Mætti hljóma betur Jónas Sen skrifar 14. nóvember 2014 12:00 Ísland - Þórarinn Stefánsson Tónlist: Ísland. Meditations & Arrangements. Icelandic Folksongs Þórarinn Stefánsson PolarfoniaVið fyrstu sýn er geisladiskur Þórarins Stefánssonar píanóleikara áhugaverður. Á honum eru hvorki meira né minna en fimmtán útsetningar og hugleiðingar um lagið Ísland, farsælda frón eftir mismunandi tónskáld. Auk þess eru á geisladiskinum önnur lög í svipuðum stíl. En gamanið kárnar þegar geisladiskurinn er settur á fóninn. Ísland, farsælda frón er ekki beint skemmtilegasta lag í heimi, og þrátt fyrir að innan um séu fallegar útsetningar, þá er heildarsvipurinn óttalega grár. Þórarinn spilar samt ágætlega, en hann er dálítið skaplaus. Aðalvandamálið er þó fyrst og fremst hljómurinn á diskinum. Þórarinn hefur valið þá leið að taka diskinn upp í stofunni heima hjá sér. Hann leikur á sinn eigin flygil, sem er örugglega hin fínasta stofugræja, en býr ekki yfir mikilli breidd. Upptakan sjálf er ekki heldur góð. Satt að segja er hún afar flatneskjuleg. Styrkleikabrigðin eru nánast engin. Fyrir bragðið gerist ekkert í lögunum. Þar er ekki að finna neina snerpu, ekki neitt líf, engin litbrigði eða drama – ekki neitt. Tónlistin bara líður áfram í skelfilegri ládeyðu. Þetta er synd, því eins og áður sagði eru ágæt verk á diskinum. Útsetningar Kolbeins Bjarnasonar og Ríkarðs Arnar Pálssonar eru fallegar. Hugleiðing Olivers Kentish um gamalt stef er líka hrífandi. En það dugar ekki til.Niðurstaða: Vel spilaðar en misskemmtilegar útsetningar sem í þokkabót hljóma illa. Gagnrýni Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist: Ísland. Meditations & Arrangements. Icelandic Folksongs Þórarinn Stefánsson PolarfoniaVið fyrstu sýn er geisladiskur Þórarins Stefánssonar píanóleikara áhugaverður. Á honum eru hvorki meira né minna en fimmtán útsetningar og hugleiðingar um lagið Ísland, farsælda frón eftir mismunandi tónskáld. Auk þess eru á geisladiskinum önnur lög í svipuðum stíl. En gamanið kárnar þegar geisladiskurinn er settur á fóninn. Ísland, farsælda frón er ekki beint skemmtilegasta lag í heimi, og þrátt fyrir að innan um séu fallegar útsetningar, þá er heildarsvipurinn óttalega grár. Þórarinn spilar samt ágætlega, en hann er dálítið skaplaus. Aðalvandamálið er þó fyrst og fremst hljómurinn á diskinum. Þórarinn hefur valið þá leið að taka diskinn upp í stofunni heima hjá sér. Hann leikur á sinn eigin flygil, sem er örugglega hin fínasta stofugræja, en býr ekki yfir mikilli breidd. Upptakan sjálf er ekki heldur góð. Satt að segja er hún afar flatneskjuleg. Styrkleikabrigðin eru nánast engin. Fyrir bragðið gerist ekkert í lögunum. Þar er ekki að finna neina snerpu, ekki neitt líf, engin litbrigði eða drama – ekki neitt. Tónlistin bara líður áfram í skelfilegri ládeyðu. Þetta er synd, því eins og áður sagði eru ágæt verk á diskinum. Útsetningar Kolbeins Bjarnasonar og Ríkarðs Arnar Pálssonar eru fallegar. Hugleiðing Olivers Kentish um gamalt stef er líka hrífandi. En það dugar ekki til.Niðurstaða: Vel spilaðar en misskemmtilegar útsetningar sem í þokkabót hljóma illa.
Gagnrýni Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira