Ríkisútvarp okkar allra – til framtíðar Magnús Geir Þórðarson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 „Útvarpið á að vera háskóli alþýðunnar, leikhús hennar, kirkja og sönghöll, heimild nýrra tíðinda og sannrar frásögu, skemmtistaður hennar og athvarf úr einveru og fásinni.“ Svo mælti Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs, í árdaga útvarpsins og þessi grundvallarmarkmið hafa ekkert breyst þrátt fyrir gífurlegar tækniframfarir og samfélagsbreytingar frá fyrstu útsendingu árið 1930.Hvers vegna Ríkisútvarp? Ríkisútvarpið hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings almennings sem ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og það hefur fylgt henni á mikilvægustu stundunum í sögu hennar. Hlustunar-, áhorfs- og traustsmælingar sýna að staða Ríkisútvarpsins er sem fyrr sterk, í samanburði við fjölmiðla hérlendis sem erlendis. Þjóðir Evrópu hafa valið að hafa almannafjölmiðil líkt og við og sátt ríkir um mikilvægi slíkra fjölmiðla. Ástæðan er sú að almannafjölmiðlar hafa ákveðnum skyldum að gegna, umfram einkarekna fjölmiðla, við hlustendur og áhorfendur. Öllum samfélagsþegnum er tryggt aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins – óhlutdrægum fréttum, gagnrýninni umræðu og gæðaefni á íslensku. Öflugt Ríkisútvarp er enn jafn mikilvægt þrátt fyrir fjölda nýrra samskiptaforma og einkarekna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þjónar almenningi og stuðlar að jöfnuði, sanngirni og samkennd í stóru sem smáu. Við viljum að Ríkisútvarpið sé sameinandi afl í æ sundurleitara þjóðfélagi.Hvert stefnum við? Framtíðarsýn stjórnar og starfsfólks er að Ríkisútvarpið verði áfram öflugur almannamiðill í þjónustu þjóðarinnar allrar og aukin áhersla er lögð á menningar- og samfélagshlutverk hans. Við viljum vera virkir þátttakendur í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka við þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við ætlum að efla innlenda dagskrárgerð og bæta framboð á leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku, enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði upp á vandað íslenskt efni þegar afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Nauðsynlegt er að gera átak í varðveislu og miðlun þjóðararfsins úr gullkistu Ríkisútvarpsins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni ber að hlúa. Undirbúningur er hafinn að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnt að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins. Stór skref hafa verið stigin í átt til meira jafnréttis í starfseminni og við viljum að Ríkisútvarpið sé í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnhliða endurbótum á dreifikerfi og sífellt meiri áherslu á bætt aðgengi allra opnum við talið við þjóðina um Ríkisútvarp okkar allra.Útvarpsgjaldið stendur undir rekstrinum Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar og allir landsmenn hafa skoðun á því hvernig það þjónar skyldum sínum best. Frá upphafi hefur verið tekist á um rekstrar- og tilvistargrundvöll þess á vettvangi stjórnmálanna og árleg óvissa um fjármögnun hefur sett mark sitt á rekstur, tækniþróun og stefnumótun til langs tíma. Mikið hefur verið hagrætt í starfseminni á síðustu árum og á þessu ári hefur verið leitað leiða til að létta á skuldsetningu sem á m.a. rætur í gömlum lífeyrissjóðsskuldbindingum. Á undanförnum árum hefur ríkið tekið til sín hluta af útvarpsgjaldinu á hverju ári og nýtt í óskyld verkefni þrátt fyrir óbreyttar lagakvaðir um víðtæka þjónustu og skuldbindingar RÚV. Útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiðir er sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki er þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV.Traust og metnaður Ætlast er til að öll opinber fyrirtæki sýni ábyrgð í rekstri og vandaða starfshætti. Árangur almannafjölmiðils verður hins vegar á endanum mældur af trúverðugleika hans og því dýrmæta trausti sem þjóðin ber til hans. Til að viðhalda því trausti þarf Ríkisútvarpið að eiga daglegt samtal við þjóðina, efna til stórhuga og metnaðarfullra verka og standa ávallt vaktina þegar mikið liggur við. Ríkisútvarpið á að virkja samtakamátt þjóðarinnar á stórum stundum, leiða nýsköpun, og vera gagnrýnin, gagnvirk og sjálfstæð stofnun. Tilgangurinn er í raun enn hinn sami og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri lýsti við upphaf útsendinga Sjónvarpsins 30. september 1966, „að tengja þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, vera vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda, staður stórra drauma.“ Svo að þessi sýn megi lifa þurfum við áfram að standa vörð um Ríkisútvarp okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Útvarpið á að vera háskóli alþýðunnar, leikhús hennar, kirkja og sönghöll, heimild nýrra tíðinda og sannrar frásögu, skemmtistaður hennar og athvarf úr einveru og fásinni.“ Svo mælti Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs, í árdaga útvarpsins og þessi grundvallarmarkmið hafa ekkert breyst þrátt fyrir gífurlegar tækniframfarir og samfélagsbreytingar frá fyrstu útsendingu árið 1930.Hvers vegna Ríkisútvarp? Ríkisútvarpið hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings almennings sem ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og það hefur fylgt henni á mikilvægustu stundunum í sögu hennar. Hlustunar-, áhorfs- og traustsmælingar sýna að staða Ríkisútvarpsins er sem fyrr sterk, í samanburði við fjölmiðla hérlendis sem erlendis. Þjóðir Evrópu hafa valið að hafa almannafjölmiðil líkt og við og sátt ríkir um mikilvægi slíkra fjölmiðla. Ástæðan er sú að almannafjölmiðlar hafa ákveðnum skyldum að gegna, umfram einkarekna fjölmiðla, við hlustendur og áhorfendur. Öllum samfélagsþegnum er tryggt aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins – óhlutdrægum fréttum, gagnrýninni umræðu og gæðaefni á íslensku. Öflugt Ríkisútvarp er enn jafn mikilvægt þrátt fyrir fjölda nýrra samskiptaforma og einkarekna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þjónar almenningi og stuðlar að jöfnuði, sanngirni og samkennd í stóru sem smáu. Við viljum að Ríkisútvarpið sé sameinandi afl í æ sundurleitara þjóðfélagi.Hvert stefnum við? Framtíðarsýn stjórnar og starfsfólks er að Ríkisútvarpið verði áfram öflugur almannamiðill í þjónustu þjóðarinnar allrar og aukin áhersla er lögð á menningar- og samfélagshlutverk hans. Við viljum vera virkir þátttakendur í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka við þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við ætlum að efla innlenda dagskrárgerð og bæta framboð á leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku, enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði upp á vandað íslenskt efni þegar afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Nauðsynlegt er að gera átak í varðveislu og miðlun þjóðararfsins úr gullkistu Ríkisútvarpsins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni ber að hlúa. Undirbúningur er hafinn að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnt að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins. Stór skref hafa verið stigin í átt til meira jafnréttis í starfseminni og við viljum að Ríkisútvarpið sé í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnhliða endurbótum á dreifikerfi og sífellt meiri áherslu á bætt aðgengi allra opnum við talið við þjóðina um Ríkisútvarp okkar allra.Útvarpsgjaldið stendur undir rekstrinum Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar og allir landsmenn hafa skoðun á því hvernig það þjónar skyldum sínum best. Frá upphafi hefur verið tekist á um rekstrar- og tilvistargrundvöll þess á vettvangi stjórnmálanna og árleg óvissa um fjármögnun hefur sett mark sitt á rekstur, tækniþróun og stefnumótun til langs tíma. Mikið hefur verið hagrætt í starfseminni á síðustu árum og á þessu ári hefur verið leitað leiða til að létta á skuldsetningu sem á m.a. rætur í gömlum lífeyrissjóðsskuldbindingum. Á undanförnum árum hefur ríkið tekið til sín hluta af útvarpsgjaldinu á hverju ári og nýtt í óskyld verkefni þrátt fyrir óbreyttar lagakvaðir um víðtæka þjónustu og skuldbindingar RÚV. Útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiðir er sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki er þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV.Traust og metnaður Ætlast er til að öll opinber fyrirtæki sýni ábyrgð í rekstri og vandaða starfshætti. Árangur almannafjölmiðils verður hins vegar á endanum mældur af trúverðugleika hans og því dýrmæta trausti sem þjóðin ber til hans. Til að viðhalda því trausti þarf Ríkisútvarpið að eiga daglegt samtal við þjóðina, efna til stórhuga og metnaðarfullra verka og standa ávallt vaktina þegar mikið liggur við. Ríkisútvarpið á að virkja samtakamátt þjóðarinnar á stórum stundum, leiða nýsköpun, og vera gagnrýnin, gagnvirk og sjálfstæð stofnun. Tilgangurinn er í raun enn hinn sami og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri lýsti við upphaf útsendinga Sjónvarpsins 30. september 1966, „að tengja þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, vera vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda, staður stórra drauma.“ Svo að þessi sýn megi lifa þurfum við áfram að standa vörð um Ríkisútvarp okkar allra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun