Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2014 16:09 Arnór Atlason skoraði eitt mark gegn Ísrael. vísir/vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira