Vottorð um vammleysi? G. Svala Arnardóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Undanfarið hefur átt sér stað sérkennileg umræða um aðalnámskrá grunnskóla. Sjálf hef ég kynnst námskránni vel þar sem ég er nýútskrifaður listgreinakennari frá Listaháskóla Íslands og námskráin og innihald hennar var hluti af meistaraprófsritgerð minni. Vert er að hafa í huga að námskráin er samin í kjölfar efnahagshruns á Íslandi og því eðlilegt að skólar eins og aðrar stofnanir samfélagsins skoði sína starfsemi í gagnrýnu ljósi og spyrji: er eitthvað sem hægt er að gera betur eða öðruvísi? Námskrár eiga að taka mið af breytingum sem eiga sér stað í samfélaginu en ekki að vera stöðnuð plögg sem rykfalla í hillum. Námskráin er metnaðarfull tilraun til að nálgast þann þjóðfélagslega veruleika sem blasti við á Íslandi eftir hrun, ásamt því að vera fersk nálgun á þá strauma og stefnur sem gera sig gildandi í kennslufræði hjá helstu fræðimönnum samtímans. Þó að námskráin sé ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk þá eru þær áherslur sem þar eru settar fram mjög til bóta í öllu skólastarfi. Þessar áherslur miða t.d. að því að efla sjálfsmynd nemenda og gagnrýna hugsun, bæta samskipti og rækta lýðræðisvitund. Í námskránni er mikilvægt hlutverk listgreina undirstrikað. Listgreinar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að þroska þá eiginleika og hæfni sem eru þungamiðja námskrárinnar. Þeir þroskakostir sem listgreinakennsla býður verða seint ofmetnir.Innihald menntunar Við lifum á hraðfleygri upplýsingaöld og margir þeir sem fjalla um menntamál eru þeirrar skoðunar að það muni breyta mjög áherslum í menntamálum framtíðarinnar. Nemendur hafa í dag aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga á alnetinu. Þar geta þeir nálgast beinharðar staðreyndir og þekkingarmola sjálfir án aðstoðar kennara. Á netinu læra nemendur hins vegar ekki að þroska samskipti sín eða efla sjálfsmyndina. Siðgæði, skapandi hugsun og lýðræðisvitund verður heldur ekki endilega efld af langsetum við tölvuna. Þá er ég komin að þeim þyngdarpunkti sem ætti að einkenna umræðuna um námskrána, þ.e. spurninguna um innihald náms. Þessi mikilvæga spurning er svo sannarlega ekki ný af nálinni. Allt frá Forn-Grikkjum fram á okkar daga hafa menn velt fyrir sér eðli og tilgangi menntunar. Þessi spurning ætti að vera sá umræðugrundvöllur sem gengið er út frá þegar menn skiptast á skoðunum um námskrána og fleira sem tengist því, hvað kennt er í skólum og hvers vegna. Hvað vilja t.d. foreldrar að börn og ungmenni læri í skólum? Hverju vilja kennarar miðla og hvers vegna? Vilja menn að áherslan sé mest á fræðslu, þ.e. að námið byggi aðallega á því að miðla upplýsingum með tiltölulega hlutlausum hætti sem nemandinn síðan vinnur úr sjálfur? Eða á námið að taka meira mið af því að þroska einstaklinginn sem persónu. Að nemandinn læri aðferðir og nálgun til að bæta sjálfsmynd sína og samskipti. Á nemandinn að læra að hugsa með gagnrýnum skapandi hætti til að geta tekið sjálfur afstöðu til samfélagslegra fyrirbæra? Ýmsir erlendir og innlendir fræðimenn vilja meina að skólar okkar hafi einmitt ekki tekist á við mannræktarhlutverk sitt með afgerandi hætti. Páll Skúlason prófessor hefur fjallað um hina síungu menntaheimspekilegu spurningu um innihald náms. Í bók sinni „Ríkið og rökvísi stjórnmála“ (Rvk,2013) segir hann: „Eiginleg menntun felur í sér ræktun þeirra hæfileika sem gerir okkur kleift að þroskast sem skynjandi, hugsandi og skapandi verur og verða þar með meira manneskjur, ekki meiri menn.“ Í krafti og anda þessara orða langar mig að lýsa eftir einlægari og sanngjarnari umræðu um námskrána nýju. Það er sérkennilegt að túlka hana sem einhvers konar kröfu á skólastjórnendur og kennara að þeir gefi nemendum sínum einkunn í framkomu eða siðferði. Það er einkennilegur útúrsnúningur að verið sé að biðja skólafólk um að gefa nemendum einhvers konar vottorð um vammleysi eða mínusa þá fyrir karakterbresti. Námskráin er þvert á móti hugsuð sem rammi og innblástur fyrir skólastjórnendur að forma sína eigin námskrá með lýðræðisvitund og mannræktarsjónarmið að leiðarljósi. Geta menn haft eitthvað á móti því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur átt sér stað sérkennileg umræða um aðalnámskrá grunnskóla. Sjálf hef ég kynnst námskránni vel þar sem ég er nýútskrifaður listgreinakennari frá Listaháskóla Íslands og námskráin og innihald hennar var hluti af meistaraprófsritgerð minni. Vert er að hafa í huga að námskráin er samin í kjölfar efnahagshruns á Íslandi og því eðlilegt að skólar eins og aðrar stofnanir samfélagsins skoði sína starfsemi í gagnrýnu ljósi og spyrji: er eitthvað sem hægt er að gera betur eða öðruvísi? Námskrár eiga að taka mið af breytingum sem eiga sér stað í samfélaginu en ekki að vera stöðnuð plögg sem rykfalla í hillum. Námskráin er metnaðarfull tilraun til að nálgast þann þjóðfélagslega veruleika sem blasti við á Íslandi eftir hrun, ásamt því að vera fersk nálgun á þá strauma og stefnur sem gera sig gildandi í kennslufræði hjá helstu fræðimönnum samtímans. Þó að námskráin sé ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk þá eru þær áherslur sem þar eru settar fram mjög til bóta í öllu skólastarfi. Þessar áherslur miða t.d. að því að efla sjálfsmynd nemenda og gagnrýna hugsun, bæta samskipti og rækta lýðræðisvitund. Í námskránni er mikilvægt hlutverk listgreina undirstrikað. Listgreinar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að þroska þá eiginleika og hæfni sem eru þungamiðja námskrárinnar. Þeir þroskakostir sem listgreinakennsla býður verða seint ofmetnir.Innihald menntunar Við lifum á hraðfleygri upplýsingaöld og margir þeir sem fjalla um menntamál eru þeirrar skoðunar að það muni breyta mjög áherslum í menntamálum framtíðarinnar. Nemendur hafa í dag aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga á alnetinu. Þar geta þeir nálgast beinharðar staðreyndir og þekkingarmola sjálfir án aðstoðar kennara. Á netinu læra nemendur hins vegar ekki að þroska samskipti sín eða efla sjálfsmyndina. Siðgæði, skapandi hugsun og lýðræðisvitund verður heldur ekki endilega efld af langsetum við tölvuna. Þá er ég komin að þeim þyngdarpunkti sem ætti að einkenna umræðuna um námskrána, þ.e. spurninguna um innihald náms. Þessi mikilvæga spurning er svo sannarlega ekki ný af nálinni. Allt frá Forn-Grikkjum fram á okkar daga hafa menn velt fyrir sér eðli og tilgangi menntunar. Þessi spurning ætti að vera sá umræðugrundvöllur sem gengið er út frá þegar menn skiptast á skoðunum um námskrána og fleira sem tengist því, hvað kennt er í skólum og hvers vegna. Hvað vilja t.d. foreldrar að börn og ungmenni læri í skólum? Hverju vilja kennarar miðla og hvers vegna? Vilja menn að áherslan sé mest á fræðslu, þ.e. að námið byggi aðallega á því að miðla upplýsingum með tiltölulega hlutlausum hætti sem nemandinn síðan vinnur úr sjálfur? Eða á námið að taka meira mið af því að þroska einstaklinginn sem persónu. Að nemandinn læri aðferðir og nálgun til að bæta sjálfsmynd sína og samskipti. Á nemandinn að læra að hugsa með gagnrýnum skapandi hætti til að geta tekið sjálfur afstöðu til samfélagslegra fyrirbæra? Ýmsir erlendir og innlendir fræðimenn vilja meina að skólar okkar hafi einmitt ekki tekist á við mannræktarhlutverk sitt með afgerandi hætti. Páll Skúlason prófessor hefur fjallað um hina síungu menntaheimspekilegu spurningu um innihald náms. Í bók sinni „Ríkið og rökvísi stjórnmála“ (Rvk,2013) segir hann: „Eiginleg menntun felur í sér ræktun þeirra hæfileika sem gerir okkur kleift að þroskast sem skynjandi, hugsandi og skapandi verur og verða þar með meira manneskjur, ekki meiri menn.“ Í krafti og anda þessara orða langar mig að lýsa eftir einlægari og sanngjarnari umræðu um námskrána nýju. Það er sérkennilegt að túlka hana sem einhvers konar kröfu á skólastjórnendur og kennara að þeir gefi nemendum sínum einkunn í framkomu eða siðferði. Það er einkennilegur útúrsnúningur að verið sé að biðja skólafólk um að gefa nemendum einhvers konar vottorð um vammleysi eða mínusa þá fyrir karakterbresti. Námskráin er þvert á móti hugsuð sem rammi og innblástur fyrir skólastjórnendur að forma sína eigin námskrá með lýðræðisvitund og mannræktarsjónarmið að leiðarljósi. Geta menn haft eitthvað á móti því?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun