Marussia rak alla starfsmennina Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2014 15:17 Marussia keppnisbíll. Litlu liðin í Formúlu 1 hafa ekki átt góða daga að undanförnu og virðast eiga erfitt um vik að fjármagna sig. Síðasta slæma fréttin frá þeirra herbúðum er að Marussia liðið er gjaldþrota og hefur þar af leiðandi sagt upp öllum 200 starfsmönnum sínum. Á síðustu vikum hefur liðið leitað fjármagns til áframhaldandi keppni í Formúlu 1, en ekki haft erindi sem erfiði. Marussia hefur ekki geta greitt starfsfólki sínu undafarið og liðið hefur heldur ekki staðið í skilum með aðrar skuldir. Marussia liðið skráði sig nýverið í keppni fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 í þeirri von að fjármagn fyndist en sú hefur ekki orðið raunin. Því er nú orðið ljóst að áhorfendur munu ekki horfa á Marussia liðið í keppnisröðinni á næsta ári. Grátlegt er þetta í því ljósi að Marussia liðið skoraði sitt fyrsta stig í Formúlunni á yfirstandandi keppnistímabili, svo það er fyrir vikið enn sárara að þurfa að pakka saman nú. Það ríkir einnig óvissa með Caterham liðið, sem einnig er eitt af litlu liðunum í Formúlunni, en vonandi fer ekki eins fyrir því liði. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Litlu liðin í Formúlu 1 hafa ekki átt góða daga að undanförnu og virðast eiga erfitt um vik að fjármagna sig. Síðasta slæma fréttin frá þeirra herbúðum er að Marussia liðið er gjaldþrota og hefur þar af leiðandi sagt upp öllum 200 starfsmönnum sínum. Á síðustu vikum hefur liðið leitað fjármagns til áframhaldandi keppni í Formúlu 1, en ekki haft erindi sem erfiði. Marussia hefur ekki geta greitt starfsfólki sínu undafarið og liðið hefur heldur ekki staðið í skilum með aðrar skuldir. Marussia liðið skráði sig nýverið í keppni fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 í þeirri von að fjármagn fyndist en sú hefur ekki orðið raunin. Því er nú orðið ljóst að áhorfendur munu ekki horfa á Marussia liðið í keppnisröðinni á næsta ári. Grátlegt er þetta í því ljósi að Marussia liðið skoraði sitt fyrsta stig í Formúlunni á yfirstandandi keppnistímabili, svo það er fyrir vikið enn sárara að þurfa að pakka saman nú. Það ríkir einnig óvissa með Caterham liðið, sem einnig er eitt af litlu liðunum í Formúlunni, en vonandi fer ekki eins fyrir því liði.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent