Styrkjum heilbrigðistengda atvinnustarfsemi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Hugmyndir flestra um heilbrigðiskerfi er spítali, heilsugæsla, læknastofur og hjúkrunarheimili. Þessi starfsemi heilbrigðiskerfisins er hluti af stærri köku sem kalla má heilbrigðisiðnað. Til hans telst fleira en fyrrnefndir þættir eins og háskólar og framhaldsskólar sem mennta fagfólk í heilbrigðisvísindum, lyfjafyrirtæki, aðilar í sjúkraflutningum, fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðisþjónustu, þjónustufyrirtæki sem þjóna heilbrigðiskerfinu, fyrirtæki sem bjóða upp á heilsutengda þjónustu (Bláa lónið) auk fleiri aðila sem starfa á þessum vettvangi (Krabbameinsfélagið). Undanfarin misseri hafa aðilar í heilbrigðistengdri starfsemi unnið að eflingu og mótun íslenska heilbrigðisklasans (Iceland Health). Markmiðið með heilbrigðisklasasamstarfinu er að vinna að stefnumótun fyrir heilbrigðistengda atvinnustarfsemi, þar sem markmiðið er að efla verðmætasköpun meðal fyrirtækja og stofnana innan greinarinnar.Mikilvæg fyrir þjóðarbúið Á Íslandi starfar fjöldi fyrirtækja sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eins og Össur, Actavis og Nox Medical auk fjölda annarra. Fyrirtæki í þessari grein hafa yfir 3.000 starfsmenn og þeim fjölgar, því nýlega tilkynnti fyrirtækið Alvogen að það stefndi á að ráða yfir 200 manns á næstu árum. Þessi fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eru gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Framlag þeirra til rannsókna er mælt í milljörðum og störfin sem þessi fyrirtæki skapa eru hálaunastörf og eftirsótt. Það er álit aðila í heilbrigðisklasanum að þessa starfsemi megi auka til muna með einföldum aðgerðum, t.d. með skattaívilnunum og hagstæðari rekstrarskilyrðum. Umhverfið sem þessum fyrirtækjum er skapað til að starfa hér á Íslandi er að mörgu leyti gott, en til að efla samkeppnishæfni þessara fyrirtækja þarf bæta starfsskilyrði þeirra.Tíu þúsund störf Með einbeittum aðgerðum, áhuga og vilja er hægt að fjölga þessum störfum úr ca. 3.000 í yfir tíu þúsund á næstu tíu árum með því að bæta starfsskilyrði þessara fyrirtækja. Þar með er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fjölga eftirsóttum störfum og tryggja að vel menntað fólk velji að starfa á Íslandi. Þessi fyrirtæki starfa á alþjóðlegum mörkuðum, þau laða að erlent starfsfólk og erlent fjármagn. Það er samdóma álit þeirra aðila sem standa að heilsuklasanum að þessi fyrirtæki séu jákvæð fyrir efnahagslífið, þau tryggja vísindastörf í landinu, þau skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir ungt velmenntað fólk og auka hag heildarinnar. Fram undan er frekari vinna aðila innan heilbrigðisklasans við að þróa stefnumótun fyrir heilbrigðisiðnaðinn og hvernig hægt er að styrkja þessa mikilvægu atvinnugrein sem er ljósið í skammdeginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir flestra um heilbrigðiskerfi er spítali, heilsugæsla, læknastofur og hjúkrunarheimili. Þessi starfsemi heilbrigðiskerfisins er hluti af stærri köku sem kalla má heilbrigðisiðnað. Til hans telst fleira en fyrrnefndir þættir eins og háskólar og framhaldsskólar sem mennta fagfólk í heilbrigðisvísindum, lyfjafyrirtæki, aðilar í sjúkraflutningum, fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðisþjónustu, þjónustufyrirtæki sem þjóna heilbrigðiskerfinu, fyrirtæki sem bjóða upp á heilsutengda þjónustu (Bláa lónið) auk fleiri aðila sem starfa á þessum vettvangi (Krabbameinsfélagið). Undanfarin misseri hafa aðilar í heilbrigðistengdri starfsemi unnið að eflingu og mótun íslenska heilbrigðisklasans (Iceland Health). Markmiðið með heilbrigðisklasasamstarfinu er að vinna að stefnumótun fyrir heilbrigðistengda atvinnustarfsemi, þar sem markmiðið er að efla verðmætasköpun meðal fyrirtækja og stofnana innan greinarinnar.Mikilvæg fyrir þjóðarbúið Á Íslandi starfar fjöldi fyrirtækja sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eins og Össur, Actavis og Nox Medical auk fjölda annarra. Fyrirtæki í þessari grein hafa yfir 3.000 starfsmenn og þeim fjölgar, því nýlega tilkynnti fyrirtækið Alvogen að það stefndi á að ráða yfir 200 manns á næstu árum. Þessi fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eru gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Framlag þeirra til rannsókna er mælt í milljörðum og störfin sem þessi fyrirtæki skapa eru hálaunastörf og eftirsótt. Það er álit aðila í heilbrigðisklasanum að þessa starfsemi megi auka til muna með einföldum aðgerðum, t.d. með skattaívilnunum og hagstæðari rekstrarskilyrðum. Umhverfið sem þessum fyrirtækjum er skapað til að starfa hér á Íslandi er að mörgu leyti gott, en til að efla samkeppnishæfni þessara fyrirtækja þarf bæta starfsskilyrði þeirra.Tíu þúsund störf Með einbeittum aðgerðum, áhuga og vilja er hægt að fjölga þessum störfum úr ca. 3.000 í yfir tíu þúsund á næstu tíu árum með því að bæta starfsskilyrði þessara fyrirtækja. Þar með er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fjölga eftirsóttum störfum og tryggja að vel menntað fólk velji að starfa á Íslandi. Þessi fyrirtæki starfa á alþjóðlegum mörkuðum, þau laða að erlent starfsfólk og erlent fjármagn. Það er samdóma álit þeirra aðila sem standa að heilsuklasanum að þessi fyrirtæki séu jákvæð fyrir efnahagslífið, þau tryggja vísindastörf í landinu, þau skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir ungt velmenntað fólk og auka hag heildarinnar. Fram undan er frekari vinna aðila innan heilbrigðisklasans við að þróa stefnumótun fyrir heilbrigðisiðnaðinn og hvernig hægt er að styrkja þessa mikilvægu atvinnugrein sem er ljósið í skammdeginu.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar