Opið bréf til fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Guðbjörn Jónsson skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Ég líkt og flestir aðrir hef heyrt umræðuna um hækkun virðisaukaskatts (VSK) af matvöru úr 7% í 14%, til að afla ríkissjóði frekari tekna. Fyrir 20 árum stýrði ég vinnu nefndar á vegum 10 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fjallaði um umfang og eðli svartrar atvinnustarfsemi. Eitt af því sem kom til skoðunar var innheimta VSK, en undanskot frá honum voru talin verulegur þáttur í svartri atvinnustarfsemi. Við óskuðum upplýsinga frá fjármálaráðuneyti um upphæðir og sundurliðun innskatts og útskatts í ríkisbókhaldi tvö síðustu ár sem lokið var uppgjöri, sem þá voru árin 1991 og 1992. Við fengum fljótt til baka þau svör að ríkisbókhald bókaði ekki sérstaklega innskatt og útskatt í bókhaldsfærslum sínum, sem vakti nokkra undran vegna þess að samkvæmt lögum, sem Alþingi setti, bar öllum rekstraraðilum að færa innskatt og útskatt á sérstaka reikninga í bókhaldi sínu. Ríkissjóður var og er einn stærsti greiðandi rekstrarkostnaðar hér á landi, auk þess að vera fjármögnunaraðili flestra stórverkefna í samfélagi okkar. Sem slíkur er hann því einnig stærsti greiðandi VSK. Þar sem ekki var hægt að fá uppgefið hjá ríkisbókhaldi ársveltu innskatts og útskatts varð að fara inn í ríkisreikning og sækja þangað upplýsingar um rekstrargjöld ríkisins, sundurliða þau og finna þann kostnað sem bæri VSK og reikna upphæð skattsins af þeirri upphæð. Gögnin bera með sér tap ríkissjóðs bæði árin sem skoðuð voru. Þegar til stendur nú að auka kostnað okkar eldri borgara, sem enn höfum ekki fengið leiðréttingu skerðingar lífeyris vegna hrunáranna eða hækkun vegna aukins kostnaðarhluta lyfja, get ég ekki annað en vakið athygli ykkar á að fullkomin óvissa er um nettóhagnað ríkissjóðs af innheimtu VSK með þeim hætti sem nú er gert. Einnig vil ég vekja sérstaklega athygli á því að fjármálaráðherrar undangenginna ríkisstjórna hafa, án heimilda, hunsað skyldu sína til innheimtu VSK af seldum eða leigðum aflaheimildum. Kaup og sala á fiski er VSK-skyld í 7% flokki. Þegar útgerð selur afla, er við löndun reiknaður VSK af aflaverðmætinu. Hafi sú sama útgerð keypt aflamagnið (kvótann) af annarri útgerð, var sú útgerð einnig að selja afla eftir vigt því upphæð viðskiptanna miðar við ákveðið magn í kílóum eða tonnum talið. VSK hefur hins vegar aldrei verið innheimtur af þeim sem selja óveiddan afla til annarra útgerða. Á viðskiptamáli flokkast slíkt sem fyrirframgreidd sala. Svo þegar útgerðin sem keypti óveidda fiskinn, veiðir hann og selur, er fiskurinn allt í einu orðinn VSK-skyldur. Ef útskattur er á vöru verður innskattur að vera á sömu vörutegund. Ljóst er að þarna hafa fjármálaráðherrar undangenginna ára brotið lög um innheimtu VSK af sölu eða leigu aflaheimilda. Þarna er um að ræða útistandandi verulegar fjárhæðir VSK af sölu óveidds aflamagns. Meðfylgjandi bréfi þessu er bréf sem ég ritaði Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, þar sem ég vakti athygli hans á kvótaviðskiptum fjögra skipa sem verið höfðu í fréttum á árinu 2012. Var þar um að ræða heildarviðskipti kvótasölu að fjárhæð kr. 9.001.066.800. Af þeirri sölu átti að greiða VSK til ríkissjóðs, kr. 588.669.769, sem aldrei var innheimtur. Vakin er athygli á því að þarna er einungis um að ræða lítið brot af kvótasölu á árinu 2012. Í sjónhendingu er því hægt að sjá hvaða tekjum ríkissjóður er látinn tapa vegna vanrækslu á að innheimta lögboðin gjöld af viðskiptum með fisk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég líkt og flestir aðrir hef heyrt umræðuna um hækkun virðisaukaskatts (VSK) af matvöru úr 7% í 14%, til að afla ríkissjóði frekari tekna. Fyrir 20 árum stýrði ég vinnu nefndar á vegum 10 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fjallaði um umfang og eðli svartrar atvinnustarfsemi. Eitt af því sem kom til skoðunar var innheimta VSK, en undanskot frá honum voru talin verulegur þáttur í svartri atvinnustarfsemi. Við óskuðum upplýsinga frá fjármálaráðuneyti um upphæðir og sundurliðun innskatts og útskatts í ríkisbókhaldi tvö síðustu ár sem lokið var uppgjöri, sem þá voru árin 1991 og 1992. Við fengum fljótt til baka þau svör að ríkisbókhald bókaði ekki sérstaklega innskatt og útskatt í bókhaldsfærslum sínum, sem vakti nokkra undran vegna þess að samkvæmt lögum, sem Alþingi setti, bar öllum rekstraraðilum að færa innskatt og útskatt á sérstaka reikninga í bókhaldi sínu. Ríkissjóður var og er einn stærsti greiðandi rekstrarkostnaðar hér á landi, auk þess að vera fjármögnunaraðili flestra stórverkefna í samfélagi okkar. Sem slíkur er hann því einnig stærsti greiðandi VSK. Þar sem ekki var hægt að fá uppgefið hjá ríkisbókhaldi ársveltu innskatts og útskatts varð að fara inn í ríkisreikning og sækja þangað upplýsingar um rekstrargjöld ríkisins, sundurliða þau og finna þann kostnað sem bæri VSK og reikna upphæð skattsins af þeirri upphæð. Gögnin bera með sér tap ríkissjóðs bæði árin sem skoðuð voru. Þegar til stendur nú að auka kostnað okkar eldri borgara, sem enn höfum ekki fengið leiðréttingu skerðingar lífeyris vegna hrunáranna eða hækkun vegna aukins kostnaðarhluta lyfja, get ég ekki annað en vakið athygli ykkar á að fullkomin óvissa er um nettóhagnað ríkissjóðs af innheimtu VSK með þeim hætti sem nú er gert. Einnig vil ég vekja sérstaklega athygli á því að fjármálaráðherrar undangenginna ríkisstjórna hafa, án heimilda, hunsað skyldu sína til innheimtu VSK af seldum eða leigðum aflaheimildum. Kaup og sala á fiski er VSK-skyld í 7% flokki. Þegar útgerð selur afla, er við löndun reiknaður VSK af aflaverðmætinu. Hafi sú sama útgerð keypt aflamagnið (kvótann) af annarri útgerð, var sú útgerð einnig að selja afla eftir vigt því upphæð viðskiptanna miðar við ákveðið magn í kílóum eða tonnum talið. VSK hefur hins vegar aldrei verið innheimtur af þeim sem selja óveiddan afla til annarra útgerða. Á viðskiptamáli flokkast slíkt sem fyrirframgreidd sala. Svo þegar útgerðin sem keypti óveidda fiskinn, veiðir hann og selur, er fiskurinn allt í einu orðinn VSK-skyldur. Ef útskattur er á vöru verður innskattur að vera á sömu vörutegund. Ljóst er að þarna hafa fjármálaráðherrar undangenginna ára brotið lög um innheimtu VSK af sölu eða leigu aflaheimilda. Þarna er um að ræða útistandandi verulegar fjárhæðir VSK af sölu óveidds aflamagns. Meðfylgjandi bréfi þessu er bréf sem ég ritaði Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, þar sem ég vakti athygli hans á kvótaviðskiptum fjögra skipa sem verið höfðu í fréttum á árinu 2012. Var þar um að ræða heildarviðskipti kvótasölu að fjárhæð kr. 9.001.066.800. Af þeirri sölu átti að greiða VSK til ríkissjóðs, kr. 588.669.769, sem aldrei var innheimtur. Vakin er athygli á því að þarna er einungis um að ræða lítið brot af kvótasölu á árinu 2012. Í sjónhendingu er því hægt að sjá hvaða tekjum ríkissjóður er látinn tapa vegna vanrækslu á að innheimta lögboðin gjöld af viðskiptum með fisk.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar