Aldrei farið til útlanda Elín Albertsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 12:00 Geirmundur hlakkar til að halda fyrstu jólatónleika sína í höfuðborginni þann 29. nóvember. visir/Pétur Ingi Björnsson Hinn síkáti Geirmundur Valtýsson varð sjötugur á árinu. Hann lætur aldurinn ekki stöðva sig, vinnur fullan vinnudag, spilar á dansleikjum um helgar og verður með jólatónleika í Austurbæ 29. nóvember. Hann hefur þó aldrei farið út fyrir landsteinana. Geirmundur hefur verið að undirbúa fyrstu jólatónleika sína í höfuðborginni. „Ég hef ekki verið með stóra tónleika í Reykjavík síðan ég var á Hótel Íslandi árið 1993. Það prógramm stóð yfir frá miðjum febrúar fram í júní og alltaf fullt. Núna ætla ég að vera með jóla- og sveiflutónleika í Austurbæ 29. nóvember og hlakka mikið til,“ segir Geirmundur sem spilar þó alltaf annað slagið á böllum í borginni, meðal annars á Kringlukránni. „Ég hef alltaf gert út á það að fá fólk til að dansa. Aðdáendur mínir í Reykjavík koma gjarnan á Kringlukrána þegar ég kem í bæinn en þar hef ég spilað reglulega frá árinu 2003 og alltaf sama fjörið,“ segir hann. „Ég hélt ekkert sérstaklega upp á sjötugsafmælið með tónleikum. Lét nægja að gera það þegar ég varð sextugur og á fimmtíu ára tónlistarferli.“Bóndadurgur í fullri vinnu Geirmundur spilar á dansleikjum allar helgar og hefur gert í áratugi. „Ég byrjaði að spila á böllum fjórtán ára í sveitinni. Ég er ættaður frá Geirmundarstöðum sem eru 14 km frá Sauðárkróki. Jörðin er í minni eigu og þar er ég með hross og kindur. Ég er meira að segja nefndur eftir jörðinni. Þar sem ég er alltaf í peningamálunum hjá kaupfélaginu bý ég líka á Króknum. En ég fer á hverjum degi eftir vinnu til að hugsa um skepnurnar. Ég á góðar merar sem ég el undan og er að rækta upp góða fola. Ég á fínan hestastofn,“ segir bóndinn. Geirmundur vinnur fullan vinnudag og segist ekkert vera að hætta þótt kominn sé á aldur. Eftir vinnu taka bústörfin við og loks dansleikir um helgar. Hvernig fer hann að þessu? „Ég er ekki á lyfjum,“ svarar hann hressilega. „Maður verður auðvitað að vera skipulagður til að geta þetta og það hefur sloppið hjá mér. Ég er yfir mig ánægður að fá að vinna. Ég mæti áfram meðan engar breytingar verða þar á. Sumir eru þreyttir á vinnu sinni og hlakka til að fara á eftirlaun en mér finnst alltaf gaman í vinnunni. Ég er í sambandi við margt gott fólk. Svo getur maður ekki verið í tónlistinni nema þykja hún skemmtileg, annars væri maður útbrunninn. Ég er heilsugóður, hress og brattur,“ segir Geirmundur sem sinnir einnig félagsstörfum í bændamálum. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég er sjálfur bóndadurgur,“ segir hann og viðurkennir að vera félagslyndur. „Ég er ferlegur að því leyti, þarf alltaf að vera innan um fólk. Maður er manns gaman.“Ekkert út í heim Þegar hann er spurður hvort hann taki aldrei frí er hann fljótur til svars: „Nei, ekki geri ég það mikið. Og þegar blaðamaður spyr hvort hann ferðist ekki til útlanda svarar hann: „Nei, ég verð nú bara að tilkynna að ég hef aldrei komið til útlanda. Framtíðin er óljós í þeim efnum en ég hef náttúrlega spilað á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir hann og hlær. „Ég spilaði þar tvisvar og í bæði skiptin átti ég þjóðhátíðarlögin. Svo hef ég spilað í Grímsey og Hrísey. Þannig að ég hef farið úr landi þótt það hafi ekki verið langt. Ég er bara svona týpa. Konan mín, Mínerva Björnsdóttir, hefur farið til útlanda, hún leitar í sólina vegna gigtar. Mér líður hins vegar ekkert sérstaklega vel í mikilli sól.“ Geirmundur segist alltaf hafa verið ánægður á Íslandi nema kannski um þessar mundir. „Það er bara leiðinlegt andrúmsloft, endalaust kjaftæði.“ Þegar hann er spurður hvort landinu sé stjórnað af auðmönnum í Skagafirði, segir hann það af og frá. „Þetta er bara einhver öfund í mönnum. Við höfum rekið kaupfélagið vel og hér er blómlegt líf,“ segir hann. „Bæjarbúar eru ekki hrifnir af þessari umræðu, kaupfélagið skaffar mörgum atvinnu hér og er aðalstólpinn í héraðinu. Sjálfur hef ég unnið í kaupfélaginu í 38 ár. Fólk fær að halda vinnunni sinni hér. Mikil uppbygging hefur verið á Króknum þótt við séum ekki í alfaraleið. Við erum með góða ferðamannastaði og veitingahús um allt,“ segir Geirmundur.Alvöru fólk Þessa dagana er Geirmundur þó að mestu að hugsa um komandi jólatónleika. „Ég er virkilega ánægður að hafa fengið góða gesti með mér. Það eru Helga Möller söngkona, Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir og Diddú sem hefur aldrei sungið með mér áður,“ segir Geirmundur sem gaf út jólaplötu í fyrra, Jólastjörnur, en lög af henni munu meðal annars hljóma á tónleikunum. Ég hélt tvenna jólatónleika í Miðgarði í fyrra og fyllti húsið,“ segir sveiflukóngurinn. „Þetta verður tuttugu laga prógramm og ekkert gefið eftir. Ég verð líka með frábæra hljómsveit undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar, öndvegis tónlistarmenn, þá Finnboga Kjartansson, Jóhann Hjörleifsson, Þóri Úlfarsson, Kristin Svavarsson og Ásgeir Steingrímsson. Þorgeir Ástvaldsson verður kynnir. Síðan syngja sonardætur mínar, Anna Karen Hjartardóttir, 9 ára, og Valdís Valbjörnsdóttir, 14 ára, með mér. Ég er bara með alvöru fólk,“ segir Geirmundur hress að vanda. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Hinn síkáti Geirmundur Valtýsson varð sjötugur á árinu. Hann lætur aldurinn ekki stöðva sig, vinnur fullan vinnudag, spilar á dansleikjum um helgar og verður með jólatónleika í Austurbæ 29. nóvember. Hann hefur þó aldrei farið út fyrir landsteinana. Geirmundur hefur verið að undirbúa fyrstu jólatónleika sína í höfuðborginni. „Ég hef ekki verið með stóra tónleika í Reykjavík síðan ég var á Hótel Íslandi árið 1993. Það prógramm stóð yfir frá miðjum febrúar fram í júní og alltaf fullt. Núna ætla ég að vera með jóla- og sveiflutónleika í Austurbæ 29. nóvember og hlakka mikið til,“ segir Geirmundur sem spilar þó alltaf annað slagið á böllum í borginni, meðal annars á Kringlukránni. „Ég hef alltaf gert út á það að fá fólk til að dansa. Aðdáendur mínir í Reykjavík koma gjarnan á Kringlukrána þegar ég kem í bæinn en þar hef ég spilað reglulega frá árinu 2003 og alltaf sama fjörið,“ segir hann. „Ég hélt ekkert sérstaklega upp á sjötugsafmælið með tónleikum. Lét nægja að gera það þegar ég varð sextugur og á fimmtíu ára tónlistarferli.“Bóndadurgur í fullri vinnu Geirmundur spilar á dansleikjum allar helgar og hefur gert í áratugi. „Ég byrjaði að spila á böllum fjórtán ára í sveitinni. Ég er ættaður frá Geirmundarstöðum sem eru 14 km frá Sauðárkróki. Jörðin er í minni eigu og þar er ég með hross og kindur. Ég er meira að segja nefndur eftir jörðinni. Þar sem ég er alltaf í peningamálunum hjá kaupfélaginu bý ég líka á Króknum. En ég fer á hverjum degi eftir vinnu til að hugsa um skepnurnar. Ég á góðar merar sem ég el undan og er að rækta upp góða fola. Ég á fínan hestastofn,“ segir bóndinn. Geirmundur vinnur fullan vinnudag og segist ekkert vera að hætta þótt kominn sé á aldur. Eftir vinnu taka bústörfin við og loks dansleikir um helgar. Hvernig fer hann að þessu? „Ég er ekki á lyfjum,“ svarar hann hressilega. „Maður verður auðvitað að vera skipulagður til að geta þetta og það hefur sloppið hjá mér. Ég er yfir mig ánægður að fá að vinna. Ég mæti áfram meðan engar breytingar verða þar á. Sumir eru þreyttir á vinnu sinni og hlakka til að fara á eftirlaun en mér finnst alltaf gaman í vinnunni. Ég er í sambandi við margt gott fólk. Svo getur maður ekki verið í tónlistinni nema þykja hún skemmtileg, annars væri maður útbrunninn. Ég er heilsugóður, hress og brattur,“ segir Geirmundur sem sinnir einnig félagsstörfum í bændamálum. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég er sjálfur bóndadurgur,“ segir hann og viðurkennir að vera félagslyndur. „Ég er ferlegur að því leyti, þarf alltaf að vera innan um fólk. Maður er manns gaman.“Ekkert út í heim Þegar hann er spurður hvort hann taki aldrei frí er hann fljótur til svars: „Nei, ekki geri ég það mikið. Og þegar blaðamaður spyr hvort hann ferðist ekki til útlanda svarar hann: „Nei, ég verð nú bara að tilkynna að ég hef aldrei komið til útlanda. Framtíðin er óljós í þeim efnum en ég hef náttúrlega spilað á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir hann og hlær. „Ég spilaði þar tvisvar og í bæði skiptin átti ég þjóðhátíðarlögin. Svo hef ég spilað í Grímsey og Hrísey. Þannig að ég hef farið úr landi þótt það hafi ekki verið langt. Ég er bara svona týpa. Konan mín, Mínerva Björnsdóttir, hefur farið til útlanda, hún leitar í sólina vegna gigtar. Mér líður hins vegar ekkert sérstaklega vel í mikilli sól.“ Geirmundur segist alltaf hafa verið ánægður á Íslandi nema kannski um þessar mundir. „Það er bara leiðinlegt andrúmsloft, endalaust kjaftæði.“ Þegar hann er spurður hvort landinu sé stjórnað af auðmönnum í Skagafirði, segir hann það af og frá. „Þetta er bara einhver öfund í mönnum. Við höfum rekið kaupfélagið vel og hér er blómlegt líf,“ segir hann. „Bæjarbúar eru ekki hrifnir af þessari umræðu, kaupfélagið skaffar mörgum atvinnu hér og er aðalstólpinn í héraðinu. Sjálfur hef ég unnið í kaupfélaginu í 38 ár. Fólk fær að halda vinnunni sinni hér. Mikil uppbygging hefur verið á Króknum þótt við séum ekki í alfaraleið. Við erum með góða ferðamannastaði og veitingahús um allt,“ segir Geirmundur.Alvöru fólk Þessa dagana er Geirmundur þó að mestu að hugsa um komandi jólatónleika. „Ég er virkilega ánægður að hafa fengið góða gesti með mér. Það eru Helga Möller söngkona, Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir og Diddú sem hefur aldrei sungið með mér áður,“ segir Geirmundur sem gaf út jólaplötu í fyrra, Jólastjörnur, en lög af henni munu meðal annars hljóma á tónleikunum. Ég hélt tvenna jólatónleika í Miðgarði í fyrra og fyllti húsið,“ segir sveiflukóngurinn. „Þetta verður tuttugu laga prógramm og ekkert gefið eftir. Ég verð líka með frábæra hljómsveit undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar, öndvegis tónlistarmenn, þá Finnboga Kjartansson, Jóhann Hjörleifsson, Þóri Úlfarsson, Kristin Svavarsson og Ásgeir Steingrímsson. Þorgeir Ástvaldsson verður kynnir. Síðan syngja sonardætur mínar, Anna Karen Hjartardóttir, 9 ára, og Valdís Valbjörnsdóttir, 14 ára, með mér. Ég er bara með alvöru fólk,“ segir Geirmundur hress að vanda.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira