Tveir fullorðnir greinast með einhverfu í hverjum mánuði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 10:47 Þeir sem komast á biðlista eftir greiningu eru eingöngu skjólstæðingar geðsviðs Landspítalans sem hafa verið greindir með aðra geðröskun, svo sem kvíða, þunglyndi og geðrof, en grunur leikur á undirliggjandi einhverfu. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að fjöldi fólks hafi verið greindur með alls kyns geðraskanir áður en hann fær greiningu á einhverfu á fullorðinsárum. Á síðasta ári var stofnað teymi sem vinnur að greiningu á einhverfu meðal fullorðinna. Teymið er lítið og samanlagt starfshlutfall fyllir varla eina stöðu. Samt sem áður hefur teymið greint tvo fullorðna einstaklinga á mánuði með einhverfu og biðlistinn er langur, eða um það bil eins og hálfs árs bið. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir einstaklinginn að fá greiningu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur og teymisstjóri einhverfuteymis á Landspítalanum. „Það veitir honum nýjan skilning á sjálfum sér og það er oft ákveðinn léttir sem fylgir því. Einnig bætir rétt greining þjónustuna við hann.“Páll magnússon SálfræðingurPáll segir að tíðni einhverfu hafi aukist gífurlega. Árin 1964-1983 greindust þrjú til fimm börn af hverjum tíu þúsund fæddum. En árin 1994-1998 greindust 120 börn af hverjum tíu þúsund fæddum, eða 1,2 prósent barna. Miðað við fæðingartölu upp á fimm þúsund börn á ári má reikna með að 60-70 börn greinist með einhverfu í hverjum fæðingarárgangi. Páll segir líklega skýringu fyrir aukningu vera að þekkingin hefur aukist og greiningartæknin batnað. „Það má því gera ráð fyrir að vel yfir hundrað fullorðnir af hverjum tíu þúsund sé með ógreinda einhverfu. Vegna þessa var teymið stofnað og greining á fullorðnum gerð markviss.“ Þeir sem greinast með einhverfu í teyminu eru almennt með fulla greind en hafa aldrei fengið skýringu á því af hverju þeir eru allt öðruvísi en aðrir. „Við greiningu skoðum við þroskasöguna og þá sjáum við að þetta hefur fylgt einstaklingnum allt lífið. Jafnvel strax í leikskóla falla þeir ekki inn í hópinn sem getur verið niðurbrjótandi fyrir sjálfsmyndina og börn finna sér neikvæðar skýringar á þessu; að þau séu ljót, vitlaus og mislukkuð.“Lára Kristín Brynjólfsdóttir greindist með einhverfu 27 ára gömul en fyrir það hafði hún verið ranggreind með ótal geðraskanir.Einmanalegt að vera einn í einhverfunni „Það fylgir því mikil sorg að fá greiningu því það þýðir að þetta mun ekki batna,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, sem greindist með einhverfu 27 ára gömul. „En greiningin var á sama tíma svarið sem ég hafði þráð síðan ég fæddist.“ Lára hefur alltaf upplifað sig eina. „Mér finnst enginn skilja mig. Ég á ekki einn einasta vin og er því mjög einmana. Ég myndi helst vilja búa með öðrum einhverfum, sem eru með fulla greind og getu til að vinna, og fá að finna mig í lífinu.“ Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Dæmi eru um að fjöldi fólks hafi verið greindur með alls kyns geðraskanir áður en hann fær greiningu á einhverfu á fullorðinsárum. Á síðasta ári var stofnað teymi sem vinnur að greiningu á einhverfu meðal fullorðinna. Teymið er lítið og samanlagt starfshlutfall fyllir varla eina stöðu. Samt sem áður hefur teymið greint tvo fullorðna einstaklinga á mánuði með einhverfu og biðlistinn er langur, eða um það bil eins og hálfs árs bið. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir einstaklinginn að fá greiningu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur og teymisstjóri einhverfuteymis á Landspítalanum. „Það veitir honum nýjan skilning á sjálfum sér og það er oft ákveðinn léttir sem fylgir því. Einnig bætir rétt greining þjónustuna við hann.“Páll magnússon SálfræðingurPáll segir að tíðni einhverfu hafi aukist gífurlega. Árin 1964-1983 greindust þrjú til fimm börn af hverjum tíu þúsund fæddum. En árin 1994-1998 greindust 120 börn af hverjum tíu þúsund fæddum, eða 1,2 prósent barna. Miðað við fæðingartölu upp á fimm þúsund börn á ári má reikna með að 60-70 börn greinist með einhverfu í hverjum fæðingarárgangi. Páll segir líklega skýringu fyrir aukningu vera að þekkingin hefur aukist og greiningartæknin batnað. „Það má því gera ráð fyrir að vel yfir hundrað fullorðnir af hverjum tíu þúsund sé með ógreinda einhverfu. Vegna þessa var teymið stofnað og greining á fullorðnum gerð markviss.“ Þeir sem greinast með einhverfu í teyminu eru almennt með fulla greind en hafa aldrei fengið skýringu á því af hverju þeir eru allt öðruvísi en aðrir. „Við greiningu skoðum við þroskasöguna og þá sjáum við að þetta hefur fylgt einstaklingnum allt lífið. Jafnvel strax í leikskóla falla þeir ekki inn í hópinn sem getur verið niðurbrjótandi fyrir sjálfsmyndina og börn finna sér neikvæðar skýringar á þessu; að þau séu ljót, vitlaus og mislukkuð.“Lára Kristín Brynjólfsdóttir greindist með einhverfu 27 ára gömul en fyrir það hafði hún verið ranggreind með ótal geðraskanir.Einmanalegt að vera einn í einhverfunni „Það fylgir því mikil sorg að fá greiningu því það þýðir að þetta mun ekki batna,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, sem greindist með einhverfu 27 ára gömul. „En greiningin var á sama tíma svarið sem ég hafði þráð síðan ég fæddist.“ Lára hefur alltaf upplifað sig eina. „Mér finnst enginn skilja mig. Ég á ekki einn einasta vin og er því mjög einmana. Ég myndi helst vilja búa með öðrum einhverfum, sem eru með fulla greind og getu til að vinna, og fá að finna mig í lífinu.“
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira