Opið bréf til fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Guðbjörn Jónsson skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Ég líkt og flestir aðrir hef heyrt umræðuna um hækkun virðisaukaskatts (VSK) af matvöru úr 7% í 14%, til að afla ríkissjóði frekari tekna. Fyrir 20 árum stýrði ég vinnu nefndar á vegum 10 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fjallaði um umfang og eðli svartrar atvinnustarfsemi. Eitt af því sem kom til skoðunar var innheimta VSK, en undanskot frá honum voru talin verulegur þáttur í svartri atvinnustarfsemi. Við óskuðum upplýsinga frá fjármálaráðuneyti um upphæðir og sundurliðun innskatts og útskatts í ríkisbókhaldi tvö síðustu ár sem lokið var uppgjöri, sem þá voru árin 1991 og 1992. Við fengum fljótt til baka þau svör að ríkisbókhald bókaði ekki sérstaklega innskatt og útskatt í bókhaldsfærslum sínum, sem vakti nokkra undran vegna þess að samkvæmt lögum, sem Alþingi setti, bar öllum rekstraraðilum að færa innskatt og útskatt á sérstaka reikninga í bókhaldi sínu. Ríkissjóður var og er einn stærsti greiðandi rekstrarkostnaðar hér á landi, auk þess að vera fjármögnunaraðili flestra stórverkefna í samfélagi okkar. Sem slíkur er hann því einnig stærsti greiðandi VSK. Þar sem ekki var hægt að fá uppgefið hjá ríkisbókhaldi ársveltu innskatts og útskatts varð að fara inn í ríkisreikning og sækja þangað upplýsingar um rekstrargjöld ríkisins, sundurliða þau og finna þann kostnað sem bæri VSK og reikna upphæð skattsins af þeirri upphæð. Gögnin bera með sér tap ríkissjóðs bæði árin sem skoðuð voru. Þegar til stendur nú að auka kostnað okkar eldri borgara, sem enn höfum ekki fengið leiðréttingu skerðingar lífeyris vegna hrunáranna eða hækkun vegna aukins kostnaðarhluta lyfja, get ég ekki annað en vakið athygli ykkar á að fullkomin óvissa er um nettóhagnað ríkissjóðs af innheimtu VSK með þeim hætti sem nú er gert. Einnig vil ég vekja sérstaklega athygli á því að fjármálaráðherrar undangenginna ríkisstjórna hafa, án heimilda, hunsað skyldu sína til innheimtu VSK af seldum eða leigðum aflaheimildum. Kaup og sala á fiski er VSK-skyld í 7% flokki. Þegar útgerð selur afla, er við löndun reiknaður VSK af aflaverðmætinu. Hafi sú sama útgerð keypt aflamagnið (kvótann) af annarri útgerð, var sú útgerð einnig að selja afla eftir vigt því upphæð viðskiptanna miðar við ákveðið magn í kílóum eða tonnum talið. VSK hefur hins vegar aldrei verið innheimtur af þeim sem selja óveiddan afla til annarra útgerða. Á viðskiptamáli flokkast slíkt sem fyrirframgreidd sala. Svo þegar útgerðin sem keypti óveidda fiskinn, veiðir hann og selur, er fiskurinn allt í einu orðinn VSK-skyldur. Ef útskattur er á vöru verður innskattur að vera á sömu vörutegund. Ljóst er að þarna hafa fjármálaráðherrar undangenginna ára brotið lög um innheimtu VSK af sölu eða leigu aflaheimilda. Þarna er um að ræða útistandandi verulegar fjárhæðir VSK af sölu óveidds aflamagns. Meðfylgjandi bréfi þessu er bréf sem ég ritaði Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, þar sem ég vakti athygli hans á kvótaviðskiptum fjögra skipa sem verið höfðu í fréttum á árinu 2012. Var þar um að ræða heildarviðskipti kvótasölu að fjárhæð kr. 9.001.066.800. Af þeirri sölu átti að greiða VSK til ríkissjóðs, kr. 588.669.769, sem aldrei var innheimtur. Vakin er athygli á því að þarna er einungis um að ræða lítið brot af kvótasölu á árinu 2012. Í sjónhendingu er því hægt að sjá hvaða tekjum ríkissjóður er látinn tapa vegna vanrækslu á að innheimta lögboðin gjöld af viðskiptum með fisk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég líkt og flestir aðrir hef heyrt umræðuna um hækkun virðisaukaskatts (VSK) af matvöru úr 7% í 14%, til að afla ríkissjóði frekari tekna. Fyrir 20 árum stýrði ég vinnu nefndar á vegum 10 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fjallaði um umfang og eðli svartrar atvinnustarfsemi. Eitt af því sem kom til skoðunar var innheimta VSK, en undanskot frá honum voru talin verulegur þáttur í svartri atvinnustarfsemi. Við óskuðum upplýsinga frá fjármálaráðuneyti um upphæðir og sundurliðun innskatts og útskatts í ríkisbókhaldi tvö síðustu ár sem lokið var uppgjöri, sem þá voru árin 1991 og 1992. Við fengum fljótt til baka þau svör að ríkisbókhald bókaði ekki sérstaklega innskatt og útskatt í bókhaldsfærslum sínum, sem vakti nokkra undran vegna þess að samkvæmt lögum, sem Alþingi setti, bar öllum rekstraraðilum að færa innskatt og útskatt á sérstaka reikninga í bókhaldi sínu. Ríkissjóður var og er einn stærsti greiðandi rekstrarkostnaðar hér á landi, auk þess að vera fjármögnunaraðili flestra stórverkefna í samfélagi okkar. Sem slíkur er hann því einnig stærsti greiðandi VSK. Þar sem ekki var hægt að fá uppgefið hjá ríkisbókhaldi ársveltu innskatts og útskatts varð að fara inn í ríkisreikning og sækja þangað upplýsingar um rekstrargjöld ríkisins, sundurliða þau og finna þann kostnað sem bæri VSK og reikna upphæð skattsins af þeirri upphæð. Gögnin bera með sér tap ríkissjóðs bæði árin sem skoðuð voru. Þegar til stendur nú að auka kostnað okkar eldri borgara, sem enn höfum ekki fengið leiðréttingu skerðingar lífeyris vegna hrunáranna eða hækkun vegna aukins kostnaðarhluta lyfja, get ég ekki annað en vakið athygli ykkar á að fullkomin óvissa er um nettóhagnað ríkissjóðs af innheimtu VSK með þeim hætti sem nú er gert. Einnig vil ég vekja sérstaklega athygli á því að fjármálaráðherrar undangenginna ríkisstjórna hafa, án heimilda, hunsað skyldu sína til innheimtu VSK af seldum eða leigðum aflaheimildum. Kaup og sala á fiski er VSK-skyld í 7% flokki. Þegar útgerð selur afla, er við löndun reiknaður VSK af aflaverðmætinu. Hafi sú sama útgerð keypt aflamagnið (kvótann) af annarri útgerð, var sú útgerð einnig að selja afla eftir vigt því upphæð viðskiptanna miðar við ákveðið magn í kílóum eða tonnum talið. VSK hefur hins vegar aldrei verið innheimtur af þeim sem selja óveiddan afla til annarra útgerða. Á viðskiptamáli flokkast slíkt sem fyrirframgreidd sala. Svo þegar útgerðin sem keypti óveidda fiskinn, veiðir hann og selur, er fiskurinn allt í einu orðinn VSK-skyldur. Ef útskattur er á vöru verður innskattur að vera á sömu vörutegund. Ljóst er að þarna hafa fjármálaráðherrar undangenginna ára brotið lög um innheimtu VSK af sölu eða leigu aflaheimilda. Þarna er um að ræða útistandandi verulegar fjárhæðir VSK af sölu óveidds aflamagns. Meðfylgjandi bréfi þessu er bréf sem ég ritaði Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, þar sem ég vakti athygli hans á kvótaviðskiptum fjögra skipa sem verið höfðu í fréttum á árinu 2012. Var þar um að ræða heildarviðskipti kvótasölu að fjárhæð kr. 9.001.066.800. Af þeirri sölu átti að greiða VSK til ríkissjóðs, kr. 588.669.769, sem aldrei var innheimtur. Vakin er athygli á því að þarna er einungis um að ræða lítið brot af kvótasölu á árinu 2012. Í sjónhendingu er því hægt að sjá hvaða tekjum ríkissjóður er látinn tapa vegna vanrækslu á að innheimta lögboðin gjöld af viðskiptum með fisk.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun