
Samkeppni í millilandaflugi
Isavia ohf. kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og það sama gerði Icelandair. Áfrýjunarnefndin hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn í málinu en hins vegar féllst nefndin á kröfur kærenda um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar tilkynnti WOW air að félagið væri hætt við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið hefði ekki fengið nauðsynlega brottfarartíma.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rakið að flugfélagið Icelandair sé nú með um 85-90% allra þeirra afgreiðslutíma að morgni og síðdegis sem hvað mesta þýðingu hafi við uppbyggingu leiðakerfis í flugi til og frá Íslandi. Rannsókn eftirlitsins hafi auk þess leitt í ljós að Icelandair gangi fyrir við úthlutun nýrra afgreiðslutíma og því séu möguleikar WOW air á að fá úthlutað fullnægjandi afgreiðslutímum „vart fyrir hendi“. Þá má geta þess að Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til Isavia ohf. á árinu 2008 að taka umrætt fyrirkomulag við úthlutun afgreiðslutíma „þegar í stað“ til endurskoðunar, án þess að séð verði að við því hafi verið brugðist með nokkrum hætti.
Viðbrögð ríkisfyrirtækisins
Það vekur athygli hver viðbrögð ríkisfyrirtækisins Isavia ohf. hafa verið í umræddu máli. Hefur fyrirtækið andmælt afstöðu Samkeppniseftirlitsins, auk þess sem því hefur verið haldið fram að íslensk samkeppnisyfirvöld hafi enga lögsögu í málinu. Um úthlutun afgreiðslutíma fari eftir reglugerð um þetta efni nr. 1050/2008. Um sé að ræða samræmdar evrópskar reglur og óháður aðili, svokallaður samræmingarstjóri, annist úthlutun afgreiðslutíma eftir þeim reglum. Samræmingarstjórinn, Frank Holton, fylgdi þessum sjónarmiðum Isavia ohf. eftir með yfirlýsingum um að Íslendingar væru búnir að framselja allt vald í þessum efnum til hans og því hafi Samkeppniseftirlitið engar heimildir haft til að skipta sér af málinu. Þá mun samræmingarstjórinn hafa lýst því yfir á fundum með Samkeppniseftirlitinu að samkeppnissjónarmið kæmu ekki til skoðunar við úthlutun afgreiðslutíma.
Skýr heimild
Í samkeppnislögum er að finna skýra heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila „að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni“. Þess finnast dæmi að tiltekin starfsemi sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga en það verður þá eðli málsins samkvæmt einungis gert með lögum. Reglugerð ráðherra um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli gengur ekki framar samkeppnislögum. Þá er ástæða til að geta þess hér að í umræddri reglugerð er raunar sérstaklega tiltekið að efni hennar hafi ekki áhrif á „vald opinberra yfirvalda til að krefjast færslu afgreiðslutíma milli flugrekenda og til að stjórna hvernig þeim er úthlutað í samræmi við innlend samkeppnislög eða 52. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið“. Sú framsetning er í samræmi við evrópskar reglur um sama efni, þ.e. að þar er einnig gert ráð fyrir því að innlend samkeppnisyfirvöld geti á grundvelli samkeppnissjónarmiða hlutast til um úthlutun afgreiðslutíma.
Áhyggjuefni
Sú staða sem hér er uppi hlýtur að valda nokkrum áhyggjum. Ríkisfyrirtækið Isavia ohf. vísar til þess að vald til úthlutunar á afgreiðslutímum hafi verið framselt til samræmingarstjóra. Isavia ohf. fer með framkvæmdastjórn Keflavíkurflugvallar og er sá aðili sem heldur utan um starfsemi samræmingarstjóra og samræmingarnefndar. Starfsemi samræmingarstjórans er samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins reist á samningi hans við Keflavíkurflugvöll frá árinu 2007. Verður því ekki annað séð en að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hafi verið réttilega beint til Isavia ohf. Viðbrögð Isavia ohf. og samræmingarstjórans við fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins hljóta að vera áhyggjuefni enda afar mikilvægt að samkeppni í flugi til og frá landinu sé virk og að stuðlað sé að innkomu nýrra aðila á þann markað.
Skoðun

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar