Ekki vera næpa um jólin. Komdu hingað og vertu brún/n og sæt/ur um jólin,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki að ástæðulausu að Vala tók að sér starfið enda dreymir hana um að fara í háskólanám í markaðsfræðum. „Ég er alltaf á leiðinni í skóla í eitthvað sem tengist markaðsfræðum. Þetta starf er upphitun fyrir námið. Mig langaði að læra aðeins á vinnumarkaðinum og taka síðan stöðupróf í háskólanum og fara í markaðsfræði. Ég ætla að verða markaðsgúrú. Þetta er bara byrjunin,“ segir hún.Vala og Gunnar Már.Gunnar Már Levísson rekur Sól Stúdíó og er hæstánægður með að fá Völu í vinnu. Svo ánægður að hann og Vala ætla að bjóða öllum fimmtán prósent afslátt af ljósatímum í nóvember. En það er bara byrjunin því innan skamms ætla þau að fara í heljarinnar markaðsátak. „Við ætlum að finna Sól Stúdíó stelpuna, annað hvort um jólin eða eftir jól. Hún verður í öllum auglýsingum hjá okkur,“ segir Vala. En hvernig á þessi stúlka að vera? „Þessi stelpa á að vera sjálfstæð og full af sjálfstrausti. Stór, lítil, feit eða mjó – það skiptir ekki máli. Hún á bara að vera manneskja sem selur. Og auðvitað fær hún eitthvað í staðinn – allavega ljósatíma,“ segir Vala.
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Sjá meira