Af svínum með fjórar síður Hörður Harðarson skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Það er ástæða til að þakka Þórólfi Matthíassyni fyrir að halda umræðu um landbúnað á Íslandi lifandi og áhugaverðri og ekki skemmir fyrir að Þórólfur á það til að vera mikill húmoristi. Því miður er grein hans í Fréttablaðinu í gær aðeins gædd síðastnefnda kostinum og eiginlega um of þannig að úr verður samsafn af skætingi í garð íslensks landbúnaðar.Tollar um allan heim Þórólfur segir íslenskan svínabúskap búa við „ofurtollavernd“ en skilgreinir ekki frekar hvað í því felst. Það er staðreynd að um nánast allan heim nýtur landbúnaður og ýmis matvælaframleiðsla verndar í formi tolla og eru ýmsar ástæður fyrir því sem ekki verða tíundaðar hér þó full ástæða sé til að ræða það við betra tækifæri. Það væri því áhugavert ef Þórólfur gæti upplýst um hvað það er sem gerir íslenska tolla að „ofurverndartollum“ umfram tolla sem þekkjast annars staðar. Þá hafa Íslendingar ekki algjört sjálfdæmi í því hverjir tollar eru á landbúnaðarafurðum heldur eru bundnir af ýmsum samningum þar að lútandi. Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu samanborið við mörg önnur lönd að hann nýtur engra beinna framleiðslustyrkja frá hinu opinbera eða öðrum. Svínabændur lúta því grunnlögmálum hagfræðinnar sem eru framboð og eftirspurn þegar kemur að verðmyndun og því mikill hvati fyrir okkur að koma svínakjötinu til neytenda með sem hagkvæmustum hætti. Og eins og Eurostat staðfesti nýlega þá búa neytendur við sanngjörn kjör á landbúnaðarafurðum borið saman við mörg grannríki okkar.Hvergi minna af lyfjum Hagkvæmni og lágt verð er þó ekki það eina sem skiptir okkur bændur og ekki síður neytendur máli. Íslenskur svínabúskapur hefur einnig þá sérstöðu að hann býr við einhverja framsæknustu löggjöf í heiminum þegar kemur að velferð og aðbúnaði dýra sem nú er unnið að því að innleiða. Að auki er hvergi í heiminum notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta gerir það að verkum að við getum óhikað fullyrt að þær afurðir sem svínin okkar skila af sér til íslenskra neytenda eru með því besta sem þekkist.Velferð dýranna Þetta á aftur á móti ekki við um hugmynd Þórólfs um ræktun á svínum með fjórar síður til að auka hagkvæmni og lægra verð til neytenda. Slíkar hugmyndir ganga ef til vill upp í heimi hagfræðinnar en þær eru í algjörri andstöðu við öll þau viðmið sem við íslenskir svínbændur höfum um velferð dýra. Það er nefnilega ekki einungis verð á vöru sem svínabændur þurfa að hugsa um heldur velferð dýranna og einnig að lágmarka alla lyfjagjöf til þeirra. Sé einungis haft í huga verð og hagkvæmni er hætta á að mönnum þyki það að verða í lagi að rækta svín með fjórar síður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að þakka Þórólfi Matthíassyni fyrir að halda umræðu um landbúnað á Íslandi lifandi og áhugaverðri og ekki skemmir fyrir að Þórólfur á það til að vera mikill húmoristi. Því miður er grein hans í Fréttablaðinu í gær aðeins gædd síðastnefnda kostinum og eiginlega um of þannig að úr verður samsafn af skætingi í garð íslensks landbúnaðar.Tollar um allan heim Þórólfur segir íslenskan svínabúskap búa við „ofurtollavernd“ en skilgreinir ekki frekar hvað í því felst. Það er staðreynd að um nánast allan heim nýtur landbúnaður og ýmis matvælaframleiðsla verndar í formi tolla og eru ýmsar ástæður fyrir því sem ekki verða tíundaðar hér þó full ástæða sé til að ræða það við betra tækifæri. Það væri því áhugavert ef Þórólfur gæti upplýst um hvað það er sem gerir íslenska tolla að „ofurverndartollum“ umfram tolla sem þekkjast annars staðar. Þá hafa Íslendingar ekki algjört sjálfdæmi í því hverjir tollar eru á landbúnaðarafurðum heldur eru bundnir af ýmsum samningum þar að lútandi. Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu samanborið við mörg önnur lönd að hann nýtur engra beinna framleiðslustyrkja frá hinu opinbera eða öðrum. Svínabændur lúta því grunnlögmálum hagfræðinnar sem eru framboð og eftirspurn þegar kemur að verðmyndun og því mikill hvati fyrir okkur að koma svínakjötinu til neytenda með sem hagkvæmustum hætti. Og eins og Eurostat staðfesti nýlega þá búa neytendur við sanngjörn kjör á landbúnaðarafurðum borið saman við mörg grannríki okkar.Hvergi minna af lyfjum Hagkvæmni og lágt verð er þó ekki það eina sem skiptir okkur bændur og ekki síður neytendur máli. Íslenskur svínabúskapur hefur einnig þá sérstöðu að hann býr við einhverja framsæknustu löggjöf í heiminum þegar kemur að velferð og aðbúnaði dýra sem nú er unnið að því að innleiða. Að auki er hvergi í heiminum notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta gerir það að verkum að við getum óhikað fullyrt að þær afurðir sem svínin okkar skila af sér til íslenskra neytenda eru með því besta sem þekkist.Velferð dýranna Þetta á aftur á móti ekki við um hugmynd Þórólfs um ræktun á svínum með fjórar síður til að auka hagkvæmni og lægra verð til neytenda. Slíkar hugmyndir ganga ef til vill upp í heimi hagfræðinnar en þær eru í algjörri andstöðu við öll þau viðmið sem við íslenskir svínbændur höfum um velferð dýra. Það er nefnilega ekki einungis verð á vöru sem svínabændur þurfa að hugsa um heldur velferð dýranna og einnig að lágmarka alla lyfjagjöf til þeirra. Sé einungis haft í huga verð og hagkvæmni er hætta á að mönnum þyki það að verða í lagi að rækta svín með fjórar síður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar